Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 18
FÓTBOLTI Knatt spyrnumaður inn Böðvar Böðvars son hef ur samið við pólska úr vals deild ar fé lagið Jagiell­ onia Bia lystok. Böðvar tilkynnti þetta á Instagram í gær. Böðvar, sem gekk til liðs við Jagiellonia Bialystok frá uppeldis­ félagi sínu, FH, árið 2018, var fasta­ maður hjá pólska liðinu framan af yfirstandadi leiktíð en missti svo sæti sitt í liðinu um áramótin. „Eins og staðan er núna er ég samningslaus og er ekki í viðræð­ um við neitt félag. Ég er að vonast til þess að semja við félag í Skandi­ navíu áður en glugginn lokar þar,“ segir Böðvar um stöðu mála. „Ég er á leiðinni heim núna til Íslands og eins og staðan er núna mun ég æfa með FH næstu vikurnar þar til málin skýrast. Ég vonast til þess að ganga frá mínum málum sem fyrst,“ segir vinstri bakvörður­ inn um framhaldið. Böðvar varð Íslandsmeistari með FH árin 2015 og 2016 en hann hefur spilað fimm A­landsleiki og 11 leiki með U­21 ára landsliðinu á ferli sínum. – hó Böðvar vonast eftir boði frá Skandinavíu Böðvar er farinn frá pólska liðinu Jagiellonia. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÖRFUBOLTI Reykjavíkurfélögin KR, Stjarnan, Valur og Haukar, eru búin að leggja fram tillögu fyrir næsta ársþing KKÍ, þar sem aftur verður deilt um fjölda erlendra leik­ manna inni á vellinum á hverjum tíma. Samkvæmt tillögunni um breytingu á 15. grein sem fjallar um erlenda leikmenn, er lagt til að það þurfi alltaf þrír leikmenn sem eru uppaldir hjá liði innan KKÍ að vera inni á vellinum á sama tíma. Undanþága er veitt þegar leik­ maður hefur dvalið á Íslandi sam­ fellt í þrjú ár eða lið getur sý nt fram á að hann sé búfastur á Íslandi. Önnur undanþága verður fyrir lið utan suðvesturhorns Íslands, en landsbyggðalið fá samkvæmt nýju reglunum heimild til að tefla fram einum erlendum leikmanni til við­ bótar og þurfa því aðeins að hafa tvo uppalda leikmenn inni á velli hverju sinni. Reglubreytingin nær til efstu deildar og 1. deildar í karla­ og kvennaf lokki ásamt bikar­ og meistarakeppni KKÍ. Brjóti lið gegn þessari reglu teljast þau hafa teflt fram ólöglegum leikmanni og þurfa að sæta viðurlögum. Í greinargerðinni sem fylgir til­ lögunni kemur fram að vægi upp­ alinna leikmanna innan félaga KKÍ hafi minnkað verulega. Mínútum hafi fækkað sem og skottilraunum og fráköstum, en með þessu á að auka spilatíma íslenskra leikmanna um 20 prósent. Mínúturnar sem íslensku leik­ mennirnir fá séu yfirleitt undir lok leikja þegar úrslitin eru ráðin og skipti því ekki máli. Þetta telja félögin leiða til þess að áherslan á yngri f lokka starf minnki og að yngri leikmenn fái ekki tækifæri til að þroska hæfileika sína, en flestir af núverandi landsliðsmönnum hafi komið upp þegar regluverkið um fjóra Íslendinga var í gildi. Til rökstuðnings benda félögin á að í nýrri skýrslu FIBA um erlenda leikmenn komi sömu áhyggjur fram og að fyrir vikið sé búið að grípa til aðgerða. Í því samhengi er nefnt að í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi sé búið að grípa til aðgerða. Þess er getið að til að gæta jafn­ ræðis sé gert ráð fyrir að lið utan suðvesturhorns landsins geti haft fleiri erlenda leikmenn inn á hverju sinni, til að mæta þeim sjónarmið­ um liða af landsbyggðinni að erfitt sé að fá leikmenn af höfuðborgar­ svæðinu. Línumörkin eru dregin við Borgarnes og Selfoss samkvæmt tillögunni. Aðspurður út í þessa tillögu og undanþágu fyrir landsbyggðaliðin segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálf­ ari Hattar, að slíkar undanþágur séu ekki til að bæta regluverk, sem hann sé fyrir ósammála um. „Þetta er glórulaust. Allar þessar undanþágur f lækja þetta enn meira,“ segir Viðar hreinskilinn, aðspurður út í f lækjustigið sem er á bak við tillöguna. „Það verður örugglega ekki samstaða um þetta. Segjum sem svo að landsbyggðalið eins og Tindastóll verði Íslands­ meistari á næsta ári með einn auka erlendan leikmann. Þá verða liðin fyrir sunnan fljót að fara að kvarta um að þetta sé ósanngjarnt,“ segir hann hreinskilinn. Hann segir það ekki hafa mikil áhrif á spilatíma yngri leikmanna ef félög geta samið við nokkra lands­ liðsmenn til móts við erlendu leik­ mennina. „Það eru lið að leggja þetta til sem eru búin að semja við marga lands­ liðsmenn undanfarin ár. Get ég þá ekki alveg eins haft fjóra erlenda leikmenn? Ég skil ekki muninn þar á milli. Auðvitað getur verið að fólki finnist of margir erlendir leikmenn í deildinni núna, en menn sníða sér stakk eftir vexti og fara ekki fram úr sér. Reynslan hefur sýnt að verð á Íslendingum mun snarhækka með breytingum sem þessum, þannig að þetta skiptir ekki miklu máli pen­ ingalega.