Fréttablaðið - 06.03.2021, Side 62

Fréttablaðið - 06.03.2021, Side 62
ÓÁNÆGJA MEÐ BREYTTAR ÁHERSLUR FÉLAGSINS GERIR ÞAÐ AÐ VERKUM AÐ SÍFELLT FLEIRI FÉ- LAGSMENN HUGSA SÉR TIL HREYFINGS – ÞVÍ MIÐUR. Slagurinn um VR Vill meiri fókus á millitekjufólk Hvert verður helsta baráttumál þitt á kjörtímabilinu? Öf lugri kjarabarátta og betri þjónusta fyrir félagsmenn. Stór hluti félagsmanna VR er millitekju- fólk og félagið á þess vegna einnig að beita sér af krafti fyrir kjörum millitekjufólks. Það á ekki hvað síst við um lægri millitekjuhópana innan VR, sem sitja nú eftir með hlutfallslega mestu kaupmáttar- skerðinguna. Ég hef síðasta árið afgreitt í apóteki og hef fundið þessa þróun á eigin skinni; það er eins og fólk með millitekjur sé í öðru sæti. Varasjóðurinn dugar jafnframt skammt, öfugt við hlut- deild margra annarra stéttarfélaga í kostnaði vegna til dæmis gleraugna, tannlækninga og sálfræðiþjónustu. Þá hefur sjúkrasjóður VR verið að gefa verulega eftir. VR verður að standa betur í lappirnar fyrir félags- menn. Stéttarfélagið þitt á að vinna fyrir þig. Að hversu miklu leyti á VR að hafa samf lot við önnur verkalýðsfélög í kjaramálum? Samstaða launafólks innan ASÍ skiptir öllu máli. Það er á þessari samstöðu sem við byggjum megin- afl verkalýðshreyfingarinnar í sam- skiptum við atvinnurekendur og stjórnvöld og baráttunni fyrir betri kjörum. Þess vegna var rangt af VR að rjúfa samstöðuna í síðustu kjara- viðræðum og mynda bandalag með Ef lingu og Verkalýðsfélagi Akra- ness, og skilja systurfélögin innan ASÍ ein eftir við samningaborðið. Þessi framganga sætti eðlilega harðri gagnrýni. Það gerði síðan vonda sögu verri að ákveðið var að fara í þessa skógarferð skömmu fyrir fall WOW air. Það reyndist því verr af stað farið en heima setið. VR er fjölmennasta verkalýðs- félagið og breiddin innan félagsins því mikil – eiga hópar innan félags- ins samleið hver með öðrum? Þeir eiga mikla samleið hver með öðrum, eins og reynsla síðustu áratuga sýnir. Staðreyndin er að stærðin skiptir máli í allri hags- munabaráttu. Borið hefur á f lótta úr félaginu undanfarin misseri. Óánægja með breyttar áherslur félagsins gerir það að verkum að sífellt f leiri félagsmenn hugsa sér til hreyfings – því miður. Þetta er þróun sem við verðum að snúa við sem allra fyrst, en satt best að segja þá held ég að sú gamaldags átaka- menning sem núverandi formaður stendur fyrir hafi haft sitt að segja. Hvernig eiga tengsl og ítök félags- ins gagnvart LIVE að vera? Óbein tengsl eins og nú eru á grundvelli fulltrúalýðræðis. Bein tengsl eða ítök bjóða ýmsum hætt- um heim, eins og vantrausti á störf viðkomandi lífeyrissjóðs. Segja má að við höfum fengið forsmekkinn af því þegar VR ruddi stjórn Lífeyris- sjóðs verslunarmanna á dögunum. Skásta leiðin til að skilja á milli félags og lífeyrissjóðs er það full- trúakerfi sem f lestir lífeyrissjóðir lúta. Við kjósum frambjóðendur á Alþingi. Þar sitja þingmenn sem fulltrúar þjóðarinnar og við byggj- um því stjórn landsins og stjórn lífeyrissjóða á sama kerfinu – full- trúalýðræði. Bein kosning getur síðan falið í sér hættu á því að völd safnist á fárra hendur innan við- komandi lífeyrissjóðs, svo sem fyrir tilstilli lukkuriddara og lýð- skrumara. Er formannskosning í félaginu heppilegasta fyrirkomulagið – hefði kannski átt að taka upp listafram- boðsfyrirkomulag? Ég tel að núverandi fyrirkomu- lag sé skynsamlegt. Með lista- kosningum getum við átt á hættu að ýta undir úrelta átakamenningu hjá félaginu. Nýr meirihluti gæti sem dæmi myndast með hverjum kosningum, sem telur sig í góðum rétti til að koma sínum mál- efnum og áherslum að, án tillits til annarra sjónarmiða. Þetta er ekki fyrirkomulag sem hugnast mér. Mun vænlegra er til árangurs fyrir VR að for- maður fari fyrir stjórn sem endurspeglar fjölbreyttar skoðanir og á herslu r félagsmanna, eins og þær eru hverju sinni. Hlutverk formannsins er síðan að ná í samstarf i við stjórnarmenn þessum sjónarmiðum saman í eina sterka stefnu, með hagsmuni allra f é l a g s m a n n a a ð leiðarljósi. Helga Guðrún Jónasdóttir Helga Guðrún hefur síðasta árið afgreitt í apóteki og segist hafa fundið á eigin skinni hvernig lægri millitekjuhópar hafi upplifað mestu launaskerðinguna. Fullt nafn: Helga Guðrún Jónasdóttir Aldur: 57 ára Atvinna: Afgreiðslukona í apóteki og náms- maður Menntun: Stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur Fjölskylduhagir: Eiginmaður til 26 ára er Kristinn Sigurbergsson og eigum við saman fimm yndisleg börn og þrjú fullkomin barnabörn Traustur fyrirtækjarekstur og öflug nýsköpun kallar á samstarfsaðila sem skilur þarfirnar. Arion banki býður fyrirtækjum af öllum stærðum og í öllum geirum alhliða þjónustu með fagmennsku, innsæi og þekkingu að leiðarljósi. Hafðu samband á fyrirtaeki@arionbanki.is, við þjónustuver í síma 444 7000 eða í netspjalli á arionbanki.is. Búum í haginn fyrir atvinnulíf framtíðarinnar arionbanki.is 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.