Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 8
BORGARNE S „Þetta er ótrúlega spennandi og ég er mjög glöð yfir að vera komin á þennan stað eftir þriggja ára undirbúning,“ segir Helga Halldórsdóttir. Áamt Magnúsi Scheving og fleirum stefnir Helga að því að setja upp svokallaðan upplifunargarð í Borgarnesi sem myndi byggja á hugmyndafræði Latabæjar. Byggða­ rráð Borgarbyggðar tók jákvætt í málið á fundi í vikunni. „Við Magnús ásamt Páli Kr. Páls­ syni ráðgjafa, sem hefur verið að vinna með okkur í þessu verkefni, fórum á fundinn þar sem við kynnt­ um ákveðnar hugmyndir. Við feng­ um góðar viðtökur og byggðar ráð er mjög áhugasamt um að þetta verði að veruleika,“ segir Helga sem fór inn í verkefnið nánast fyrir tilviljun. Magnús, sem er uppalinn í Borgarnesi, og eiginmaður Helgu eru vinir frá því í gamla daga. Eftir samtal þeirra á milli árið 2017 tóku þau fjölmarga muni úr Latabæjar­ stúdíóinu í geymslu. „Þá fórum við strax af stað að skoða þetta verkefni og höfum tvisvar fengið styrk úr Uppbygg­ ingarsjóði Vesturlands sem er hluti af sóknaráætlun landshlutans og hefur gert það að verkum að við erum komin á þennan stað sem við erum í dag. Við erum afar þakklát Uppbyggingarsjóðnum fyrir það af hafa trú á okkur.“ Þegar Magnús seldi réttinn að Latabæ til Turner­samsteypunnar forðum daga eignaðist stórfyrir­ tækið einkarétt á vörumerkinu. Það hefur því tekið nokkurn tíma að semja við Turner og fá leyfi til að nota nafnið og munina. „Það flækti málin aðeins en nú er ákveðið samkomulag komið í höfn við Turner,“ segir Helga. Borgnesingar eru að sögn Helgu mjög stoltir af Magnúsi og því sem hann hefur afrekað. „Okkur finnst þessi upplifunar­ garður hvergi eiga eins vel heima og í Borgarnesi í hans gamla heimabæ, því hann hefur auðvitað sagt það sjálfur að margar af fyrirmynd­ unum úr Latabæ séu persónur sem hann kynntist hér í gamla daga.“ Lokið hefur verið við forhönnun sýningarinnar inn í 2.000 fermetra hús auk útiaðstöðu. Í húsinu verði safn, stúdíó og veitingastaður. „Við teljum að þessu sé best komið fyrir á góðri lóð rétt fyrir utan bæinn. Borgarnes er auðvitað svolítið erfitt landfræðilega séð, langt og mjótt nes, en sveitarfélagið á töluvert af landi,“ segir Helga. Fram undan eru viðræður við Borgarbyggð og lóðamálið. Borgarbyggð sýnist í dauðafæri að auka af þreyingu í sveitarfélag­ inu þótt Borgarnes bjóði upp á ótal margt annað en vegasjoppur og Bjössaróló. „Latibær er eitt þekktasta vöru­ merki Íslendinga, það var verið að sýna þættina í um 190 löndum og Magnús er sendiherra hreyfingar og heilsusamlegs lífsstíls. En nú tekur við frekari undirbúningur, fullmóta þarf hugmyndina, móta umgjörð framkvæmda og afla fjár­ magns sem þarf til að gera verk­ efnið að raunveruleika. Þetta mun kosta töluverða fjármuni og það fé þarf að koma frá fjárfestum. Þetta er vinnan fram undan og pappírs­ vinna og f leira, því það er svolítill frumskógur sem þarf að komast í gegnum fyrst. Við höfum tekið var­ færin skref hingað til og ætlum að gera það áfram,“ segir Helga. benediktboas@frettablaid.is Turner leyfir Borgarnesi að fá Latabæ Borgnesingar eru stoltir af Magnúsi Scheving, skapara Latabæjar. Magnús og hópur heimamanna vilja reisa stóran upplifunargarð byggðan á hugmyndafræðinni úr Latabæ. Hendur munu standa fram úr ermum, enda enginn latur í Latabæ, hvað þá Borgarnesi. Stefán Karlsson heitinn og Magnús Scheving sem Glanni glæpur og Íþróttaálfurinn á góðri stundu. MYND/LATIBÆR Okkur finnst þessi upplifunargarður hvergi eiga eins vel heima og hér í Borgarnesi. Helga Hall- dórsdóttir hjá Upplifunagarði Borgarness IÐNAÐUR Iðnþing 2021 fór fram í Hörpu á fimmtudag og var það ályktun þingsins að á næstu tólf mánuðum ráðist að miklu leyti efnahagsleg framtíð landsins. Sam­ tök iðnaðarins (SI) leggja það til í ályktun sinni að stjórnvöld vinni markvisst að því næstu mánuði að skapa eftirsótt störf og auka verð­ mæti. Í ályktuninni kemur meðal ann­ ars fram að til þess að skapa efna­ hafsleg lífsgæði á Íslandi þurfi að auka landsframleiðslu um 545 millj­ arða króna á næstu fjórum árum og auka gjaldeyristekjur um 300 millj­ arða. Þá þurfi að fjölga störfum um 29 þúsund til að mæta atvinnuleysi í landinu. Í ályktuninni segir að til þess að þetta verði að veruleika þurfi að „slíta fjötra og sækja verðmætin“ og í því samhengi segjast SI munu leggja áherslu á starfsumhverfi, inn­ viði, nýsköpun og menntun. Meðal áhersla samtakanna er til að mynda framlenging á átakinu Allir vinna, til ársins 2022, hækkun skattafrádráttar vegna fjárfestinga einstaklinga í sprotafyrirtækjum og aukin framlög til Tækniþróunar­ sjóðs. Árni Sigurjónsson var endurkjör­ in formaður Samtaka iðnaðarins á þinginu. – bdj Efnahagsleg framtíð ráðist á næsta árinu Árni Sigurjónsson. Í ályktuninni kemur fram að fjölga þurfi störfum um 29 þúsund til að mæta atvinnuleysi í landinu. ERT ÞÚ EINN AF 14.000 HLUTHÖFUM Í ICELANDAIR? KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á STEINNLOGI.IS Ég, Steinn Logi Björnsson, sækist eftir sæti í stjórn Icelandair á aðalfundi félagsins 12. mars 2021 nk. Til þess að styðja mig þarft þú, sem hluthafi í Icelandair, að veita mér umboð eða skrá þig á rafrænan aðalfund félagsins fyrir kl. 12, sunnudaginn 7. mars. 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.