Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 22
ÞAÐ KOM MÖRGUM Á ÓVART AÐ LÖGREGLUMENN HEFÐU KOSIÐ YFIRLÝSTAN SÓSÍALISTA SEM FORMANN LANDSSAMBANDSINS OG ÞAÐ VAR EKKI EINS OG ÉG HEFÐI FARIÐ LEYNT MEÐ SKOÐANIR MÍNAR. Fjölnir er ekki óvanur kjaramálum því hann er alinn upp í stéttabaráttu. Faðir hans, Sæmundur Árnason, samdi um kaup og kjör fyrir prentara og síðar Félag bókagerðarmanna og móðir hans, Guðrún Eyberg, starf- aði hjá útvarpsstjóra. Fjölnir ólst upp á Kársnesinu, Kópavogsbúi í þriðja ættlið. „Ég er alinn upp við prentaraverkföll og að fara í kröfu- gönguna 1. maí,“ segir hann stoltur. Sem barn og unglingur langaði hann til að verða kennari. Eftir Menntaskólann í Kópavogi lærði hann félagsfræði við Háskóla Íslands en hafði einnig áhuga á mannfræði og af brotafræði. Lögreglumanns- neistinn var því alltaf undir. „Ég kunni Geirfinnsmálið utanbókar og fékk aukavinnu sem næturvörður í Ríkisútvarpinu,“ segir Fjölnir en kennsluáhuginn varð ofan á, alla vega til að byrja með. Árið 1992 kynntist hann eiginkonu sinni Arn- dísi Valgerðar Pétursdóttur, sem átti tvær dætur fyrir og saman eiga þau eina til viðbótar. Í eitt ár starfaði Fjölnir sem félagsfræðikennari við sinn gamla menntaskóla. Ákváðu hjónin þá að breyta til og f lytja út á land þegar staða grunnskólastjóra í Fljótshlíð- inni losnaði. „Þetta var lítill skóli með 32 nemendur og skólatíminn aðeins átta og hálfur mánuður, því krakkarnir þurftu að fara í sauð- burð og réttir,“ segir Fjölnir. „Þess vegna fór ég að leysa af í lögreglunni á sumrin.“ Í lögregluna á síðasta séns Fjölnir fann sig alltaf betur og betur í lögreglunni í Rangárvallasýslu. „Ég sá fram á að þessir litlu sveitaskólar væru að fara að hætta og fór því að líta í kringum mig. Ég fann að lög- reglumaður væri starf sem ég gæti unnið,“ segir Fjölnir. Fór svo að hann fór í lögreglu- skólann og útskrifaðist þaðan 2005. „Ég var á seinasta séns, því ég var orðinn 35 ára sem er hámarks- aldurinn inn í skólann,“ segir hann. „Mörgum þótti þetta nú skrýtið. Að vera búinn að byggja upp feril í kennslu og setjast þá á skólabekk í lögregluskólanum, sem á þeim tíma var framhaldsskólastig. Þetta voru mikil viðbrigði en ég lít svo á að ég hafi ekki lokað öllum dyrum í kennslunni.“ Hann segir starf landsbyggðar- löggu nokkuð öðruvísi en borgar- löggu. Málin séu hins vegar ekki síður alvarleg en í borginni því Rangárvallasýsla sé mikið slysa- svæði, sérstaklega eftir að ferða- mannabylgjan hófst. Nándin við íbúana sé hins vegar meiri og algengt að fólk hringi í hans per- sónulega símanúmer eftir aðstoð. Allir þekki alla. Þetta passar vel inn í sýn Fjölnis á löggæsluna. „Mín sýn er að lögreglan eigi að vera hluti af samfélaginu og tala við fólk án þess að nokkuð sérstakt sé að,“ segir hann. Rýkur ekki á dyr Frá unga aldri hefur Fjölnir haft sterkar skoðanir í pólitík „og færst alltaf lengra og lengra til vinstri“ að eigin sögn. Hann hefur þó söðlað um allt frá ungliða starfi Sjálfstæðis- flokksins yfir í Samfylkinguna og er nú varaþingmaður Vinstri grænna. Hann gekk í f lokkinn til að styðja bæjarfulltrúa í núverandi heimabæ sínum Hafnarfirði, en tók síðar sjálfur sæti í nefndum. „Ég er sósíalisti,“ segir Fjölnir og viðurkennir að hvorki Vinstri græn né aðrir f lokkar rúmi allar hans skoðanir. Hann hafi til að mynda lagst gegn myndun núverandi ríkisstjórnar og lýsti þeirri skoðun á f lokksráðsfundi. „Ég er líka liðs- maður og vinn úr þeirri stöðu sem uppi er hverju sinni. Ef ég er í minni- hluta, þá er ég í minnihluta. Ég er ekki einn af þeim sem rjúka á dyr og skella hurðum.