Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 4
SKIPULAGSMÁL „Að mati HR ætti hafnsækin starfsemi og þá sérstak­ lega starfsemi fyrir börn og ungl­ inga ekki að vera staðsett í nágrenni skólpdælustöðvar,“ segir í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um þá hugmynd frá skipulagsfulltrúa borgarinnar að aðstaða fyrir sigl­ ingaklúbb barna og unglinga verði við skólpdælustöð í Skeljanesi Breytingar standa fyrir dyrum í Fossvogi og Skerjafirði, meðal ann­ ars smíði brúar yfir í Kársnes og nýtt íbúðahverfi vestan við braut­ arenda Reykjavíkurf lugvallar og austan við byggðina í Skerjafirði. Til skoðunar er að flytja siglingaklúbb barna og unglinga úr Nauthólsvík að skólpdælustöðinni við Skeljanes. „Þegar ráðist var í hreinsun strandlengjunnar í Reykjavík og tekin ákvörðun um að koma upp baðstað í Nauthólsvík, var dælu­ stöð fyrir skólp fundinn staður við Skeljanes, til að tryggja að hætta á skólpmengun á baðstaðnum og aðstöðu fyrir siglingaklúbb fyrir börn og unglinga væri í lágmarki,“ rifjar heilbrigðiseftirlitið upp. Dælustöðin sé ekki með yfirfalls­ útrás til að minnka líkur á skólp­ mengun, heldur aðeins neyðarlúgu sem opnast beint í fjöruborðið. „Á álagstímum svo sem vegna mik­ illar úrkomu við viðhald og ef bilun verður, rennur því óhreinsað skólp beint í sjóinn við hlið stöðvarinnar. Það magn sem losnar er 1.750 lítrar á sekúndu.“ Samkvæmt reglum skuli fjöldi hitaþolinna kólíbaktería eða saur­ kokka í að minnsta kosti 90 pró­ sentum tilfella vera undir 100 per 100 millilítra við útivistarsvæði og fjörur. „Ef óhreinsað skólp er losað í fjöruborð geta gerlatölur hlaupið á hundruðum þúsunda, jafnvel meira, og tugþúsundum þegar þynning eykst,“ segir í umsögninni. Siglingaklúbburinn ætti ekki að vera við skólpdælustöðina. „Aðstaðan yrði staðsett innan varnargarðs við hlið núverandi dælustöðvar,“ bendir heilbrigðis­ eftirlitið á. Ný dælustöð sé teiknuð úti á varnargarðinum og athafna­ svæði siglingaklúbbsins yrði því á áhrifasvæði dælustöðva. Ef neyðar­ lúga opnist verði gerlamengun í umhverfinu langt yfir leyfilegum mörkum. „Ef álag verður of mikið eða bilun verður, getur neyðarlúga opnast án fyrirvara og gerlamengun borist á það svæði sem börn og ungmenni eru að stunda siglingar á. Í skólpi eru auk saurkóligerla og entero­ kokka fjöldi sjúkdómsvaldandi örvera, meðal annars ýmsar veirur, svo sem COVID­19. Heilbrigðiseftir­ lit Reykjavíkur leggst því gegn því að siglingaklúbbur fyrir börn verði staðsettur á þessum stað,“ segir heil­ brigðiseftirlitið. Í tillögu skipulagsfulltrúa er einnig gert ráð fyrir smábátahöfn neðan við nýja byggð í Skerjafirði, nokkru innan við skólpdælustöð­ ina. Segist heilbrigðiseftirlitið ítreka að slík starfsemi ætti ekki að vera í nágrenni skólpdælustöðvar. „Umferð smábáta yrði um svæði sem hætta væri á gerlamengun ef neyðarlúga opnast. HER telur ekki æskilegt að beina útivist í formi siglingar inn á áhrifasvæði skólp­ dælustöðvarinnar og telur að slíkri aðstöðu ætti að finna stað í meiri fjarlægð.“ gar@frettabladid.is Ef álag verður of mikið eða bilun verður getur neyðarlúga opnast án fyrirvara og gerla mengun borist á það svæði sem börn og ungmenni eru að stunda siglingar á. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur 600 íbúðir flokkaðar sem sértæk úrræði koma inn á markaðinn í ár. TÖLUR VIKUNNAR 28.02.2021 TIL 06.03.2021 24% fólks 18 til 25 ára segjast finna til einmanaleika. 13 hættulegar vörur tilkynnti Ísland til ESB á síðasta ári. 131 milljarður er umfram eigið fé stóru viðskiptabankanna. 90 prósent íslenskrar tónlistarsölu eru í gegnum Spotify. Þóra Jónsdóttir formaður Hæglætishreyfingar- innar á Íslandi segir að í grunninn snúist áhersla hreyfingarinnar um að taka sér tíma í það sem verið er gera. Þóra segir hæglæti snúa að því að vera með athygli á núlíðandi stund. „Að heyra og hlusta, að anda og njóta, að velja meðvitað að takmarka streitu, draga úr neyslu, taka sér minna fyrir hendur og gera færri hluti í einu,“ segir hún. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðf lokksins vill vita hvort lög­ reglunemar skili sér til lögreglu­ embættanna. „Það hefur verið talað um að konur hætti frekar í lögreglunni. Að þær fari í lögregluna í eitt eða tvö ár en haldi svo í önnur störf, sérstaklega á þeim tíma þegar atvinnuleysi var ekki hátt,“ segir Karl Gauti, sem sjálfur var skóla­ stjóri Lögregluskólans árin 2014 til 2017, áður en náminu var breytt og það flutt til Háskólans á Akureyri. Hrafn Hrafnar silfurhrafn var að spóka sig í Mosfellsbæ nýlega þar sem Halldór Pétur Halldórsson áhugaljósmynd­ ari náði af honum mynd. Kristinn Haukur Skarp­ héðinsson dýravistfræðingur segir vanta litarefni í hrafna sem svona eru á litinn. Þeir séu oft móbrúnir, gráleitir eða silfraðir. Svona fuglar sjáist árlega en séu samt mjög sjaldgæfir. Þrjú í fréttum Formaður, þingmaður og hrafn Andvíg siglingaklúbbi barna við skólpdælustöð í Skeljanesi Heilbrigðiseftirlitið mælir gegn tillögu skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um aðstöðu fyrir siglingaklúbb fyrir börn við skólpdælustöð í Skerjafirði. Dælustöðin sé ekki með yfirfallsrás heldur aðeins neyðarlúgu sem hleypa myndi út gríðarlegu magni af skólpi sem meðal annars gæti borið með sér veirur eins og COVID-19. Uppdráttur að fyrirhugðum siglingaklúbbi barna og unglinga við skólpdælustöðina í Skeljanesi í Skerjafirði. Varnargarður Skólpdælustöð Ný Skerjafjarðarbyggð Landfylling Ný Skólpdælustöð Siglingaklúbbur barna og unglinga jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 35” BREYTTUR 33” BREYTTUR ÓBREYTTUR JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK – VERÐ FRÁ: 11.690.000 KR. • 3.0 V6 250 HÖ. DÍSEL, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • 570 NM TOG • HÁTT OG LÁGT DRIF • RAFDRIFIN LÆSING Í AFTURDRIFI • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN • HLÍFÐARPLÖTUR UNDIR VÉL, KÖSSUM OG SKIPTINGU • BI-XENON LED FRAMLJÓS MEÐ ÞVOTTAKERFI • RAFDRIFIN OPNUN Á AFTURHLERA ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP® GRAND CHEROKEE BREYTTIR OG ÓBREYTTIR • ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ • FJARLÆGÐASKYNJARAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • BLINDHORNSVÖRN ALLAR BREYTINGAR UNNAR AF BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.