Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Alls staðar í byggð ættu að vera til áætlanir sem grípa má til þegar hætta steðjar að, af hvaða toga sem hún er. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Umbrot á Reykjanesskaganum undan-farið hafa vakið íbúum þessa lands-hluta ugg. Það er ekkert grín að búa við stöðuga jarðvá æ ofan í æ. Í rúmt ár hafa íbúar á svæðinu þurft að búa við óvissu um hvert framhald jarðhrær- inganna verður, sem hófst með jarðskjálftum og land- risi við Þorbjörn, ofan Grindavíkur, fyrir rúmu ári. Íslendingar virðast vera haldnir einhvers konar hamfarablæti. Í hvert sinn sem mikið gengur á, jarð- hræringar, snjóflóð eða skriðuföll, þyrpast þeir á fréttamiðla og endurhlaða síður á netinu í gríð og erg. Í jarðskjálftunum undanfarið keppast menn á vinnu- stöðum við að giska á hversu stór skjálftinn var. Þetta er svo sem góðlátlegt, sérstaklega vegna þess að ekki virðist mikil hætta á ferðum að þessu sinni. Nábýli við eldfjöll og jarðhræringar er hluti lífsins í landinu og það hefur meðal annars leitt til þess að margir læra jarðvísindi hér á landi. Forsenda þess að hér er gnótt af heitu vatni og þeirra lífsgæða sem við njótum í því sambandi, er einmitt vegna þessarar nálægðar. Því má ekki gleyma. Það er aðdáunar- vert hversu vandaða jarðvísindamenn Ísland á. Og greiningartæknin sem þeir beita er mögnuð. Á þekk- ingu þeirra hljótum við öll að hafa traust. En því verður ekki á móti mælt að sérkennilegt er að á svæðinu öllu skuli ekki vera til rýmingaráætlan- ir eða önnur tiltæk plön, brjótist út eldgos. Yfirmaður lögreglumála á Suðurnesjum hefur sagt í fjölmiðlum að nú sé unnið að þeim. Var ekki ástæða til þess fyrr en nú? Alls staðar í byggð ættu að vera til áætlanir sem grípa má til þegar hætta steðjar að, af hvaða toga sem hún er. Ekki verður hjá því komist að víkja aðeins að samskiptum fjölmiðla og almannavarnayfirvalda á svæðinu í tengslum við átökin á Reykjanesi. Þegar svo virtist að líkleg atburðarás myndi leiða til að hraun tæki að renna, hvenær sem það yrði, biðu fjölmiðlamenn klukkutímunum saman við afleggj- arann að Keili, því fyrirmæli þeirra sem lokuðu slóðanum voru að engum skyldi hleypt inn á hann. Fjölmiðlar hafa ríkum skyldum að gegna, sér í lagi í aðstæðum sem þessum. Þeir eru alvanir að umgang- ast hættur, gæta sín og vita að á hættusvæðum eru þeir á eigin ábyrgð. Um leið og skilaboð til almenn- ings voru að halda sig frá svæðinu var eina glugg- anum sem almenningur gat skyggnst út um og fylgst með lokað. Það var ekki fyrr en eftir stímabrak við almannavarnayfirvöld, þar sem hver vísaði á annan, að fjölmiðlamönnum var veitt leyfi til að fara inn á svæðið en með fylgd. Ísland er land í mótun og hver sem framvindan verður á Reykjanesskaga eru þetta ekki síðustu atburðirnir af þessu tagi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem takmarkanir sem þessar hefta eðlilega fjölmiðla- umfjöllun. Þetta þarf að færa til betri vegar og við- bragðsáætlanir þurfa að ná til þess að þeim sem segja fréttir sé veittur aðgangur að vettvangi svo hægt sé að varpa ljósi á yfirvofandi eða orðna atburði. Land í mótun Næstu íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkis- borgararétt verða haldin sem hér segir: • Akureyri: 26. maí 2021, kl. 13.00 hjá Símey, Akureyri. • Egilsstaðir: 27. maí 2021, kl. 13.00 hjá Austurbrú, Egilsstöðum. • Ísafjörður: 28. maí 2021, kl. 13.00 hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði. • Reykjavík: Vikuna 31. maí til 4. júní. Próf verða haldin kl. 9.00 og 13.00 hjá Mími, Höfðabakki 9, 110 Reykjavík. Skráning hefst 16. mars og henni lýkur 12. maí. Skráning á www.mimir.is Ekki er hægt að skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur. Verð: 35.000 kr. Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt Í miðborg Parísar er torg sem hét einu sinni Torg Loðvíks XV. Á miðju torginu stóð stytta af Loð-vík XV., konungi Frakka. En styttan fékk ekki að standa lengi. Árið 1789 hófst franska byltingin. Styttan af Loðvík var rifin niður. Í hennar stað var reist fallöxi á torginu sem fékk nýtt nafn: Byltingartorgið. Ríkjandi konungur var hálshöggvinn, skrifuð var stjórnarskrá og hugmyndir um lýðræði tóku að breiðast út. Sex árum fyrr, árið 1783 hófst eitt mesta eldgos Íslandssögunnar: Skaftáreldar. Hraunkvikan lagði tugi bæja í eyði og olli eitruð gjóskan mikilli mengun um allt land og gífurlegum búfjárdauða. Talið er að tíu þúsund manns, eða fimmtungur þjóðarinnar, hafi látið lífið. Það voru ekki aðeins skyndilegar óvinsældir konunga sem ollu frönsku byltingunni. Eitruð gjóska úr Skaftáreldum dreifðist um allt norðurhvel jarðar og olli í mörgum löndum kulda og uppskerubresti. Margir telja ástæður frönsku byltingarinnar hafa verið efnahagslegar; fólk krafðist betri lífskjara í kjölfar upp- skerubrests sem rekja mátti til eldgossins á Íslandi. Ekki þarf annað en að opna dagblað og það blasir við: Veröldin er garnhnykill; allt er samtvinnað. n Í vikunni vöruðu vísindamenn við veikingu haf- strauma sem f lytja hlýjan sjó norður á bóginn. „Það er ekkert eitt sem hefur jafnmikil áhrif á hita- far hér hjá okkur eins og meðalhitinn í sjónum, af því að við erum eyja úti í miðju Atlantshafi,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, en hringrás Golfstraumsins gerir Ísland byggilegt. n Samkvæmt fréttabréfi landlæknis jókst einmana- leiki hér á landi á síðasta ári. Af leiðingarnar eru margþættar en rannsóknir sýna að skortur á félagstengslum er jafnhættulegur heilsunni og reykingar. n Sandfok frá Saharaeyðimörkinni barst nýverið alla leið til Frakklands. Í ljós kom að sandkornin eru geislavirk. Rekja má geislarykið aftur til sjöunda áratugar síðustu aldar þegar Frakkar gerðu til- raunir með kjarnorkuvopn í eyðimörkinni. n Bóluefni gegn COVID-19 kláraðist fyrr en ætlað var í Laugardalshöll í vikunni. „Enginn er óhultur fyrr en allir eru óhultir,“ sagði Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar, og biðlaði til ríkra þjóða að tryggja fátækum ríkjum aðgengi að bóluefni. Á sama tíma rifust menn um það hvort þakka ætti einkafram- takinu eða ríkisframtakinu fyrir þróun COVID-19 bóluefnanna. Hagfræðingurinn Mariana Mazzuc- ato skammaði heiminn fyrir að hefja á stall frumkvöðulinn í eintölu og færði rök fyrir því að allar helstu tækni- og vísindaframfarir síðustu áratuga – Google, iPhone-inn, framfarir í læknis- og lyfjafræði – byggðu á afrakstri rannsókna sem fjármagnaðar hefðu verið með skattfé, rann- sóknir sem leiddu af sér internetið, GPS-tæknina, snertiskjáinn og örf löguna. Tíðarandinn og veruleikinn Enginn er eyland. Nema einn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisf lokksins, stendur keikur í aug- lýsingu fyrir f lokkinn ásamt tilvitnun: „Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn.“ Fréttir herma að heimurinn sé jafnvel enn tengdari en við héldum. Samkvæmt nýrri rannsókn doktors- nema í landafræði við Arizonaháskóla, ollu Skaftár- eldar hungursneyð meðal Inúíta í Alaska. Jörð skelfur og eldgos ógnar á ný. Frakkar fjar- lægðu styttuna af Loðvík XV. í kjölfar eldhræringa á Íslandi. En ekki einu sinni hamfarir fá haggað pólitískri hugmyndafræði Sjálfstæðisf lokksins. Vatnsgreiddir í teinóttu standa Sjálfstæðismenn staðfastir við sjónvarpsskerm og tilbiðja skurðgoð sitt frá níunda áratugnum, Gordon Gekko, óskilgetið af kvæmi Thatcher og Reagan, með Maxí popp í ann- arri og ÍsCola í hinni, ótengdir við strauma, stefnur, orsakir, af leiðingar, aðra menn og móður náttúru; sambandslausir við tíðarandann og veruleikann. Veröldin er garnhnykill 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.