Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 35
Snæfellsbær er landstærsta sveitarfélagið
á Snæfellsnesi með um 1.700 íbúa.
Í Snæfellsbæ er vel tekið á móti nýjum
íbúum og þar má finna góða leik- og
grunnskóla auk öflugs félags- og íþróttalífs
fyrir börn sem fullorðna. Sjávarútvegur
er burðarstoð atvinnulífs í Snæfellsbæ
auk ferðaþjónustu enda Snæfellsjökull
miðdepill sveitarfélagsins og sést víða að.
Í Snæfellsbæ er boðið upp á vinnuaðstöðu
fyrir störf án staðsetningar.
Launakjör forstöðumanns tæknideildar
eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi
fagfélags og Launanefndar sveitarfélaga.
Launakjör leikskólastjóra eru samkvæmt
kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og KÍ. Ráðið verður í stöðurnar
frá og með 1. maí nk., eða eftir samkomulagi.
Snæfellsbær óskar eftir að ráða forstöðumann tæknideildar Snæfellsbæjar.
Forstöðumaður tæknideildar Snæfellsbæjar hefur yfirumsjón með skipulags- og
byggingarmálum og öllum verklegum framkvæmdum og viðhaldi á vegum sveitarfélagsins.
FORSTÖÐUMAÐUR TÆKNIDEILDAR
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Faglegur undirbúningur við mótun stefnu
sveitarfélagsins á sviði skipulags- og
byggingamála
• Tryggja að lögum um mannvirki nr. 160/2010,
skipulagslögum nr. 123/2010 og öðrum lögum
og reglugerðum varðandi byggingarmál í
sveitarfélaginu sé framfylgt
• Fjárhagsáætlunargerð og gerð
framkvæmdaáætlana
• Ábyrgð á stjórnun og starfsmannamálum
sviðsins ásamt rekstri stofnana sviðsins
• Umsjón með umhverfismálum, náttúruvernd,
fegrun bæjarins og umhirðu, opnum svæðum,
sorphirðu og sorpeyðingu, fráveitu og
vatnsveitu og starfsemi áhaldahúss
• Að vera skipulags- og byggingarnefndum,
bæjarstjóra og bæjarstjórn til ráðgjafar
• Undirbúningur funda sem tilheyra málaflokknum
og ábyrgð á eftirfylgni mála
• Ábyrgð á skráningu mannvirkja og staðfestingu
eignaskiptayfirlýsinga
• Umsjón og eftirlit með viðhaldi fasteigna í eigu
sveitarfélagsins og verklegum framkvæmdum
þeim tengdum
• Umsjón með gjaldtöku, skráningu, varðveislu
og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði skipulags- og
byggingarmála sbr. 8 gr. mannvirkjalaga nr.
160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
er skilyrði
• Þekking á lögum um mannvirki og á
skipulagslögum, ásamt byggingarreglugerð
er æskileg
• Reynsla af stjórnun er æskileg
• Þekking á starfsumhverfi opinberrar
stjórnsýslu er æskileg
• Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, framsýni og
skipulagshæfni
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum
samskiptum og þjónustulund
• Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti
á íslensku
• Góð almenn tölvukunnátta
Snæfellsbær óskar eftir að ráða leikskólastjóra við leikskóla Snæfellsbæjar. Leikskóli
Snæfellsbæjar er rekinn á tveimur starfsstöðvum, Kríubóli á Hellissandi og Krílakoti
í Ólafsvík. Markmið leikskóla Snæfellsbæjar er að veita börnum og fjölskyldum
í bæjarfélaginu heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur
velferð íbúa að leiðarljósi.
LEIKSKÓLASTJÓRI
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og/eða
menntunarfræða
• Stjórnunarreynsla og víðtæk þekking/reynsla af
leikskólastarfi
• Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt
viðmót
• Þekking á rekstri og opinberri stjórnsýslu er
kostur
• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi og
skýr framtíðarsýn
• Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum
kerfum
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í
skólastarfi
• Ábyrgð á að leikskólinn starfi samkvæmt
lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum
lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og
stefnu sveitarfélagsins
• Að stýra og bera ábyrgð á daglegum rekstri
og starfsemi leikskólans
• Að tryggja að rekstur leikskólans sé innan
ramma fjárhagsáætlunar
• Umsjón með ráðningum starfsfólks, gerð
ráðningarsamninga, vinnuskýrslna, skipulagi
vinnutíma og vinnutilhögun
• Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
leikskólastjóra
Umsóknarfrestur er til og með 23. mars 2021. Umsóknir ásamt ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á hagvangur.is.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is.
ATVINNUAUGLÝSINGAR 3L AU G A R DAG U R 6 . M A R S 2 0 2 1