Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 62
ÓÁNÆGJA MEÐ BREYTTAR ÁHERSLUR FÉLAGSINS GERIR ÞAÐ AÐ VERKUM AÐ SÍFELLT FLEIRI FÉ- LAGSMENN HUGSA SÉR TIL HREYFINGS – ÞVÍ MIÐUR. Slagurinn um VR Vill meiri fókus á millitekjufólk Hvert verður helsta baráttumál þitt á kjörtímabilinu? Öf lugri kjarabarátta og betri þjónusta fyrir félagsmenn. Stór hluti félagsmanna VR er millitekju- fólk og félagið á þess vegna einnig að beita sér af krafti fyrir kjörum millitekjufólks. Það á ekki hvað síst við um lægri millitekjuhópana innan VR, sem sitja nú eftir með hlutfallslega mestu kaupmáttar- skerðinguna. Ég hef síðasta árið afgreitt í apóteki og hef fundið þessa þróun á eigin skinni; það er eins og fólk með millitekjur sé í öðru sæti. Varasjóðurinn dugar jafnframt skammt, öfugt við hlut- deild margra annarra stéttarfélaga í kostnaði vegna til dæmis gleraugna, tannlækninga og sálfræðiþjónustu. Þá hefur sjúkrasjóður VR verið að gefa verulega eftir. VR verður að standa betur í lappirnar fyrir félags- menn. Stéttarfélagið þitt á að vinna fyrir þig. Að hversu miklu leyti á VR að hafa samf lot við önnur verkalýðsfélög í kjaramálum? Samstaða launafólks innan ASÍ skiptir öllu máli. Það er á þessari samstöðu sem við byggjum megin- afl verkalýðshreyfingarinnar í sam- skiptum við atvinnurekendur og stjórnvöld og baráttunni fyrir betri kjörum. Þess vegna var rangt af VR að rjúfa samstöðuna í síðustu kjara- viðræðum og mynda bandalag með Ef lingu og Verkalýðsfélagi Akra- ness, og skilja systurfélögin innan ASÍ ein eftir við samningaborðið. Þessi framganga sætti eðlilega harðri gagnrýni. Það gerði síðan vonda sögu verri að ákveðið var að fara í þessa skógarferð skömmu fyrir fall WOW air. Það reyndist því verr af stað farið en heima setið. VR er fjölmennasta verkalýðs- félagið og breiddin innan félagsins því mikil – eiga hópar innan félags- ins samleið hver með öðrum? Þeir eiga mikla samleið hver með öðrum, eins og reynsla síðustu áratuga sýnir. Staðreyndin er að stærðin skiptir máli í allri hags- munabaráttu. Borið hefur á f lótta úr félaginu undanfarin misseri. Óánægja með breyttar áherslur félagsins gerir það að verkum að sífellt f leiri félagsmenn hugsa sér til hreyfings – því miður. Þetta er þróun sem við verðum að snúa við sem allra fyrst, en satt best að segja þá held ég að sú gamaldags átaka- menning sem núverandi formaður stendur fyrir hafi haft sitt að segja. Hvernig eiga tengsl og ítök félags- ins gagnvart LIVE að vera? Óbein tengsl eins og nú eru á grundvelli fulltrúalýðræðis. Bein tengsl eða ítök bjóða ýmsum hætt- um heim, eins og vantrausti á störf viðkomandi lífeyrissjóðs. Segja má að við höfum fengið forsmekkinn af því þegar VR ruddi stjórn Lífeyris- sjóðs verslunarmanna á dögunum. Skásta leiðin til að skilja á milli félags og lífeyrissjóðs er það full- trúakerfi sem f lestir lífeyrissjóðir lúta. Við kjósum frambjóðendur á Alþingi. Þar sitja þingmenn sem fulltrúar þjóðarinnar og við byggj- um því stjórn landsins og stjórn lífeyrissjóða á sama kerfinu – full- trúalýðræði. Bein kosning getur síðan falið í sér hættu á því að völd safnist á fárra hendur innan við- komandi lífeyrissjóðs, svo sem fyrir tilstilli lukkuriddara og lýð- skrumara. Er formannskosning í félaginu heppilegasta fyrirkomulagið – hefði kannski átt að taka upp listafram- boðsfyrirkomulag? Ég tel að núverandi fyrirkomu- lag sé skynsamlegt. Með lista- kosningum getum við átt á hættu að ýta undir úrelta átakamenningu hjá félaginu. Nýr meirihluti gæti sem dæmi myndast með hverjum kosningum, sem telur sig í góðum rétti til að koma sínum mál- efnum og áherslum að, án tillits til annarra sjónarmiða. Þetta er ekki fyrirkomulag sem hugnast mér. Mun vænlegra er til árangurs fyrir VR að for- maður fari fyrir stjórn sem endurspeglar fjölbreyttar skoðanir og á herslu r félagsmanna, eins og þær eru hverju sinni. Hlutverk formannsins er síðan að ná í samstarf i við stjórnarmenn þessum sjónarmiðum saman í eina sterka stefnu, með hagsmuni allra f é l a g s m a n n a a ð leiðarljósi. Helga Guðrún Jónasdóttir Helga Guðrún hefur síðasta árið afgreitt í apóteki og segist hafa fundið á eigin skinni hvernig lægri millitekjuhópar hafi upplifað mestu launaskerðinguna. Fullt nafn: Helga Guðrún Jónasdóttir Aldur: 57 ára Atvinna: Afgreiðslukona í apóteki og náms- maður Menntun: Stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur Fjölskylduhagir: Eiginmaður til 26 ára er Kristinn Sigurbergsson og eigum við saman fimm yndisleg börn og þrjú fullkomin barnabörn Traustur fyrirtækjarekstur og öflug nýsköpun kallar á samstarfsaðila sem skilur þarfirnar. Arion banki býður fyrirtækjum af öllum stærðum og í öllum geirum alhliða þjónustu með fagmennsku, innsæi og þekkingu að leiðarljósi. Hafðu samband á fyrirtaeki@arionbanki.is, við þjónustuver í síma 444 7000 eða í netspjalli á arionbanki.is. Búum í haginn fyrir atvinnulíf framtíðarinnar arionbanki.is 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.