Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 24
sýna fram á markaðsmisnotkun bankanna. Nokkrir hafi fengið hámarksdóm fyrir, sem eru sex ár. „Margir urðu reiðir vegna þess að fólk sem fékk tiltekin lán slapp við refsingu. En þegar málin voru rannsökuð ofan í kjölinn var ekkert saknæmt við það. Heldur var sá sem lánaði sakborningurinn.“ Flækjustigið var einnig áskorun og fékk teymið þau ráð frá Páli Hreinssyni lagaprófessor að hafa framsetninguna einfalda. Það gæti orðið flókið að skýra sum brot fyrir dómi. Meðal þess sem reyndi á var umboðssvikaákvæðið, sem fram að þessu hafði aðallega verið notað vegna smábrota, svo sem misnotk- unar á greiðslukortum. Eftir hrun- ið reyndi á umboð hvers og eins bankastjóra í víðtækum skilningi. Frændi í Síerra Leóne „Eftir bankahrunið var ég orðinn þreyttur á sál og líkama. Ég keyrði mig í kaf,“ segir Fjölnir og játar að hafa verið orðinn nokkuð kulnaður. „Ég bað því um árs leyfi til að skipta um gír og fara í nám erlendis.“ Hélt hann út til Amsterdam árið 2013 þar sem hann nam alþjóðlega þró- unarfræði og hluti af náminu var að gera rannsóknir á vettvangi. Hélt hann suður til Síerra Leóne á vesturströnd Afríku með Arndísi og yngstu dótturinni Valgerði. Dvöldu þau í borginni Kenema í austurhluta landsins hjá konu er heitir Henrietta og rekur lítinn stúlknaskóla fyrir ungar einstæðar mæður. Í gegnum Henriettu kynnt- ust þau Gateway-samtökunum sem aðstoða þessar stúlkur að mennta sig, koma undir sig fótunum og berj- ast fyrir ýmsum réttindum svo sem banni við umskurði. Samfara rannsókninni fóru Fjöln- ir og fjölskylda hans að taka meiri þátt í starfi Gateway-samtakanna og safna peningum. Gefa þau enn þá reglulega til samtakanna og árið 2018 fóru þau Arndís aftur út með peninga og fatasendingu frá Íslandi. En Fjölnir segir starf ið ekki aðeins snúast um gjafir, heldur að kenna stúlkunum að standa á eigin fótum. Svo sem að útvega efni og kenna þeim að sauma. Það sama gildi um baráttuna gegn umskurði og vitnar Fjölnir í Henriettu. „Það getur enginn komið á banni við umskurði nema heimakonur. En þær þurfa stuðning til að standa á eigin fótum,“ segir hann. Fjölnir segir aðstæðurnar í Síerra Leóne mjög frumstæðar miðað við það sem við eigum að venjast, enda mikið gengið á. Í rúman áratug geisaði þar blóðug borgarastyrjöld og síðar mannskæð ebólusótt. Mun- urinn á höfuðborginni Freetown og sveitunum sé einnig talsverður. „Spillingin er rótgróin og alltaf er verið að reyna að fá mann til að borga. Vopnaðir lögreglumenn eða verðir stöðva fólk á miðjum þjóð- vegi og spyrja það spjörunum úr,“ segir Fjölnir og segir það hafa verið talsvert menningarsjokk að koma þangað í fyrsta skiptið. „Þarna sá ég fyrst menn gangandi um með vél- byssur, jafnvel inni í búðum. Það er augljóslega ennþá mikil spenna í landinu þrátt fyrir að stríðinu hafi lokið fyrir meira en fimmtán árum.