“ Viðar tekur undir að það sé erfitt að finna rétta leið í þessum málum. „Með núverandi fyrirkomulagi fá þeir sem eiga það skilið mínútur og hlutverk. Efsta deild á ekkert að vera fyrir alla heldur þá bestu,“ segir Viðar og heldur áfram: „Mín sýn er sú að það sé ekki endilega gott að fækka erlendum leikmönnum. Það eru allir með sínar hugmyndir um hvernig breyta mætti mótafyrirkomulaginu. Mér dettur helst í hug að að fara í þre­ falda umferð í efstu og næstefstu deild og gefa félögum færi á að vera með B­lið í næstefstu deild. Þar gætu yngri leikmenn fengið dýr­ mætt tækifæri í fullorðinsbolta á leið sinni í efstu deild. “ kristinnpall@frettabladid.is Undanþáguhugmyndirnar aðeins til að flækja hlutina Fjögur lið á Reykjavíkursvæðinu eru búin að leggja fram breytingartillögu fyrir ársþing KKÍ, sem á að takmarka fjölda útlendinga inni á vellinum hverju sinni. Í útskýringu kemur fram að þetta sé gert til að hlúa að yngri leikmönnum deildarinnar með ýmsum undanþágum, sem gera tillöguna talsvert flóknari. Haukar eru eitt þeirra höfuðborgarliða sem unnu að tillögunni sem myndi einnig ná til Þórs Þ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Reynslan hefur sýnt að verð á Íslend- ingum mun snarhækka með breytingum sem þessum, þannig að þetta skiptir ekki miklu máli peningalega. Viðar Örn Haf- steinsson, þjálfari Hattar HANDBOLTI Arnar Pétursson, þjálf­ ari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið leikmanna­ hóp fyrir forkeppni heimsmeistara­ móstins 2021 sem fram fer í Skopje seinna í þessum mánuði. Þrír nýliðar eru í hópnum en það eru Saga Sif Gísladóttir, markvörður Vals, Harpa Valey Gylfadóttir, leik­ maður ÍBV og Tinna Sól Björgvins­ dóttir hjá HK. Díana Dögg Magnúsdóttir, leik­ maður BSC Sachsen, á ekki heim­ angengt í þesssa leiki vegna sótt­ varnareglna í Þýskalandi. Elín Jóna Þorsteinsdóttir, leikmaður danska liðsins Vendsyssel, er eini leikmað­ urinn í hópnum að þessu sinni sem leikur með erlendu liði. Riðill íslenska liðsins fer fram dagana 19. ­ 21. mars. Með íslenska liðinu í riðli eru Litháen, Grikkland og heimakonur í Norður­Makedón­ íu. Stelpurnar okkar koma saman 11. mars og halda utan 14. mars. Hópur íslenska liðsins er þannig skipaður fyrir þetta verkefni: Markverðir: Elín Jóna Þorsteins­ dóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Saga Sif Gísladóttir. Aðrir leikmenn: Ásdís Guð­ mundsdóttir, Birna Berg Haralds­ dóttir, Eva Björk Davíðsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Helena Rut Örvarsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Karen Knúts­ dóttir, Lovísa Thompson, Ragn­ heiður Júlíusdóttir, Rut Jónsdóttir, Sigríður Hauksdóttir, Steinunn Björnsdóttir, Sunna Jónsdóttir, Thea Imani Sturludóttir og Tinna Sól Björgvinsdóttir. – hó Þrír nýliðar valdir í hópinn fyrir komandi keppni Efstu tvö lið riðilsins fara í umspil um sæti á HM á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SUND Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir setti í gær nýtt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í fimmtíu metra laug þegar hún kom í mark á 2:00,50 í Vejle í Danmörku. Með því bætti hún eigið Íslandsmet um rúma sekúndu, en áður átti hún metið á 2:01,82. Með þessum tíma komst Snæ­ fríður um leið inn á Evrópumótið í 50 metra laug sem fer fram í Búda­ pest síðar á þessu ári og náði um leið B­lágmarki á Ólympíuleikana sem fram fara í Tokýo í sumar. B­lág­ markið var 2:00,8 og var Snæfríður því 0,3 sekúndu á undan því í mark. Líklegt er að það dugi henni til að öðlast þátttökurétt í Tókýó, en ef það dugar Snæfríði varð hún annar íslenski keppandinn til að tryggja sér farseðil til Tókýó á eftir sund­ kappanum Antoni Sveini McKee. – kpt Snæfríður náði B-lágmarki ÓL Snæfríður Sól. MYND/SUNDSAMBANDIÐ Snæfríður Sól var valin sundkona ársins í fyrra. 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.