“ Þegar litið er um öxl finnst Fjölni þó kjörtímabilið hafa verið gott fyrir sinn flokk og f leiri stefnumál komist í gegn en hann átti von á. „Það er alveg á hreinu að Katrín Jakobsdóttir er verkstjórinn í þessari ríkisstjórn,“ segir hann. Í umhverfis- og heilbrigðismálum hafi f lokkurinn einnig sýnt sig. Brot á réttindum borgaranna Eðli málsins samkvæmt hefur Fjöln- ir talað mikið fyrir málefnum lög- reglunnar á sviði stjórnmálanna, og hvað betur megi fara. En lögreglan hefur lengst af verið talin mála- flokkur Sjálfstæðisflokksins. „Lögreglumál skipta ekki aðeins lögreglumenn máli. Fyrir nokkr- um árum biðu um fimm þúsund mál rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Fjölnir. „Það getur tekið marga mánuði að rannsaka nauðgun. Ekki út af slóða- skap heldur af því að það vantar mannskap. Með undirmönnun í lögreglunni er því verið að brjóta á réttindum borgaranna.“ Hann segir það rétt að lögreglan og hægrið hafi verið spyrt saman, ekki aðeins á Íslandi, og sums stað- ar lögreglan og fasismi. „Það kom mörgum á óvart að lögreglumenn hefðu kosið yfirlýstan sósíalista sem formann Landssambandsins og það var ekki eins og ég hefði farið leynt með skoðanir mínar,“ segir hann og brosir. Þó segist hann ekki ætla að beita sér í f lokks- pólitík á sama tíma og hann gegnir formennsku í Landssambandinu. „En lögreglumenn koma úr öllum flokkum. Ég mun reyna að tala fyrir alla lögreglumenn, fólkið sem sinnir þessum störfum, og benda á að þeir séu eins mismunandi og þeir eru margir.“ Pressa vegna reiði samfélagsins Fjölnir hóf störf sem lögreglufull- trúi í efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra árið 2007 en var lán- aður yfir til sérstaks saksóknara árið 2009 í um átta manna teymi til að rannsaka bankahrunið. Þótti hann talnaglöggur og kunni að lesa bókhaldstölur vegna búðareksturs eiginkonu sinnar. Seinna meir var f jölgað í liðinu, bæði lögreglu- mönnum, lögfræðingum og fólki með reynslu og þekkingu úr banka- geiranum og endurskoðun. Hann segir álagið hafa verið mikið enda reiði samfélagsins kraumandi undir. „Ég lagði mig 110 prósent fram og lúslas gögn í strætó og öllum stundum. Fólk vildi að málin yrðu leyst á sem stystum tíma en þetta voru svo of boðslegar flækjur. Flækjur sem búnar voru til á mörgum árum og við þurftum að leysa hratt úr,“ segir hann. Aðspurður hvernig honum finn- ist hafa tekist til við að rekja hrunið segist Fjölnir ekki fyllilega dóm- bær á það en þó hafi nokkuð góður árangur náðst. „Stundum vissum við um ýmislegt sem ekki var hægt að sanna og þurftum að láta mál niður falla,“ segir hann. Það hafi ekki verið léttbærar ákvarðanir. „Þá stíga hinir grunuðu oft fram og segjast vera saklausir. En það er ekki endilega svo, það tókst bara ekki að afla nægilegra sönnunargagna.“ Einn af stóru sigrunum var að Keyrði sig í kaf og fór til Afríku Í upphafi árs var Fjölnir Sæmundsson kjörinn formaður Landssambands lögreglumanna, með yfirburðakosn- ingu. Er kosningin talin bera vott um kraumandi óánægju lögreglumanna með kjör sín, aðstöðu og manneklu. Fjölnir starfaði sem skólastjóri í Fljótshlið en breytti um kúrs og fór í lögregluskólann á síðasta séns 35 ára gamall. Hann er nú formaður Landssambands lögreglumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur@frettabladid.is ↣ 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.