Studia Islandica - 01.06.1937, Page 26
24
þagði hjá, sem hann hefði vatn í munni, ok setti dreyr-
rauðan“. Síðan fer þetta fram.
Þannig segir sagan, og er líklegt, að það sé rétt, að
helgi Magnúsar hafi fyrst hafizt með alþýðu, t. d. göml-
um fylgismönnum hans. Eflaust hafa Orkneyingar, þeg-
ar hér var komið, haft þörf fyrir innlendan dýrling.
Andstaða Hákonar jarls og Páls, sonar hans, er auðskil-
in; Magnús var fjandmaður Hákonar, og mátti vel
halda svo á þessu máli, að trú alþýðu á helgi Magnúsar
yrði til að steypa þeim frændum af stóli. Og tregða Vil-
hjálms biskups skýrist, þegar ástæður eru athugaðar.
Orkn. s. segir, að hann hafi verið fyrsti biskup Orkn-
eyinga, og sama stendur á legsteini hans.1) En það er
þó miður rétt. Á undan honum og samtímis voru aðrir
biskupar. Af bréfum og ýmsum ritum má sjá, að til
Orkneyja hafa á 11. og öndverðri 12. öld oft verið vígð-
ir tveir biskupar í senn, annar frá Jórvík, hinn frá
Brimum eða Norðurlöndum. Það er auðsjáanlega mikil
barátta milli þessara erkibiskupsstóla, hvorum Orkneyj-
ar tilheyri. Á fyrri árum Vilhjálms er samhliða honum
Radulphus biskup í Orkneyjum, vígður í Jórvík og
studdur af páfa. En Vilhjálmur, sem var Parísarklerk-
ur, er mun hafa hlotið vígslu austan hafs, virðist hafa
notið stuðnings jarlanna Hákonar og Páls. Páfabréf
sýna, hve erfið aðstaða hans hefur verið. Calixtus II
(ca. 1119) og Honorius II (1125) skrifa báðir Noregs-
konungum og biðja þá að sjá um, að Radulphus geti
verið óáreittur í Orkneyjum.2) En þann storm hefur
þó Vilhjálmur staðið af sér með stuðningi jarla. Það
var því eðlilegt, að hann færi mjög varlega og forðaðist
að styggja þá. En einmitt í kringum 20 árum eftir
dauða Magnúsar jarls skipast veður í lofti. Rögnvaldur
jari kali, sem fengið hafði jarlsnafn og loforð um hálf-
1) Diplomatarium Orcadense I 12.
2) Diplomatarium Orcadense I 14—16.