Fréttablaðið - 06.03.2021, Page 48

Fréttablaðið - 06.03.2021, Page 48
kopavogur.is Kópavogsbær leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum mannauðsráðgjafa. Mannauðsráðgjafi starfar á velferðarsviði en situr einnig í teymi mannauðsráðgjafa á miðlægri mannauðsdeild. Vel- ferðarsvið skiptist í fjórar fagdeildir; þjónustudeild aldraðra, þjónustudeild fatlaðra, ráðgjafar- og íbúðadeild og barnavernd auk rekstrardeildar. Stöðugildi á velferðarsviði eru um 200 á 15 starfs- einingum. Mannauðsráðgjafi heyrir undir sviðsstjóra en mun hafa náið samstarf við mannauðsdeild á stjórnsýslusviði. Helstu verkefni og ábyrgð · Ráðgjöf við stjórnendur á sviði mannauðsmála allt frá ráðningum til starfsloka. · Framkvæmd mannauðsmála og stuðningur við stjórnendur, m.a. á sviði ráðninga, starfs- þróunar, þjálfunar og fræðslu og samskipta. · Þátttaka í undirbúningi, framkvæmd og úrvinnslu starfsánægjukannana og umbótaverkefnum. · Skýrslugerð um ýmsa mælikvarða er varða mannauðsmál. · Þátttaka í stefnumótun og innleiðingu mannauðstengdra verkefna í samvinnu við mannauðsdeild. · Þátttaka í innleiðingu breytinga á starfsemi sviðsins og eftirfylgni. Menntunar- og hæfniskröfur · Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála. · Að lágmarki þriggja ára reynsla af ráðgjöf í mannauðsmálum, s.s. ráðningum, fræðslumálum, uppbyggingu liðsheildar, starfsþróun og samskiptamálum. · Reynsla af þátttöku við innleiðingu mannauðstengdra verkefna. · Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, skipulagshæfileikar og lausnamiðuð hugsun við lausn verkefna. · Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður. · Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars n.k. Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Kópavogsbæjar undir auglýst störf. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs, adalsteinn@kopavogur.is Mannauðsráðgjafi velferðarsviðs Kópavogs Sérfræðingur í áhættueftirliti og gagnagreiningu Akta leitar að einstaklingi í teymið til að starfa sem sérfræðingur í gagnagreiningu og áhættueftirliti. Um er að ræða tækifæri til að vaxa í starfi hjá fjármálafyrirtæki í fremstu röð. Starfið er fjölbreytt og felur í sér samvinnu við öll svið Akta. Verkefni • Útreikningar í tengslum við áhættueftirlit • Gagnagreining og skýrslugerð • Uppfærsla á innri gögnum og skjölum • Aðstoð í sjálfvirknivæðingu og tækniþróun • Samvinna við stjórnendur og útvistunaraðila • Önnur tilfallandi verkefni Akta er öflugt fjármálafyrirtæki sem býður fjölbreytt úrval sjóða sem ávaxta fjármuni einstaklinga, fyrirtækja og fagfjárfesta. Þekking og reynsla • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Starfsreynsla af sambærilegum störfum er kostur • Þekking á gagnagrunnum og forritun er kostur • Frumkvæði, vinnusemi og sjálfstæði í vinnubrögðum Ef óskað er eftir nánari upplýsingum er unnt að senda póst á netfangið umsokn@akta.is. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur til mánudags 8. mars 2021. Hugsa stórt. Akta strax. Allar umsóknir skulu berast á netfangið umsokn@akta.is I akta.is Er verið að leita að þér? WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS Viðskiptavinir Ráðum fela ráðgjöfum okkar oft að finna starfsmenn án þess að auglýsa stöðuna og með stuttum fyrirvara. Skráðu þig í gagnagrunninn okkar til að tryggja að við finnum þig þegar rétta starfið býðst.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.