Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 36
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar
fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og
gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg
verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum.
Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.
Mannauðsstjóri
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í starf mannauðsstjóra embættisins.
Um spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf er að ræða sem heyrir undir lögreglustjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Fagleg forysta í mannauðsmálum embættisins
• Þróun mannauðsstefnu og eftirfylgni hennar
• Þróun starfsumhverfis í anda stefnu embættisins
• Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk
• Umsjón, undirbúningur og eftirfylgni starfsmannasamtala
• Ábyrgð á helstu mannauðsferlum, gerð starfagreininga og starfslýsinga
• Yfirumsjón með ráðningum, móttaka nýs starfsfólks, þjálfun, starfsþróun og starfslokum
• Túlkun kjara- og stofnanasamninga, launasetning og yfirumsjón launavinnslu
• Samskipti við stéttarfélög, framkvæmd kjarasamninga, réttindamál og aðbúnaður
• Jafnlaunavottun og gæðamál á mannauðssviði
• Seta í yfirstjórn embættisins og þátttaka í stefnumótun
Hæfniskröfur
• Háskólagráða sem nýtist í starfi auk framhaldsmenntunar á sviði mannauðsstjórnunar eða
sambærilegrar menntunar
• Yfirgripsmikil þekking og reynsla af mannauðsmálum
• Þekking eða reynsla af opinberri stjórnsýslu og vinnurétti
• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
• Mjög góð þjónustulund, jákvætt og sveigjanlegt viðhorf
• Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Árangurs- og lausnamiðuð hugsun
• Þekking og reynsla af að leiða breytingar
• Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð
• Gott vald á íslensku og hæfni til að miðla upplýsingum í rituðu og töluðu máli
Þess er vænst að umsækjandi hafi reynslu af störfum þar sem reynt hefur á þessa eiginleika.
Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið, auk afrita af prófskírteinum.
Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins.
Vakin er athygli á því að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hlotið hefur fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt
það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu, sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf við fyrsta tækifæri eða eftir nánara samkomulagi.
Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum, sem settar eru samkvæmt heimild í 3. mgr. 7. gr.
laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 16.03.2021
Nánari upplýsingar veitir
Emma Ásudóttir Árnadóttir - emma@lrh.is - 444-1000
Eygló Huld Jónsdóttir - eyglo.huld@lrh.is - 444-1000
Sækja skal um stöðuna með rafrænum hætti á vef Starfatorgs, www.starfatorg.is.
Meðal verkefna velferðarsviðs eru almenn félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, húsnæðismál, málefni aldraðra, félagsleg
heimaþjónusta, málefni fatlaðs fólks og málefni barna og ungmenna, þar með talin vinnsla mála samkvæmt barnaverndarlögum.
Sviðsstjóri velferðarsviðs er ráðinn af bæjarstjórn og er bæjarstjóri hans yfirmaður. Sviðsstjóri er hluti af stjórnendateymi
bæjarins.
SVIÐSSTJÓRI VELFERÐARSVIÐS
KÓPAVOGSBÆR LEITAR AÐ LEIÐTOGA
Helstu verkefni
• Dagleg yfirstjórn og samhæfing þjónustu og starfskrafta
velferðarsviðs
• Ábyrgð á stjórnun og framkvæmd velferðarþjónustu í umboði
bæjarstjórnar og velferðarráðs
• Undirbúningur mála fyrir velferðarráð og ábyrgð og eftirfylgni með
ákvörðunum ráðsins
• Forysta við þróun og innleiðingu nýrra tækifæra og úrræða í
velferðarþjónustu, ásamt mati á árangri og eftirliti
• Ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlun ásamt annarri áætlanagerð fyrir
velferðarsvið
• Ábyrgð á rekstri og stjórnsýslu sviðsins, þ.m.t. fjármálum og
starfsmannamálum
• Samráð við félagasamtök og aðra hagsmunaaðila um velferðarmál
• Samstarf við opinbera aðila í velferðarmálum innanlands og utan
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf á meistarastigi sem nýtist í starfi
• Leiðtogahæfileikar og farsæl stjórnunarreynsla, ásamt reynslu af því
að leiða breytingar
• Þekking og reynsla af rekstri, þjónustustarfsemi og opinberri
stjórnsýslu
• Víðtæk þekking og reynsla af velferðarmálum
• Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu
• Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
• Framsýni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku, kunnátta í
norðurlandatungumáli kostur
Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2021. Nánari upplýsingar á hagvangur.is
Í stefnu Kópavogsbæjar segir að hlutverk sveitarfélagsins sé að tryggja lífsgæði íbúanna með góðri og fjölbreyttri þjónustu. Með það að
markmiði samþykkti bæjarstjórn nýverið breytingar á skipuriti bæjarins svo að rekstur og stjórnsýsla sveitarfélagsins verði enn skilvirkari.
Skipurit Kópavogs telur því fimm svið. Tvö stoðsvið; stjórnsýslusvið og fjármálasvið og þrjú fagsvið; menntasvið, velferðarsvið og
umhverfissvið.