Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 39

Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 39
37 ur sinn. Ástæða þess, að hvorki er nefnd síðari kona jarls né börn þeirra, er sú, að söguna hefur frá öndverðu vantað reglulegt niðurlag; henni hefur lokið í miðri ævi Haralds jarls, með dauða Sveins Ásleifarsonar (108. kap., — um þau lok sögunnar virðist mér óhætt að trúa dönsku þýðingunni). Það sem þar fer á eftir í Flateyj- arbók er sjálfsagt viðbót, einmitt sprottin af því, hvað sagan var endaslepp. Sigurður Nordal1) hefur bent á, að eðlilegt sé að hugsa sér, að efni viðbætisins eigi að meira eða minna leyti rætur að rekja til frásagna Andrésar Hrafnssonar og Andrésar Gunnasonar, Andréssonar, Sveinssonar, Ásleifarsonar, en þeir dvöld- ust á íslandi 1234—35.2) Þetta er mjög líklega til getið. Þá er að víkja aftur að sögunni sjálfri. Hún er vafa- laust íslenzkt verk. Að því má færa fjölmörg rök, sem ég tel allsendis óþarft að telja upp hér. Vita Sancti Magni eftir meistara Roðbert er einn angi af hinni evrópisku helgisagnaritun, og hún er sjálfsagt skráð í Orkneyjum. Magnús var í miklum heiðri hafður á Is- landi, og hétu menn mjög á hann ásamt með Ólafi kon- ungi og Hallvarði, meðan ekki voru íslenzkir dýrlingar að leita til.3) Ævisaga hans gat því borizt hingað til lands eftir mörgum leiðum. En þegar hingað kemur, lendir hún í höndum íslenzks sagnaritara. Hann er að skrifa sögu heillar höfðingjaættar, og Magnúss saga verður þar ekki annað en stuttur þáttur í miklu verki. Auk þess tekur hann Vita ekki upp eins og hún er, held- ur aðeins efniskjarna hennar og leiðréttir þó eftir því sem þurfa þykir og bætir við eftir öðrum heimildum. Auðvitað er söguritarinn enginn vantrúarmaður, hann gerir ekki lítið úr helgi Magnúsar, en hann leiðréttir hiklaust það, sem honum þykir miður rétt í hinni kirkju- legu ævisögu — eftir heimildum, sem honum virðast 1) Orkn. s., bls. 1. 2) Sturl. I 477. 3) Bislc. I 453.

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.