Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 28
26
að jarteiknagerS Magnúsar í sumum þeirra latínu-
kvæSa, sem ekki er ætlandi að geti stuðzt við íslenzk
rit.1) Annars eru jarteiknirnar í báSum Magnúss sögum
og einu hdr. Orkneyinga sögu. Vafalaust er jarteikna-
bókin skráð ekki löngu eftir flutning beinanna í Kirkju-
vog. Um fyrstu jarteiknirnar eru litlar frásagnir, en
því meiri eftir að beinin eru tekin upp. Ef til vill er vert
að veita því athygli, hve mikið ber á Hjaltlendingum í
jarteiknabókinni, en það voru einmitt Hjaltlendingar,
sem fyrst gengu Rögnvaldi á hönd. Svo að hún ber að
þessu leyti menjar þess, hvernig ástatt var í Eyjunum
á þessum árum.
Þá er komið að afstöðu Orkn. s. og þessara rita. Guð-
brandur Vigfússon hugði, að Magnúss saga sú, er Orkn.
s. geymir, hafi upphaflega verið sjálfstætt rit, notað í
Orkn. s., M I og M II. Þetta rit virðist hann telja óskylt
Vita Roðberts.2) Finnur Jónsson virðist frekar hallast
að því, að verstu klerkamálsklausurnar í Orkn. s. séu
síðari viðbætur, en sá aukni texti sé svo tekinn upp í
M I og M II, en öll þessi rit óháð Vita, þegar frá eru
teknir þeir kaflar úr því riti, sem fleygaðir eru inn í
M I.3) Ég er sannfærður um, að í Orkn. s. er notað
klerklegt rit um Magnús jarl, og mér virðist margt
benda á, að það sé einmitt rit meistara Roðberts (Vita).
(Þess skal getið þegar í stað, að það er eins vel hugs-
anlegt, að í Orkn. s. sé notuð einhver hinna styttu
1) Antiph., Hymn. II, sbr. bls. 21 nm. Auk þess í Sequentia,
og- gæti það verið eftir íslenzkum heimildum. í Magnúsdikti er
sögð sagan af bræðrunum í Noregi (M I, Icel. s. I 278—80).
2) Icel. s. I xiii.
3) Þó tekur F. J. fram (Litt. h. II 651—52), að Orkn. s. sjálf
hafi orðið fyrir innskotum bæði úr M II og M I. — Ég sé, að
Meissner (Die Strengleikar 84—86) hefur látið í ljósi þá skoðun,
að í Orkn. s. sé notuð klerkleg heimild um Magnús og jarteiknir
hans, en gerir enga tilraun til að ákveða það nánar. Dietrichson,
Monumenta Orcadica, bls. 20, hyggur, að Vita sé notuð í Orkn. s.