Fréttablaðið - 20.03.2021, Síða 24
Undir hatti samstarfs utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök
í þróunarsamvinnu auglýsir ráðuneytið eftir umsóknum um styrki til
þróunarsamvinnuverkefna og eru allt að 100 milljónir króna til
úthlutunar.
Hafa þín félagasamtök áhuga á að leggja sitt af mörkum til að ná
heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna?
Markmið styrkjanna er að draga úr fátækt, bregðast við neyðar-
ástandi og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í
þróunarlöndum.
Sérstök áhersla er lögð á mannréttindi, jafnrétti kynjanna
og loftlagsmál í samræmi við stefnu Íslands um alþjóðlega
þróunarsamvinnu.
Horft verður sérstaklega til verkefna sem koma til framkvæmda í
áherslulöndum Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.
Opið er fyrir umsóknir vegna styrkja til þróunarsamvinnuverkefna til
30. apríl 2021.
Einnig er vakin athygli á því að ráðuneytið tekur á móti umsóknum
vegna styrkja til mannúðaraðstoðar allt árið, með fyrirvara um að
fjárheimildir séu til staðar.
Nánari upplýsingar um umsóknarferlið ásamt verklagsreglum á
www.utn.is/felagasamtok
Óskir um nánari upplýsingar og frekari fyrirspurnir skal senda á
netfangið felagasamtok.styrkir@utn.is
Þróunarsamvinna og
mannúðaraðstoð:
Styrkir til félagasamtaka
Hlaðið á Hótel Kötlu
Á Hótel Kötlu í Vík í Mýrdal hefur
verið boðið upp á svokallaðar
hleðsluhelgar sem eru blanda af
jóga og útivist í stórbrotinni nátt-
úru milli hafs og jökuls frá því í
byrjun febrúar og munu þær verða
hverja helgi fram í enda maí.
Markmiðið: Að hlaða batteríin
og endurnæra.
Innifalið: Gisting í tvær nætur
með kvöldverðum, hádegisverði,
nesti í göngu, morgunverði, jóga-
tímum með djúpslökun, jöfnun
orkuflæðis, öndunaræfingum og
fleiru. Einnig er farið í gönguferð í
nágrenni hótelsins.
Jógahelgunum er stjórnað af
Írisi Dögg Oddsdóttur jógakenn-
ara frá Yogabliss en auk þess að
vera jógakennari er hún og lærður
leiðsögumaður með mikla ástríðu
fyrir jóga og heilunarmætti nátt-
úrunnar. Hún hefur elskað útivist
frá barnsaldri og veit fátt betra en
að komast út að leika.
Kraftar náttúrunnar eru áþreif-
anlegir á svæðinu og margt að
upplifa. Farið er meðal annars inn
í yoda hellinn við Hjörleifshöfða.
Gönguferð lýkur á kakóstund með
hreinu „seremoníal“ kakói í faðmi
náttúrunnar og hugleiðslu.
Frekari upplýsingar má finna á kea-
hotels.is/is/tilbod
Hlaðið og hreinsað í sveitasælu
Íslendingar í leit að slökun og heilsubót koma aldeilis ekki að luktum dyrum á áður ferðamannafylltum hótelum
landsins. Hvort sem sóst er eftir jóga, afeitrun eða slökun í heitri laug, þá er það í boði rétt utan við borgarmörkin.
Á Hótel Kötlu í Vík býður jógakennarinn Íris Dögg upp á hleðsluhelgar.
Flothetta stendur fyrir slökunarmeðferðum í samstarfi við Hótel Húsafell.
Detox-námskeiðin á Hótel Örk eru í
höndum Þóru Valnýjar markþjálfa.
Vatnsslökun í Húsafelli
Hótel Húsafell býður upp á lúxus
slökunar og vatns – vellíðunar-
helgar í samstarfi við Flothettu,
undir heitinu Slökun, vatn og
vellíðan.
