Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 64
Út fyrir kassann Sigmundur Ernir Rúnarsson Höfundur er sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sem rekin er af Torgi, sem jafn- framt gefur út Fréttablaðið. Upplýsingaumsátrið SVO AÐ SEGJA ALLT Í UM- HVERFI OKKAR ER TIL ÞESS GERT AÐ RÆNA ATHYGLI OKKAR. Ein stærsta áskorun manneskjunnar á tímum upplýsinga-ofgnóttarinnar er að gera eitt í einu.Eitt í einu. Ekki tvennt, þrennt eða allt í einu. Heldur eitt. Bara eitt. Og geta það. Halda sig við það. Halda það út. Og til þess að það megi takast – að gefa sér tíma í þetta eina og ekkert annað – þarf svo að segja ómælda einbeitni sem sannarlega er ekki sjálfgefin í þeirri samfélagsmiðlamóðu sem umlykur mannlífið nú á dögum.  Svo að segja allt í umhverfi okkar er til þess gert að ræna athygli okkar enda hefur áreitni og útsjónar- semi auglýsingaherdeildanna og þá ekki síður samskiptavef- javarganna aldrei verið ákafari og ofsafyllri en einmitt í því tröllum týnda núi sem allir vilja eiga með okkur. Við erum umkringd upp- lýsingum og umfjöllunum af öllu tagi og eigum ekki lengur nokkra undankomuleið – og sjáumst æ oftar, samanhnipruð, í umsátri allra þessara tilkynningahríð- skota sem ýmist er plaffað á okkur úr launsátri eða af berangri. Altso, það er ekki lengur hægt að ganga fram hjá nærfatabúð án þess að vera minntur á það nokkru síðar að mann vanti nýjar brækur. Maður er vaktaður af himnum ofan. Allt sem maður gerir er gróðavon. Allt sem maður segir er söluvænt. Og það er óðara notað til að erta mann og ásækja. Við erum hvergi hult. Við erum í gíslingu orðabunu- boðanna. Og dagskipunin er aðeins ein. Það þarf að nást í okkur, alltaf og alls staðar. Ínáanleik- inn er ofar öllu öðru.  Þetta var ekki svona. Að a f lok nu m g r aut nu m á kvöldin átti afi það stundum til að slökkva á útvarpinu inni í stofu, en þá hafði sú gamla tekið fram ullar- garnið til að hnýta saman sokka- plöggin á okkur krakkana. Ekkert þótti honum værðarlegra en að hlusta á lágvært hljóðfall prjón- anna í fimum fingrum frúarinnar, en hrynjandin sú arna var sérlega sefjandi, að hans eigin sögn. Þá sat hann svo eirinn og spakur í hús- bóndastólnum sínum að ekkert fékk truf lað tíma hans. Og þannig leið kvöldið. Í pískri prjónanna. Eftir að amma dó, upp úr 1970, var haft á orði við karlinn hvort hann ætti ekki að fá sér sjón- varp í stofuna. Hann hélt nú ekki. Útvarpið nægði honum fyllilega. Það þyrfti heldur ekki að sýna honum það sem búið væri að segja honum. Þar við sat. Og enn man ég hann, ekkilinn sjálfan, í stólnum sínum, með hálf lokuð augun á kvöldin eftir að útvarpsfréttunum lauk, að hlusta eftir hljóðlátum smellum prjón- anna, fyllilega sáttum manninum, að gera það eitt, ekkert annað.  Ekki eru liðin mörg misseri frá því að góðvinur minn sagði mér frá því að núorðið reyndu þau hjónin að fara alein út að borða. Ég hváði auðvitað í fyrstu, alein? Jú, sko, útskýrði hann fyrir mér af yfirvegun, þau tækju ekki lengur símana með þegar þau færu á fínni veitingastaði. Þá vildu þau nefni- lega eiga stundina fyrir sig. Og staðinn sömuleiðis. Þau töluðu heldur ekki mikið saman, ef út í það væri farið, en það hefði komið svolítið til af sjálfu sér, ekkert stækkaði svona stundir meira en að vera á staðnum. Altso, vera til staðar, fara ekki um leið og maður kæmi, f lýja ekki samveruna, heldur meðtaka umhverfið, kliðinn og stemninguna, væntumþykjuna í loftinu, upplifa andrúmið, anda að sér velsælunni, afslöppuðum hug- blænum. Svo smakkaðist maturinn betur fyrir vikið.  Athyglisránið um hábjartan dag- inn er að verða okkur eðlislægt. Við tökum ekki eftir því. Ekki lengur. Öðru hverju átta ég mig á því framan við sjónvarpið heima í stofu að ég er allt í senn að horfa á kvöldfréttir, klára matinn minn, skoða skilaboð og ráðleggja dóttur minni um heimanám, en það sem raunverulega er að leita á huga minn er hvort fréttaþulurinn sé ekki örugglega sonur gamals fót- boltafélaga míns. Ég er með öðrum orðum að næra óróleikann. Ósjálfrátt, glórulaust – og án þess auðvitað að vita af því.  Auglýsingaf rek jan er orðin hömlulaus. Það er ekki lengur hægt að njóta nokkurs í þeim af kimum upplýsingaveitnanna sem eru manni kærastir nema ósköpunum öllum af óþolandi gylliboðum sé þröngvað upp á mann með þeim f leðulegustu tilþrifum sem leik- arastéttin á í fórum sínum. Maður er kannski í sárasakleysi sínu að hlusta á Finlandiu eftir Sibelius þegar kröftug hljómkviðan er skyndilega stöðvuð út af öskrandi og ómerkilegu þvottaefnistilboði. Og þetta versnar. Og þetta mun versna. Á Youtube og svo miklu víðar.  Stafræn markaðssetning f læðir um öll gólf. Bestun herferða og endurgjöf, eins og það heitir, ómar um öll hús. Eftir því sem auglýs- ingahönnuðirnir vita meira um hverja manneskju er hún auðveld- ari viðfangs. Þess vegna þarf að lesa í hegðun hennar alla daga og bera sig eftir löngunum hennar og þrám, færa það samviskulega til bókar og bjóða til sölu. Við höfum gefið okkur leitarvél- unum á vald, sjálfviljug að mestu, enda er enginn tími til að lesa leng- ur smáa letur lífsins. Og þær eru svangar, vélarnar atarna, sí svangar – og við erum fóðrið. Fáum ekkert við það ráðið lengur – og stendur kannski á sama, enda erum við búin að gefa erlendum efnisrisum á borð við Google og Facebook leyfi til að grandskoða allt okkar háttalag. Og því er það þannig – og verður svo í æ ríkari mæli – að í hvert sinn sem við leiðum augun að ákveðnum varningi umfram aðra verslunarvöru þá er við því að búast að álíka glingri verði gaukað að okkur, í síendurteknu og óforskömmuðu offorsi eins og alheimskur auglýsingaiðnaðurinn er hvað kunnastur fyrir í seinni tíð – og skammast sín ekki fyrir það.  Ég fer daglega í sund. Í heitu böðin og gufuna. Þar finnst mér ég vera hólpinn, alveg út af fyrir mig, óínáanlegur, utan alls þjónustu- svæðis. Enginn sími sjáanlegur og því síður tölva eða tökuvél. Bara berir karlarnir í kringum mig, í friði fyrir umheiminum – og kasta í eins og eina krassandi sögu á milli þess sem svitinn sprettur fram. Eða þeir þegja bara. Góna fram fyrir sig. Gera það eitt. Tómir í framan. Og það er nú lífið, maður. 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.