Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 27
ULL SEM FELLUR TIL Í FRAMLEIÐSLU ER AF SAMA MEIÐI OG MATARSÓUN SEM VERÐUR Í VIRÐISKEÐJU MATVÆLA. lausnum. Við eigum að búa til vandaða hluti sem kosta meira og ætla hlutunum í kringum okkur að endast lengur. Við sköpum lausnir sem eru búnar til úr efnum sem náttúran skaffar okkur og eru hluti af keðjunni sem hefur verið ríkjandi síðustu aldir. Listrænt gildi og náttúruleg efni Bryndís segist leggja áherslu á að bjóða hönnun sem hefur listrænt gildi og er unnin úr náttúrulegu efni. „Svo heppilega vill til að ullin hefur veitt mér það f læði skapandi hugsunar og vellíðunar sem ég vona að endurspeglist í því sem ég er að búa til. Ullin býður líka upp á hlý­ leika sem plast á til dæmis erfitt með að ná.“ Earth Matters textíllinn er að sögn Bryndísar afsprengi listrænn­ ar sköpunar sem og umhverfis­ vitundar og sjálf bærnimarkmiða. „Til ársins 2019 var ég í samstarfi við gott fólk fyrir austan sem sá um framleiðsluna á ullarefnunum: Frú Laugu á Seyðisfirði, sem Þórdís Bergs veitti forstöðu, og Hallgrím Jónsson á Höfn. Þau eiga mikið hrós skilið, en slíkt samstarf og þekk­ ingarbræðingur opnar nýjar víddir. Eftir að við tókum við vélunum árið 2019 og færðum starfsemina nær gat ég betur leitað skapandi leiða til að betrumbæta enn frekar nýtinguna með notkun á ull sem annars hefði verið sóað.“ Endurnýta ullina Bryndís sótti innblástur að endur­ nýtingu ullarinnar í ferðalög um landið sem hún svo kynnti fyrir dreifingaraðilum sínum á Stokk­ hólms­messunni fyrir ári. „Viðbrögðin voru vægast sagt góð, en svo kom COVID sem eftir á að hyggja gerði það að að verkum að við höfum náð að byggja upp meiri þekkingu á þessum tíma. Kula by Bryndis er því að byggja upp skap­ andi vinnustað fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á að koma að nýsköpun og vinna með hráefni sem er sérís­ lenskt,“ segir Bryndís ákveðin. Earth Matters textíllinn sem að hluta til er unninn úr ull sem hafði farið til spillis er notaður í Kúlu, Land og Línu og segir Bryndís að þannig náist aukin vídd og f læði í framsetninguna. „Ull sem fellur til í framleiðslu er af sama meiði og matarsóun sem verður í virðiskeðju matvæla. Í okkar framleiðslu höfum við fundið skapandi leið til að minnka sóunina, en búa um leið til verk sem við telj­ um einstök og við erum mjög stolt af. Áherslan hefur verið á að draga úr okkar sóun en við höfum líka verið í samstarfi við aðra um að draga úr henni á víðari skala með nýtingu hennar í okkar framleiðslu.“ Útrásin minnir á utanvegahlaup Aðspurð hvernig gangi að koma vörunni á framfæri erlendis svarar Bryndís að þar sé um langhlaup að ræða. „Eða kannski meira eins og ein­ hver lýsti utanvegahlaupi fyrir mér. Tilgangur hlaupsins er að vera lengi að, villast svolítið um, finna til en gleðjast um leið yfir hverju skrefi og þeirri staðreynd að maður ein­ faldlega hafi getuna til að standa í þessu. Þetta er sem sagt mjög áhugavert og spennandi verkefni sem snýst um að koma eigin hug­ viti á heimskortið,“ segir Bryndís, en Earth Matters textíllinn er að hluta til unninn úr ull sem ann- ars hefði verið sóað. MYND/AÐSEND hún er með umboðsmenn í þremur heimsálfum. „Þeir eru meðal annars í Bandaríkjunum, en líka á stöðum eins og Singapúr, Sviss, Danmörku, Finnlandi og Hollandi. Þá erum við loks að byrja í Þýskalandi. Það er alltaf gaman að sjá þegar sköpun manns fær notið sín á fal­ legan máta í fallegu umhverfi. Nýlega höfum við þannig unnið verk fyrir skrifstofur lyfjaframleið­ andans Roche í gegnum Kinnarps í Danmörku, fundar­ og veitingaað­ stöðu á efstu hæð Van Nelle Fac­ tory í Rotterdam sem er á Heims­ minjaskrá UNESCO og í miðrými milli hæða nýlegrar byggingar Reha Rheinfelden sem hefur rekið endur­ hæfingarstöð í Sviss í 125 ár.“ Afsláttur í dag Nýr stafrænn Tækifærisbæklingur er kominn út á heimasíðu okkar. Hann er fullur af gæða heimilistækjum frá Siemens og Bosch á sérstöku Tækifærisverði sem gildir í mars eða á meðan birgðir endast. Í dag, laugardaginn 6. mars er afsláttur af öllum vörum í vefverslun okkar sem eru ekki nú þegar á tilboði. Afsláttarkóðinn: 2021. 6. mars 20% afsláttur Afsláttarkóði: 2021 Sami afsláttur er veittur í verslun okkar Nóatúni 4, opin frá kl. 11-16. Vegna samkomutakmarkana hvetjum við ykkur til að nota vefverslun okkar. Þar gilda afsláttarkjör í sólarhring (frá kl. 24 aðfaranótt laugardags). Skoðaðu nýja Tækifærisbæklinginn okkar á sminor.is! Tæki fæ ri Fjöldi glæs ilegra tæk ja á sérstöku T ækifærisv erði. Gildir í mar s 2021 eða á meðan birg ðir endast . H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27L A U G A R D A G U R 6 . M A R S 2 0 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.