Fréttablaðið - 20.03.2021, Page 4

Fréttablaðið - 20.03.2021, Page 4
LAGERSALA LÍN DESIGN FLATAHRAUNI 31 HAFNARFIRÐI Á MÓTI KAPLAKRIKA ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR LAUGARDAG KL. 11-17 SUNNUDAG KL. 12-17 Hvetja punghafa og punglausa til sjálfsskoðunar SAMFÉLAG „Ég var upprunalega að leita að skemmu þar sem ég gæti unnið með sjávarþang,“ segir Dana Marlin, nýr eigandi Óðinshúss á Eyrarbakka. „Þegar ég uppgötvaði Óðinshús fékk ég hins vegar alls konar hugmyndir og datt í hug að opna kaffihús með smá þangívafi.“ Óðinshús var byggt árið 1913. Sambyggt húsinu er gamla Rafstöð- in sem var í seinni tíð meðal ann- ars notuð af slökkviliðinu. Húsin, sem voru veigamikil í útgerðar- sögu Eyrarbakka, eru bæði friðuð og voru sett á sölu árið 2019. Dana, sem er maltneskur að upp- runa, kom fyrst til Íslands fyrir um áratug. Hann hefur starfað hér sem efnafræðingur en vinnur nú hörð- um höndum að því að koma hús- inu í lag þar sem hann hyggst opna kaffihús og bar. „Þetta er mikil vinna en mig langar að endurreisa húsið í sinni upprunalegu mynd.“ Þá hefur Dana biðlað til íbúa á Eyrarbakka um að leggja sér lið með því að gefa sér timbur til fram- kvæmda ef þeir eiga það aflögu. „Ég var að keyra hér um daginn þegar ég rak augun í timburhrúgu sem lá í vegkantinum,“ segir hann. „Mér datt í hug að ef íbúar Eyrar- bakka myndu hjálpa til við að leggja fram timbur yrði samfélags- andi verkefnisins ef til vill sterkari.“ Í Óðinshúsi er rúmgóður kjallari sem Dana hyggst nýta til að þurrka þangið en hugmyndin er að selja gestum það síðan sem matvöru og krydd. Hugmyndina fékk Dana á ferðum sínum um Falklandseyjar. „Ég var að sigla um Lófóten- eyjar í Noregi þegar ég hitti tvær konur sem ráku fyrirtæki sem seldi sjávarþang, mestmegnis söl,“ segir hann. „Sjávarþang er á mikilli upp- leið í heiminum. Það hefur verið nýtt í matargerð í Austurlöndum í margar aldir en hefur nýverið verið að sækja í sig veðrið á Vestur- löndum.“ Enn eru ekki allar hugmyndir Dana um Óðinshús upptaldar en hann stefnir líka á að opna og reka lítið brugghús í Rafstöðinni. „Hér var áður bruggsmiðja sem hefur verið lögð af,“ segir hann. „Ef til vill gæti verið gaman að opna lítið brugghús, ekki til að selja í vínbúðir landsins heldur bara hér í þorpinu. Mig langar að brugga bjór sem fang- ar bragðið af gömlu dögum Eyrar- bakka og fólkinu sem vann hér og bjó.“ arnartomas@frettabladid.is Brugg og kaffi með ívafi af sjávarþangi Nýr eigandi Óðinshúss á Eyrarbakka hyggst opna þar kaffihús og brugg- smiðju með sjávarþangsívafi. Hann vill endurreisa húsið í upprunalegri mynd og vonast til að þorpsbúar ljái verkefninu samfélagslegan anda. Óðinshús er friðað en það var byggt árið 1913. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sjávarþang er á mikilli uppleið í heiminum. Það hefur verið nýtt í matargerð í Austur- löndum í margar aldir en hefur nýverið verið að sækja í sig veðrið á Vesturlöndum. Dana Marlin, efnafræðingur Þau Guðmundur Helgi Harðarson og Kjartan Ásbjörnsson hjá GK bakarí á Selfossi og Guðmunda Egilsdóttir frá Krabbameinsfélagi Árnessýslu, steiktu ástarpunga til styrktar félaginu í gær. Bakararnir hvetja alla, punghafa sem punglausa, til sjálfsskoðunar og að skoða síðuna karlaklefinn.is þar sem finna má fræðsluefni um karla og krabbamein. Átta pungar kosta þúsundkall sem rennur óskertur til málefnisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Töluvert er um veikindi á leikskólum borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL Alls hafa 114 börn greinst með RS-vírusinn það sem af er ári. Í byrjun mánaðarins greindust 32 börn með vírusinn en þau hafa verið í kringum tíu síðan tilslakanir voru kynntar í byrjun febrúar. Í byrjun árs voru yfirleitt eitt til þrjú börn að greinast. Þetta kemur fram í svari Landlæknis- embættisins við fyrirspurn Frétta- blaðsins. Töluvert hefur borið á veikindum leikskólabarna að undanförnu og dæmi um að deildir séu afar fámennar um þessar mundir. Ekkert barn hefur greinst með inflúensu það sem af er ári en þret- tán börn hafa greinst með nóró- veiruna. – bb RS-vírusinn í sókn á árinu LANDBÚNAÐUR Gámhleri gaf sig vegna gasmyndunar á fimmtudag þegar verið var að f lytja riðusmit- aðan úrgang til brennslu í Kölku á Suðurnesjum. Uppgötvaðist þetta skammt frá Hvalfjarðargöngum. Í tilkynningu Matvælastofnunar segir að ástand gámsins hafi tvisvar verið kannað á leiðinni. Ekki var meira magn af hræjum í gámnum en almennt tíðkast. Flutningurinn var samstundis stöðvaður og ástand gáma á gáma- þjónustusvæði Akraness kannað. Hluta farmsins var umhlaðið áður en f lutningur hófst að nýju en þá helltist blóð og annar vökvi úr farm- inum. Þrif og sótthreinsun er lokið og jarðvegsskipti munu fara fram eins og kostur er. – bb Gámur gaf sig vegna riðugass Blóð og annar vökvi helltist niður við umhleðslu gámsins á Akranesi. STJÓRNMÁL Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri Faxaf lóa- hafna íhugar að gefa kost á sér til forystu á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir kom- andi alþingiskosningar. „Jú það hafa margir skorað á mig að gefa kost á mér og ég hef fallist á að íhuga það en mun taka mér þann frest sem ég hef til að gera þetta upp við mig,“ segir Gunnar. Gunnar er Vestfirðingur og er verkfræðingur að mennt. Hann var aðstoðarmaður Oddnýjar Harðar- dóttur þegar hún var fjármálaráð- herra á árunum 2011 og 2012. Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Vestfjörðum, tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í 1. til 2. sæti fyrir f lokkinn í kjördæminu. Segist hann vilja bæta kjör íbúa á lands- byggðinni, efla löggæslu og taka á fíkniefnaneyslu í landinu, en ekki með afglæpavæðingu. – aá Gunnar íhugar framboð fyrir Samfylkinguna 2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.