Fréttablaðið - 20.03.2021, Page 14

Fréttablaðið - 20.03.2021, Page 14
Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um Nýræktarstyrki sem veittir eru fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2021. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á islit.is/styrkir/nyraektarstyrkur LANDSBANKINN. IS Við leggjum til allt að 12.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja inn á Framtíðargrunn og í verðbréfasjóð. Það borgar sig að spara til framtíðar. Velkomin í Landsbankann. Við stækkum fermingar- gjöfina þína SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN Fáðu blað dagsins sent rafrænt ALÞJÓÐAMÁL Í fyrradag funduðu háttsettir stjórnmálamenn Banda- ríkjanna og Kína í Anchorage, ríkis- höfuðborg Alaska. Þetta eru fyrstu fundahöld milli ríkjanna síðan Joe Biden tók við embætti forseta. Strax frá upphafi var andrúms- loftið spennuþrungið. Kínverskir ríkismiðlar saka Bandaríkjamenn um að hafa frá byrjun fundarins hagað sér með ósæmilegum hætti og Kínverjar svarað í sömu mynt. Anthony Blinken, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hóf fundinn á því að lýsa áhyggjum af meintum mannréttindabrotum Kínverja. Bandalagsríki þeirra, til að mynda Japan og Suður-Kórea, óttuðust aukin ítök Kína í Asíu og vaxandi valdboðsstefnu Kínverja. Auk þess hefði aukin harka færst í samskipti Kína við nágrannaríki sín. Yang Jiechi, æðsti diplómati Kín- verja, svaraði fyrir þessar ásakanir í fimmtán mínútna ræðu sem virðist hafa farið illa í Blinken, samkvæmt The Guardian. Hann svaraði fyrir fullyrðingar Blinkens um meint mannréttindabrot Kínverja og sagðist vona að Bandaríkin „tækju sig á í mannréttindamálum. Stað- reyndin er sú að það eru mörg vandamál tengd mannréttindum í Bandaríkjunum, sem þau hafa sjálf viðurkennt.“ Mannréttindamál í Bandaríkj- unum hefðu lengið verið í ólestri, þau hefðu ekki einungis sprottið fram með hreyfingum á borð við Black Lives Matter. Yang sagði að það væri óverjandi að Bandaríkja- menn reyndu að troða sínum hug- myndum um mannréttindi upp á önnur fullvalda ríki, á meðan ástandið væri eins og það er í Bandaríkjunum. Fundurinn átti að vera tækifæri fyrir ríkin tvö til að meta aðstæður í viðskiptamálum, mannréttinda- brot Kína í Tíbet og Xinjiang, auk málefna Taívan. Einnig stóð til að ræða aðgerðir Kína í Suður-Kína- hafi og COVID-19 faraldurinn. thorvardur@frettabladi.is Bandaríkin og Kína munnhöggvast á ný Hart var tekist á um meint mannréttindabrot Kínverja á fundi Bandaríkjanna og Kína í Alaska í gær, þeim fyrsta síðan Joe Biden tók við embætti. Ásakanir um slík brot gengu á víxl og litlu var áorkað til frekara samstarfs ríkjanna. Það andaði köldu á fundi Bandaríkjanna og Kína í Alaska. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.