“ Hann segir menninguna afar karllæga, sem meðal annars sýni sig í hversu margar ungar konur verða einstæðar mæður því karlarnir yfir- gefa þær. Þá þurftu þau hjónin að passa sérstaklega upp á dóttur sína, sem var þá á unglingsaldri, því hún varð fyrir miklu áreiti. Þó að Gateway-samtökin séu ekki stór, og sveiflist með hversu vel Hen- riettu gengur, sáu Fjölnir og fjöl- skylda hans þó nokkurn afrakstur af starfinu. Það eru stúlkur sem hafa menntað sig og hafið störf sem saumakonur. Ákváðu þau að taka dóttur eins skjólstæðings Henriettu, Jenebu Kallon sem bjó með þeim í Kenema og aðstoðaði, undir sinn verndarvæng og styðja til náms. Er hún sjö ára í dag. „Það mynduðust mörg persónuleg tengsl milli okkar og fólksins í Síerra Leóne,“ segir Fjölnir og að sumir hafi kallað hann frænda, sem þýddi að hann væri orðinn hluti af fjöl- skyldunni. Eymd hinna lifandi erfiðust Eftir dvölina í Afríku og Hollandi sneri Fjölnir aftur til héraðssak- sóknara og starfar nú hjá lögregl- unni í Rangárvallasýslu. En hann kúplaði sig út úr rannsóknarvinnu. „Þetta er gefandi starf, að tala við fólk og hjálpa þeim sem eru í neyð,“ segir hann. „Ég vil vera þar sem ég get gert gagn og geri miklar kröfur til sjálfs mín.“ En erfiðleikar og álag fylgja starf- inu líka. Fjölnir segist vera ágætlega brynjaður fyrir því að sjá dáið fólk. Eitt sumarið í Rangárvallasýslunni urðu til að mynda þrjú f lugslys. „Þegar ég var að vinna á bakvöktum hjá Lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu og það kom símtal um miðja nótt vissi ég að sennilega var einhver dáinn,“ segir hann. Eymd hinna lifandi situr hins vegar meira í honum en að sjá fólk sem er farið. „Um daginn var ég að tala í síma við manneskju sem leið mjög illa. Ég bað hana að koma niður á stöð og tala við okkur en klukkutíma síðar fáum við útkall þar sem hún hafði reynt sjálfsvíg,“ segir hann. „Á svona stundum spyr ég mig hvort ég hefði getað gert eitt- hvað meira. Kannski farið rakleitt til hennar.“ Börnin treysti lögreglunni Víkur samtalinu aftur að mannfæð lögreglunnar. Rúmlega 700 lög- reglumenn séu starfandi í landinu Yfirburðakosning Fjölnis til formanns Landssambandsins er talin bera merki um kraumandi óánægju lögreglumanna með kjör sín og aðstöðu. Í Síerra Leóne hjálpa Fjölnir og fjölskylda hans heimakonum að mennta sig og koma undir sig fótunum. Aðstæður þar eru mjög erfiðar eftir langvinna borgara- styrjöld og mannskæðan ebólufaraldur. Samfélagið er mjög karllægt og margar ungar konur verða ein- stæðar mæður. MYND/AÐSEND Fjölnir, Arndís og Valgerður með heimamönnum í Síerra Leóne árið 2013. og þörf á alla vega 200 til viðbótar. En þeir 40 nýútskrifuðu lögreglu- menn sem koma inn á hverju ári rétt ná að dekka þá sem hætta störfum. Sumir menntaðir lögreglumenn starfi við allt annað. Fjölnir segir lögreglumennina sjálfa vel starfi sínu vaxna, en þeir séu of fáir og hafi of lítinn tíma til að sinna verkefnum. Sýnileiki lög- reglunnar skipti miklu máli, að fólk sjái lögreglumenn í fullum skrúða og fái tækifæri til þess að tala við þá. Og ekki aðeins þegar eitthvað slæmt kemur fyrir. „Það er tölu- verð löggæsla fólgin í því að vinka börnum,“ segir hann og brosir. „Það er mikilvægt að krakkarnir treysti lögreglunni alveg frá byrjun.“ Í kjöri til formanns Landssam- bandsins í janúar sigraði Fjölnir sitj- andi formann til rúmlega áratugar með um 75 prósentum atkvæða á móti 25. Fjölnir segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram allt frá árinu 2012 en hummað það fram af sér og einbeitt sér að fram- boðum fyrir Vinstri græn. Fjölnir jánkar því að kjör hans beri vott um uppsafnaða óánægju meðal lögreglumanna. „Lögreglu- menn gera ágætis kjarasamninga en það eru aðeins tæplega 60 prósent sem samþykkja þá. Það hefur verið kraumandi ólga innan lögreglunnar nokkuð lengi núna,“ segir hann. Lögreglumenn hafa ekki verk- fallsrétt en þeir hafa sýnt fram á óánægju sína með því að þramma í kröfugöngum og hringja sig inn veika í stórum stíl. Ýmis óánægju- mál hafa komið upp á undan- förnum árum, svo sem hvað varðar búninga, bifreiðar, vaktafyrirkomu- lag og fleira. Fjölnir segir að launin mættu einnig vera betri og að stytt- ing vinnuvikunnar komi ekki endi- lega nógu vel út fyrir stéttina. „Launin eru enn of mikið byggð á álagi á meðan grunnlaunin sitja eftir. Það er vegna þess að hér áður fyrr voru lögreglumenn aðeins karlar sem vildu vinna 200 yfir- vinnutíma í mánuði á meðan kon- urnar sáu um heimilið. Umhverfið er gjörbreytt í dag,“ segir Fjölnir. „Ég vantreysti fjármálaráðuneyt- inu til að sjá um styttinguna, því það er aðeins búið að taka frá þrjá milljarða í hana á meðan þörfin er tugir milljarða.“ Nefnir hann sem dæmi Lögregl- una á Suðurlandi sem sé lítið lög- regluembætti en þurfi 200 til 250 milljónir til að stytta vinnuvikuna. Vopn og neysluskammtar „Ég hef ekki hitt neinn lögreglu- mann sem hefur þrýst á aukinn vopnaburð,“ segir Fjölnir spurður um umræðuna eftir hið voveiflega morð í Rauðagerði. Bendir hann á að lögreglan sé nú þegar þjálfuð í vopnaburði og hafi vopn í bílum. Sérsveitin sjái um sérstakar aðstæð- ur, sem eru þó allnokkur útköll. „Það kemur aldrei til að lögreglan á Íslandi myndi beita skotvopni að fyrra bragði,“ segir Fjölnir og bendir á að lögreglan hafi einu sinni beitt skotvopni gegn manni, í Árbæjar- hverfinu árið 2013, eftir að byssu- maður hafði skotið bæði í hjálm og skjöld lögreglumanns. Vopnaburð- ur lögreglu snúist fyrst og fremst um ógnarjafnvægi. „Ef lögregla færi að bera skot- vopn á búningum sínum værum við að breyta þjóðfélaginu. Lög- gæsla á Íslandi snýst um að tala við fólk og fá það til að koma með frið- sömum hætti og að fólk geti nálgast lögreglumenn til að ræða við þá,“ segir Fjölnir. „Ef ég væri með byssu á mjöðminni mætti enginn koma nálægt mér.“ Annað deiglumál er afglæpa- væðing neysluskammta en fyrir þinginu liggur frumvarp um það. Fjölnir segist hafa efasemdir um málið, meðal annars með tilliti til skilgreiningar. Neysluskammtur sé ekki jafn stór hjá 18 ára einstakl- ingi og 40 ára sem hafi verið lengi í neyslu. Erfitt sé einnig að álykta hvenær einhver sé orðinn sjúkl- ingur vegna neyslu og á hvaða stigi þetta sé orðið heilbrigðisvandamál. „Ég hef skilning á að við komum upp öruggum neyslurýmum og bíl Frú Ragnheiðar fyrir fólk sem er djúpt sokkið. Ég er fylgjandi félags- legum úrræðum,“ segir hann. „En ég efast um að við getum sagt að allir megi sökkva djúpt í fíkniefnaneyslu og við ætlum ekki að hafa nein verk- færi til að stoppa fólk fyrr.“ Þá verði að huga að því að af- glæpavæðingin spyrjist út og hing- að komi fólk frá öðrum löndum beinlínis til þess að neyta fíkniefna. Þar sem fíkniefni hafi verið leyfð hafi stórfyrirtæki hafið framleiðslu og tekið yfir markaðinn. „Það liggur falleg hugsun að baki afglæpavæðingunni en staðreyndin er sú að við erum ekki alltaf að refsa fólki sem er djúpt sokkið í neyslu,“ segir Fjölnir. „Miðlæga rannsóknar- deildin einbeitir sér fyrst og fremst að þeim sem standa í ínnflutningi.“ ÉG BAÐ HANA AÐ KOMA NIÐUR Á STÖÐ OG TALA VIÐ OKKUR EN KLUKKU TÍMA SÍÐAR FÁUM VIÐ ÚT- KALL ÞAR SEM HÚN HAFÐI REYNT SJÁLFSVÍG. ↣ 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.