Studia Islandica - 01.06.1937, Page 33

Studia Islandica - 01.06.1937, Page 33
31 konem accedens christianam sepulturam beato martyri vix ob- tinuit impetrare". M I er hér með því móti, að á það, sem er Utan Orkn. s.-textans, er varla að treysta. 7) Loks er í Orkn. s. (51. kap.) greint frá dánardegi Magn- úsar, og er hann talinn tveim nóttum eftir Tiburtiusmessu, en það er annars alþekkt. Ártal er hér rangt, talið 74 vetrum eftir fall Ólafs konungs, en 1091 vetri eftir burð Krists. Roðbert hef- ur ’ ) líka ár og dag, 16. kalendas Maji 1104 árum e. Kr. b. Hvernig stendur á vitleysum þessum í ártalinu veit ég’ ekki. Annars vantar þennan kafla í dönsku þýðinguna og M II, og má vera, að hann sé ekki upphaflegur í Orkn. s. Um leið og ég hverf frá þessu efni, líkingu þeirri, sem er með Vita og Orkn. s., skal ég taka það fram, að mér þykir mjög sennilegt, að í Orkn. s. sé tekið tillit til jarteiknabókar Magnús- ar; það sem segir af Vilhjálmi biskupi og afstöðu hans til helgi Magnúsar, virðist mér benda á það, en Orkn. s. er þó sjálfsagt berorðari um biskup en jarteiknabókin hefur verið. Þær líkingar, sem ég hef nefnt með Orkn. s. og Vita, eru svo miklar, að saga Magnúsar jarls í Orkn. s. má alls ekki við, að þeim sé kippt burt. Og ég verð því að telja líklegt, að þetta séu yfirleitt ekki síðari viðbætur í Orkn. s., hvorki settar þegar seinni gerð sögunnar var rituð né síðar,1 2) heldur hafi Vita legið á borði höfund- ar Orkn. s., þegar hann ritaði hana. En áður en hægt er að verða þess fulltrúa, verður þó að athuga, að milli Vita og Orkn. s. eru ýmsar missagnir. Þær verður næst að líta á og reyna að skýra. 1) Bæði M I og Leg. tala um hernað Magnúsar á ungum aldri.3) Það er vafalaust úr Vita, en frá því er alls ekki sagt í Orkn. s. Þetta gæti stafað af því, að höfundi Orkn. s. hafi ekki þótt tími til hernaðar Magnúsar á unga aldri, en hann vissi, að 1) M I, bls. 268, og Aberd.-brev. (Icel. s. III 314). 2) Þess þykir þó rétt að geta, að ekki er treystandi líkingar- atriðum Flat. og Leg., því að skrifarar Flat. munu hafa haft það rit (í þýðingu) þegar þeir skrifuðu Orkn. s. 3) Sama stendur í Antiph. og Resp., sbr. Hymn. I (sbr. að framan bls. 21 nm.).

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.