Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 63
ÉG MUN TAKA MARK- VISS SKREF Í AÐ KOMA ATVINNUREKENDUM ÚR STJÓRNUM LÍFEYRISSJÓÐ- ANNA OG AÐ SJÓÐFÉLAGAR KJÓSI STJÓRNIR ÞEIRRA. Ragnar Þór Ingólfsson Ragnar Þór hefur verið formaður VR frá árinu 2017 en meðal baráttu- mála hans er átak gegn atvinnu- leysi og þjóðarátak í húsnæðis- málum. Fullt nafn: Ragnar Þór Ingólfsson Aldur: 47 ára Atvinna: Formaður VR Menntun: Fjölbrautaskólinn Breiðholti og hef eytt síðastliðnum 14 árum í að stúdera lífeyrissjóðakerfið og vinnumarkaðinn Fjölskylduhagir: Giftur Guðbjörgu Ingunni Magnúsdóttur og samanlagt eigum við fimm börn og hundinn Bowie Átak gegn atvinnuleysiKosið verður í stjórn fjölmennasta stétt- arfélags landsins, VR, eftir helgina og var sitjandi formað- ur Ragnar Þór Ing- ólfsson skoraður á hólm af Helgu Guð- rúnu Jónasdóttur. Formannsefnin sitja hér fyrir svörum um baráttumál sín. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Hvert verður helsta baráttumál þitt á kjörtímabilinu? Staða félagsmanna VR sem misst hafa vinnu er erfið. Átak gegn atvinnuleysi með atvinnuframboðs­ tryggingu og frekari aðgerðir til að bregðast við tekjufalli þeirra sem eru án atvinnu og ná ekki endum saman. Höldum áfram að ná niður vöxtum og lækka kostnað við að lifa. Barátta okkar hefur skilað ungu fólki betri möguleikum á húsnæðismarkaði, en nú stefnir í alvarlegan húsnæðis­ skort. Við þurfum þjóðarátak í hús­ næðismálum. Við megum ekki gleyma þeim sem ruddu brautina fyrir okkur og börðust fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. VR tekur áfram slaginn með Gráa hernum, og kostar málsókn gegn ríkinu vegna skerðinga á ellilífeyri. Betri kjör fyrir alla hópa! Fyrir síðustu kjarasamn­ inga komu um 3.600 félagsmenn að kröfugerð félagsins. Félagsmenn eiga alltaf fyrsta og síðasta orðið þegar kemur að kröfugerðinni og allir geta tekið þátt sem vilja hafa áhrif. Hvernig verður COVID­reikningn­ um skipt? Við verðum að tryggja að það verði gert með sanngjörnum hætti. Og að kreppunni verði dreift yfir lengri tíma til að koma í veg fyrir niðurskurð á grunnþjónustu eða sölu á verðmætum innviðum eða auðlindum almennings. Við þurfum að tryggja að ávinningi af sjálfvirknivæðingu og sparnaði fyrirtækja vegna fjarvinnu sé jafnt skipt. Ör tækniþróun og breytingar á vinnumarkaði þurfa að skila sér inn í kjarasamninga til að tryggja kjör, réttindi og hvíldartíma, vinnuað­ stöðu og aðgang að nauðsynlegum búnaði. Að hversu miklu leyti á VR að hafa samf lot við önnur verkalýðsfélög í kjaramálum? Samstaðan ætti að vera sem mest. Lykillinn að bættum lífskjörum allra er samtakamáttur heildar­ innar. Þannig hefur það alltaf verið og þannig hafa stærstu sigrarnir og mikilvægustu réttindin áunnist. Þó getur það gerst að kröfur og áherslur félaganna séu of ólíkar þannig að landssamböndin semji hvert fyrir sig. Sagan hefur hins vegar sýnt að sameinuð hreyfing nær mun betri árangri en sundruð. VR er fjölmennasta verkalýðs- félagið og breiddin innan félagsins því mikil – eiga hópar innan félagsins samleið hver með öðrum? Ólíkir hópar hafa marga sam­ eiginlega hagsmuni og sambæri­ legar skyldur, eins og að skila sam­ félaginu til afkomenda okkar á betri stað en við tókum við því. Réttindi sem við ávinnum okkur í dag verða réttindi barnanna okkar og afkom­ enda þeirra. Mál eins og orlof, vinnutímastytting , veikindaréttur, lífeyrir, sjúkratryggingar, húsnæði, lánakjör, menntun og traustir inn­ viðir og grunnþjónusta eru sam­ eiginleg hagsmunamál, á meðan launaliður getur sveiflast eftir vilja félagsmanna hverju sinni. Hvernig eiga tengsl og ítök félags- ins gagnvart LIVE að vera? Sjóðfélagar lífeyrissjóða eiga að kjósa stjórnir þeirra. Þeir sem eiga lífeyrissjóðina eiga að ráða því hverj­ ir stjórna þeim. Þannig væri hægt að veita mun meira aðhald og koma í veg fyrir árekstra ólíkra hagsmuna og meðvirkni gagnvart spillingu. Ég mun taka markviss skref í að koma atvinnurekendum úr stjórnum líf­ eyrissjóðanna og að sjóðfélagar kjósi stjórnir þeirra. Það hlýtur einnig að vera ákveðin mótsögn í starfi okkar innan verkalýðshreyfingarinnar að hámarka arðsemi fjárfestinga líf­ eyrissjóða í fyrirtækjum og hækka launin í leiðinni, þó þetta geti vissu­ lega farið saman að einhverju leyti. Sjóðfélagalýðræðið hefur reynst vel hjá frjálsu sjóðunum. Er formannskosning í félaginu heppilegasta fyrirkomulagið – hefði kannski átt að taka upp listafram- boðsfyrirkomulag? Ég tel að einstaklingskjör til formanns og stjórnar gefi bestu raunina. Þannig nást saman ólík sjónarmið sem eru líklegri til að end­ urspegla þá miklu breidd sem félag­ ið býr yfir. Núverandi fyrirkomulag er aðgengilegra fyrir félagsmenn til að geta boðið sig fram, á sínum eigin forsendum, án þess að vera hluti af stærri hópi eða stefnu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Traustur fyrirtækjarekstur og öflug nýsköpun kallar á samstarfsaðila sem skilur þarfirnar. Arion banki býður fyrirtækjum af öllum stærðum og í öllum geirum alhliða þjónustu með fagmennsku, innsæi og þekkingu að leiðarljósi. Hafðu samband á fyrirtaeki@arionbanki.is, við þjónustuver í síma 444 7000 eða í netspjalli á arionbanki.is. Búum í haginn fyrir atvinnulíf framtíðarinnar arionbanki.is H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 31L A U G A R D A G U R 6 . M A R S 2 0 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.