Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2021, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 20.03.2021, Qupperneq 8
SKIPULAGSMÁL Umtalsvert ónæði er af f lugi f lugmanna sem fara ekki eftir reglum um flughæð, auk þess að töluverð brögð hafa verið að því að einhverjir kúrekar séu að stunda steypiflug yfir sumarhúsum félags- manna. Sumir smala gæsum á Langavatni á haustin. Þetta segir í athugasemd Græðis, félags sumarbústaðaeigenda á Hólmsheiði, við rammaskipulag fyrir Austurheiðar. Félagið hefur áhyggjur af því að svo lágt f lug á vélunum geti fælt hesta og hunda og orðið til þess að spilla útivistaránægju gangandi vegfarenda í kyrrð heiðarinnar. „Ég sé ekki hvernig þetta getur allt farið saman,“ segir Guðmundur S. Johnsen sem gerði athugasemd- ina fyrir hönd stjórnar Græðis. Töluvert af athugasemdum hefur borist vegna Austurheiða en málið var tekið fyrir í skipulags- og sam- gönguráði í síðustu viku. Svæðið er um 930 hektarar og nær yfir Austur- heiðarnar að mestu, Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitar- félagsmarka Reykjavíkur. Guðmundur þekkir svæðið nán- ast eins og handarbakið á sér. Þarna hefur fjölskylda hans átt bústað síðan 1950 og faðir hans og afi voru frumkvöðlar í gróðursetningu á svæðinu. Í athugasemdum Græðis kemur fram undrun yfir samráðsleysi Reykjavíkurborgar enda hafi sumir bústaðir verið í eigu félagsmanna í hartnær 70 ár og þekking á svæðinu sé mikil. „Yfirvöld hafa hundsað okkur út í eitt og ekkert viljað tala við okkur,“ segir Guðmundur. Varðandi fisflugvöllinn sem nú er verið að festa í sessi segir hann að það sé ekkert til að gleðjast yfir. „Flugvöllurinn verður væntan- lega áfram sem er eiginlega alveg óskiljanlegt mál. Ég ætla ekki að saka alla fisflugmenn um að fljúga lágt en það eru nokkrir sem ég kalla kúreka. Þeir hafa verið að smala gæsum á Langavatni á haustin og steypa sér að sumarbústöðum þegar hefur verið kvartað undan lágflugi. Svo er nú háspennumann- virki borgarinnar steinsnar frá, sem mér finnst persónulega skrítinn nágranni við flugvöll.“ Guðmundur segir að þegar allt sé sett í samhengi, að þarna séu fisf lugvélar á útivistarsvæði fyrir menn og dýr, þá sé það ekki góð blanda. „Það er trúlega ekkert sérstakt fyrir hestamenn að fá fisvél rétt fyrir ofan sig. Hundar mega ganga lausir þarna upp frá og ég efast að þeir sé sáttir við þetta. Þegar stóra samhengið er skoðað þá finnst mér þetta ekki passa saman.“ Græðir er með lögmann með sér í málinu. „Við erum búin að vera með lög- mann í þessu fyrir okkur í töluverð- an tíma til að fá að tala við borgina. Það hefur ekki gefið mikið,“ segir Guðmundur. benediktboas@frettabladid.is Eldhús- innréttingar Vandaðar og stílhreinar innréttingar frá franska fyrirtækinu SCHMIDT. 5 ára ábyrgð. Innréttingarnar koma fullsamsettar til landsins Komdu við í sýningarsal okkar að Dalvegi og ræddu við sérfræðinga Parka og fáðu faglega ráðgjöf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570 Sumarbústaðaeigendur saka háloftakúreka um steypiflug Fisflugmenn sagðir stunda steypiflug yfir sumarhúsum félagsmanna Græðis. Nokkrir virða ekki reglur um flughæð og töluvert ónæði er af sumum flugmönnum á Hólmsheiði að sögn formanns Græðis. Hann kallar þessa flugmenn kúreka og segir flugvélar ekki eiga samleið með sumarbústöðum, hundum og hestum. Fisflugvélar á Hólmsheiði eru sagðar hafa valdið sumarbústaðaeigendum töluverðum ama. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ég ætla ekki að saka alla fisflugmenn um að fljúga lágt en það eru margir sem ég kalla kúreka. Guðmundur S. Johnsen, for- maður Græðis COVID-19 Lyfjastofnun hefur aðra tilkynningu um mögulega, alvar- lega aukaverkun eftir bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Ein- staklingurinn greindist með blóð- tappa í lungum. Um er að ræða sjöttu alvarlegu aukaverkunina sem tilkynnt hefur verið um eftir bólusetningu en í einu öðru tilfelli var um blóðtappa að ræða. Rúmlega 200 tilkynningar hafa borist vegna gruns um auka- verkanir eftir bólusetningar með bóluefni AstraZeneca. Sérfræðingar hafa ítrekað sagt að ávinningurinn af bólusetningu sé meiri en áhættan. Tíðni blóð- tappa sé minni eftir bólusetningar en búast megi við almennt. Ísland er eitt þeirra landa sem stöðvað hafa bólusetningu tíma- bundið með AstraZeneca en Lyfja- stofnun Evrópu sagði í gær að efnið væri öruggt. – fbl, þp Í lífshættu eftir bólusetningu REYK JAVÍKURBORG „Við erum að veita aðstöðuleyfi til eins árs fyrir þessari aparólu,“ segir Pawel Bart- oszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, um þá samþykkt borgarráðs að leigja rekstrarfélagi Perlunnar 65 fermetra blett í Öskjuhlíð undir endastöð fyrir 235 metra svokallaða zip-línu ofan úr Perlunni. Skipulagsstjóri borgarinnar hafði áður hafnað ósk um leyfi fyrir upp- setningu aparólunnar þar sem slíkt samræmdist ekki deiliskipulagi svæðisins. „Jafnframt má deila um hvort umrædd starfsemi sem sótt er um sé svæðinu almennt til hagsbóta eða auki á notkun þess til útivistar eða af þreyingar,“ sagði skipulags- fulltrúinn í umsögn. „Með þessari samþykkt borgar- ráðs er þessari hindrun rutt úr vegi þannig að þetta geti verið þarna í eitt ár,“ segir Pawel og útskýrir að ekki þurfi deiliskipulagsbreytingu þar sem ekki sé um að ræða varan- lega uppsetningu á aparólunni. „Eins og ég skil þessa framkvæmd þá er hægt að setja þetta upp og taka þetta niður á einum degi. Málið snýst um hvort þetta sé varanlegt eða ekki,“ segir Pawel og undir- strikar að leyfið feli ekki í sér nein gæði í skilningi deiliskipulags fyrir þá sem reka zip-línuna. „Við sjáum bara hvernig þetta gengur, svo geta menn sótt um leyfi aftur ef þeir vilja halda áfram með þetta. Persónulega finnst mér alltaf skemmtilegt þegar fólk er að prófa einhverja skemmtilega hluti í borgarlandinu,“ segir borgarfull- trúinn, sem væntanlega mun renna sér ofan af Perlunni innan tíðar. Ég get ekki ímyndað mér annað en að ég prófi þetta.“ – gar Borgarráð gefur aparólu í Öskjuhlíð eitt tilraunaár Ég get ekki ímynd- að mér annað en að ég prófi þetta. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar BORGARLÍNAN Bæjarstjórn Garða- bæjar hefur samþykkt að flýta vinnu frumdraga fyrir leið D Borgarlínu og verða þau send til Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. Málið var lagt fram af Söru Dögg Svanhildardóttur, oddvita Garða- bæjarlistans. Leið D er ekki á dagskrá fram- kvæmda við Borgarlínu fyrr en 2027. Verði tillagan um f lýtimeð- ferð samþykkt má búast við að gerð frumdraga að leið D hefjist í ár eða því næsta. Því gætu framkvæmdir hafist 4 til 5 árum fyrr, fáist fjár- magn til verksins. „Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu þurfa að vera tánum og fylgja því vel eftir að framkvæmdir vegna Borgarlínu gangi eins hratt og örugglega og kostur er fyrir sig. Hér eru miklir hagsmunir undir fyrir þessi sveitarfélög og því er mjög miklvægt að þrýsta á að hraða fram- kvæmdum,“ segir Sara Dögg. – þp Samþykkja að flýta vinnu við Borgarlínu Lyfjastofnun sér umtilkynningar um aukaverkanir. FRÉTTABLAÐIÐ/GV 2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.