Fréttablaðið - 06.03.2021, Page 4

Fréttablaðið - 06.03.2021, Page 4
SKIPULAGSMÁL „Að mati HR ætti hafnsækin starfsemi og þá sérstak­ lega starfsemi fyrir börn og ungl­ inga ekki að vera staðsett í nágrenni skólpdælustöðvar,“ segir í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um þá hugmynd frá skipulagsfulltrúa borgarinnar að aðstaða fyrir sigl­ ingaklúbb barna og unglinga verði við skólpdælustöð í Skeljanesi Breytingar standa fyrir dyrum í Fossvogi og Skerjafirði, meðal ann­ ars smíði brúar yfir í Kársnes og nýtt íbúðahverfi vestan við braut­ arenda Reykjavíkurf lugvallar og austan við byggðina í Skerjafirði. Til skoðunar er að flytja siglingaklúbb barna og unglinga úr Nauthólsvík að skólpdælustöðinni við Skeljanes. „Þegar ráðist var í hreinsun strandlengjunnar í Reykjavík og tekin ákvörðun um að koma upp baðstað í Nauthólsvík, var dælu­ stöð fyrir skólp fundinn staður við Skeljanes, til að tryggja að hætta á skólpmengun á baðstaðnum og aðstöðu fyrir siglingaklúbb fyrir börn og unglinga væri í lágmarki,“ rifjar heilbrigðiseftirlitið upp. Dælustöðin sé ekki með yfirfalls­ útrás til að minnka líkur á skólp­ mengun, heldur aðeins neyðarlúgu sem opnast beint í fjöruborðið. „Á álagstímum svo sem vegna mik­ illar úrkomu við viðhald og ef bilun verður, rennur því óhreinsað skólp beint í sjóinn við hlið stöðvarinnar. Það magn sem losnar er 1.750 lítrar á sekúndu.“ Samkvæmt reglum skuli fjöldi hitaþolinna kólíbaktería eða saur­ kokka í að minnsta kosti 90 pró­ sentum tilfella vera undir 100 per 100 millilítra við útivistarsvæði og fjörur. „Ef óhreinsað skólp er losað í fjöruborð geta gerlatölur hlaupið á hundruðum þúsunda, jafnvel meira, og tugþúsundum þegar þynning eykst,“ segir í umsögninni. Siglingaklúbburinn ætti ekki að vera við skólpdælustöðina. „Aðstaðan yrði staðsett innan varnargarðs við hlið núverandi dælustöðvar,“ bendir heilbrigðis­ eftirlitið á. Ný dælustöð sé teiknuð úti á varnargarðinum og athafna­ svæði siglingaklúbbsins yrði því á áhrifasvæði dælustöðva. Ef neyðar­ lúga opnist verði gerlamengun í umhverfinu langt yfir leyfilegum mörkum. „Ef álag verður of mikið eða bilun verður, getur neyðarlúga opnast án fyrirvara og gerlamengun borist á það svæði sem börn og ungmenni eru að stunda siglingar á. Í skólpi eru auk saurkóligerla og entero­ kokka fjöldi sjúkdómsvaldandi örvera, meðal annars ýmsar veirur, svo sem COVID­19. Heilbrigðiseftir­ lit Reykjavíkur leggst því gegn því að siglingaklúbbur fyrir börn verði staðsettur á þessum stað,“ segir heil­ brigðiseftirlitið. Í tillögu skipulagsfulltrúa er einnig gert ráð fyrir smábátahöfn neðan við nýja byggð í Skerjafirði, nokkru innan við skólpdælustöð­ ina. Segist heilbrigðiseftirlitið ítreka að slík starfsemi ætti ekki að vera í nágrenni skólpdælustöðvar. „Umferð smábáta yrði um svæði sem hætta væri á gerlamengun ef neyðarlúga opnast. HER telur ekki æskilegt að beina útivist í formi siglingar inn á áhrifasvæði skólp­ dælustöðvarinnar og telur að slíkri aðstöðu ætti að finna stað í meiri fjarlægð.“ gar@frettabladid.is Ef álag verður of mikið eða bilun verður getur neyðarlúga opnast án fyrirvara og gerla mengun borist á það svæði sem börn og ungmenni eru að stunda siglingar á. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur 600 íbúðir flokkaðar sem sértæk úrræði koma inn á markaðinn í ár. TÖLUR VIKUNNAR 28.02.2021 TIL 06.03.2021 24% fólks 18 til 25 ára segjast finna til einmanaleika. 13 hættulegar vörur tilkynnti Ísland til ESB á síðasta ári. 131 milljarður er umfram eigið fé stóru viðskiptabankanna. 90 prósent íslenskrar tónlistarsölu eru í gegnum Spotify. Þóra Jónsdóttir formaður Hæglætishreyfingar- innar á Íslandi segir að í grunninn snúist áhersla hreyfingarinnar um að taka sér tíma í það sem verið er gera. Þóra segir hæglæti snúa að því að vera með athygli á núlíðandi stund. „Að heyra og hlusta, að anda og njóta, að velja meðvitað að takmarka streitu, draga úr neyslu, taka sér minna fyrir hendur og gera færri hluti í einu,“ segir hún. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðf lokksins vill vita hvort lög­ reglunemar skili sér til lögreglu­ embættanna. „Það hefur verið talað um að konur hætti frekar í lögreglunni. Að þær fari í lögregluna í eitt eða tvö ár en haldi svo í önnur störf, sérstaklega á þeim tíma þegar atvinnuleysi var ekki hátt,“ segir Karl Gauti, sem sjálfur var skóla­ stjóri Lögregluskólans árin 2014 til 2017, áður en náminu var breytt og það flutt til Háskólans á Akureyri. Hrafn Hrafnar silfurhrafn var að spóka sig í Mosfellsbæ nýlega þar sem Halldór Pétur Halldórsson áhugaljósmynd­ ari náði af honum mynd. Kristinn Haukur Skarp­ héðinsson dýravistfræðingur segir vanta litarefni í hrafna sem svona eru á litinn. Þeir séu oft móbrúnir, gráleitir eða silfraðir. Svona fuglar sjáist árlega en séu samt mjög sjaldgæfir. Þrjú í fréttum Formaður, þingmaður og hrafn Andvíg siglingaklúbbi barna við skólpdælustöð í Skeljanesi Heilbrigðiseftirlitið mælir gegn tillögu skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um aðstöðu fyrir siglingaklúbb fyrir börn við skólpdælustöð í Skerjafirði. Dælustöðin sé ekki með yfirfallsrás heldur aðeins neyðarlúgu sem hleypa myndi út gríðarlegu magni af skólpi sem meðal annars gæti borið með sér veirur eins og COVID-19. Uppdráttur að fyrirhugðum siglingaklúbbi barna og unglinga við skólpdælustöðina í Skeljanesi í Skerjafirði. Varnargarður Skólpdælustöð Ný Skerjafjarðarbyggð Landfylling Ný Skólpdælustöð Siglingaklúbbur barna og unglinga jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 35” BREYTTUR 33” BREYTTUR ÓBREYTTUR JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK – VERÐ FRÁ: 11.690.000 KR. • 3.0 V6 250 HÖ. DÍSEL, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • 570 NM TOG • HÁTT OG LÁGT DRIF • RAFDRIFIN LÆSING Í AFTURDRIFI • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN • HLÍFÐARPLÖTUR UNDIR VÉL, KÖSSUM OG SKIPTINGU • BI-XENON LED FRAMLJÓS MEÐ ÞVOTTAKERFI • RAFDRIFIN OPNUN Á AFTURHLERA ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP® GRAND CHEROKEE BREYTTIR OG ÓBREYTTIR • ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ • FJARLÆGÐASKYNJARAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • BLINDHORNSVÖRN ALLAR BREYTINGAR UNNAR AF BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.