Markmiðið: Að leiða viðkom-
andi inn í djúpt slökunarástand
í vatninu. Mikilvægt er að sá
sem flýtur upplifi sig í öruggum
höndum fagfólks sem hefur þekk-
ingu og visku til að meta ólíkar
þarfir hvers og eins og sé fær um
að sýna umhyggju og traust.
Innifalið: Gisting í tvær nætur
með morgun-, hádegis- og kvöld-
verði. Flotmeðferðir, jógatímar og
leidd slökun.
Helgarnar sem ganga allar út
á að gefa eftir, sleppa takinu
og leyfa allri spennu að líða úr
kroppnum er stjórnað af starfs-
mönnum Flothettu, fólks sem
hefur að baki viðurkennda
menntun og reynslu af flot- og
vatnsmeðferðarvinnu. Jóga nidra,
liggjandi hugleiðsla, er notað
til að leiða gesti mjúklega inn í
kyrrðarástand og svo farið á dýpið
í djúpslakandi flotmeðferðum. Í
flotmeðferð er boðið upp á heil-
andi snertingu og meðhöndlun í
þyngdarleysi vatnsins sem nærir
líkama og sál.
Þess er gætt að gefa gott
andrými á milli meðferða, njóta
útivistar í fallegu umhverfi Húsa-
fells og alls þess góða sem hótelið
býður upp á. Einnig fá gestir að
njóta heilnæms og góðs matar að
hætti hússins.
Frekari upplýsingar má finna á
Facebooksíðu Flothettu og á hotel-
husafell.is
Hreinsun á Hótel Örk
Á Hótel Örk er boðið upp á viku
eða tíu daga námskeiðið: Detox,
vellíðan og slökun, þar sem heil-
brigð næring, andleg og líkamleg,
og hreyfing eru aðalsmerkið
ásamt góðri slökun.
Markmiðið: Hvíld, slökun,
heilsubætandi hreyfing, innri til-
tekt og hvíld fyrir meltinguna og
losun eiturefna.
Innifalið: Gisting, fullt detox
fæði og heilsubætandi afþreying
alla daga en hægt er að velja um
viku eða tíu daga eða fá sérsniðna
lengd eftir óskum.
Hótel Örk hefur um nokkurra
ára skeið boðið upp á detox vikur
og hafa starfsmenn þess vegna
mikla þekkingu á þessu mataræði
og hvernig best er að gera það,
þannig að það sé bæði bragð-
gott og hollt. Það er markþjálfinn
og verkefnastjórinn Þóra Valný
sem stendur að meðferðunum
sem standa í viku eða tíu daga.
Þóra Valný hefur í vetur boðið
upp á námskeiðið „Operation
kjörþyngd“ en á því námskeiði
eru teknar fyrir hugsanavillur og
hefðbundið hegðunarmynstur
sem kemur í veg fyrir að fólk geti
náð árangri.
Í detoxi felst að ákveðið
mataræði er sett fyrir sem byggir
aðallega á grænmeti og ávöxtum,
um það bil 480 hitaeiningum á
dag, í beinu sambandi við hvíld og
slökun, jóga og sund, hreyfingu
og gufuböð. Dvölin hefst með
einstaklingsmarkþjálfunartíma,
þar sem farið er yfir markmið og
væntingar hvers og eins. Á kvöldin
er kvöldvaka með léttu ívafi og
þá er einnig upplagt að fara í sund
eða slaka á fyrir svefninn í heitu
pottunum eða gufubaðinu. En
hver og einn getur hagað sinni
dagskrá að vild og tekið þátt í því
sem hann vill. Sundlaugin er opin
allan daginn og daglega verður
boðið upp á tíma í hreyfingu eða
andlegri næringu, til dæmis jóga
nidra, heilsuleikfimi, vatnsjóga,
núvitundarhugleiðslu, framtíðar-
stefnumótun og margt fleira.
Nánari upplýsingar má finna á vef-
síðunni: www.valogvirdi.is undir
detox og slökun.
2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN