Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 20
ÞAÐ ER VEL BÓKAÐ Í GIST- INGU Í KRINGUM HÁTÍÐINA SEM ER FRÁBÆRT OG VON- ANDI BOÐ UM BETRI TÍÐ. Aukinn áhugi á göngu­skíðum hefur aldeilis skilað sér í Mývatns­sveitina. Það eru margir slóðar víðs vegar um svæðið og heimamenn eru duglegir að halda þeim úti. Jarðböðin hafa til að mynda fundið fyrir aukinni aðsókn hjá sér vegna slóðanna í kringum böðin og það seldist strax upp á gönguskíðanámskeið sem Sel Hótel Mývatn bauð upp á,“ segir Úlla Árdal hjá Mývatnsstofu, en um helgina hefst Vetrarhátíð við Mývatn og hún stendur til 14. mars. Hátíðin hefur skipað sér sess sem einn allra skemmtilegasti vetrarvið­ burður Norðurlands þar sem bæði hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar í nátt­ úrufegurð sveitarinnar. Af íþróttamótum sem keppt verð­ ur á má nefna Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands á hunda­ sleða og svokallað skijoring, hesta­ mótið Mývatn Open, sem fer fram á ísilögðu vatninu og fyrsta snow­ cross­mót vetrarins. Fyrir þá sem vilja ekki keppa bendir Úlla á að gönguskíðaslóðir verði lagðar víðs vegar um svæðið, skíðalyftan í Kröflu verður opin og heimamenn kenna gestum að dorga – nokkuð sem lætur engan ósnort­ inn. „Dorgveiðin sem var órjúfan­ legur þáttur í tilveru Mývetninga hér áður fyrr hittir alltaf í mark, enda spennandi og öðruvísi. Að dorga er eitthvað sem f lestir hafa heyrt af en ekki endilega prufað. Á annað hundrað manns kynntu sér dorgveiðina hjá Veiðifélagi Mývatns á síðustu Vetrarhátíð og mikil ánægja var meðal gesta,“ segir Úlla. Hátíðin markar líka þau ánægju­ legu tímamót að verið er að opna ferðaþjónustufyrirtæki í sveitinni aftur eftir vetrar­ og COVID­lokun. Það verða því ýmiss konar tilboð á gistingu, mat og afþreyingu. Fátt er betra en að enda svo góðan dag með því að láta svo líða úr sér í jarð­ böðunum. Úlla segir að Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands hafi verið haldið í Mývatnssveit síðan 2010 og séu 45 skráningar komnar fyrir mótið í ár. Það sé svipað og síðustu ár. Það stefnir þó í met­ skráningu á Mývatn Open. „Það er mikil stemming fyrir mótinu í ár. Síðustu ár hafa verið 80­112 skráningar á mótið en það stefnir í metskráningu. Það er allt klárt fyrir mótið og þykkt íssins verður mæld á föstudaginn. Ef hann reynist ekki nægilega þykkur er mótið fært af Stakhólstjörn yfir á Skútustaðaengi. Það sama á við um Hundasleða­ mótið, ef ísinn reynist ekki traustur er mótið fært til.“ Eftir að Mývetningar gangsettu gömlu skíðalyftuna í Kröf lu að nýju hefur skíðaáhugi aukist mikið í sveitinni. Kröflubrekkan er fínasta brekka og í vetrarfríinu voru um 60 manns þegar mest var. Þá höfðu margir komið í sveitina frá biðröð­ unum á Akureyri og Dalvík. „Það var mikið um að vera á skíðasvæð­ inu þegar vetrarfríin voru, þá komu um 60 manns á laugardeginum en svæðið tekur sirka 70­80 áður en Tímamót eftir erfiðan vetur Vetrarhátíð við Mývatn hefst um helgina og stendur til 14. mars. Hátíðin markar tímamót fyrir ferðaþjónustu- fyrirtæki svæðisins því eftir erfiðan vetur þar sem atvinnuleysi fór í 20 prósent munu heimamenn opna dyrnar. Um 200 manns kynntu sér dorgveiðina hjá Veiðifélagi Mývatns á síðustu hátíð. MYND/MARCIN KOZACZEK Að ferðast um á hundasleða er ævintýraleg upplifun sem seint gleymist. Hér er Bergþóra hjá Snow dogs. Skijoring er sambland af því að vera á gönguskíðum og á hunda- sleða. Það fer svo dálítið eftir því hversu vel hundarnir eru tamdir hversu vel samstarfið gengur og getur verið hin besta skemmtun að horfa á. Það eru dásamlegar sekúndur að klappa hundunum. Það er mikil stemming fyrir Mývatn open í ár og stefnir í metskráningu. Þykkt íssins verður mæld á föstudaginn. MYND/MARCIN KOZACZEK það fara að myndast biðraðir. Það er enginn eiginlegur aðgangseyrir en tekið við frjálsum framlögum og fólk er duglegt við að borga, enda er svæðið allt rekið í sjálf boðavinnu og innkoma fer öll í að halda svæð­ inu við,“ segir Úlla. Að ógleymdum öllum nátt­ úruundrum svæðisins, eins og Höfða, Hverfjalli, Dimmuborgum, Víti og f leiri fallegum stöðum sem margir hafa séð í sumarbúningi, er Mývatnssveit ekki síðri að vetri til. Úlla bendir á að hátíðin taki að sjálfsögðu mið af sóttvarnareglum og ekki verði nein sérstök setning­ arathöfn. „Veturinn hefur verið erfiður enda Skútustaðahreppur eitt af þeim sveitarfélögum sem treysta hvað mest á ferðamennsku. Það var spáð allt að 30 prósenta atvinnu­ leysi þegar það varð ljóst hvaða af leiðingar COVID myndi hafa, það hefur sem betur fer ekki náð í þá tölu en atvinnuleysi fór engu að síður í um 20 prósent. Nú eru heimamenn að opna gisti­ heimili og hótel aftur eftir að hafa haft lokað í vetur og það hefur verið fínt að gera síðustu tvær vikur sam­ hliða vetrarfríum. Við höfum fund­ ið fyrir miklum áhuga á svæðinu vegna Vetrarhátíðar og það er vel bókað í gistingu í kringum hátíðina sem er frábært og vonandi boð um betri tíð,“ segir Úlla. Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is Úlla Árdal hjá Mývatnsstofu segist hlakka til að taka á móti gestum. 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.