Fréttablaðið - 20.03.2021, Side 26

Fréttablaðið - 20.03.2021, Side 26
Kr istján K r istjáns-son var nýf luttur til landsins þegar hann sló í gegn fyrir 30 árum með plötunni Lucky One, sem seld- ist í bílförmum og gerði hann sem KK að þjóðareign nánast á einni nóttu. KK verður 65 ára í næstu viku og tvöföld plata með úrvali laga hans frá upphafi tónlistarferilsins 1985 til 2000 er væntanleg. KK segir þó algera tilviljun að Andri Freyr Við- arsson, sem hann kynntist á flandri þeirra um Kanada í sjónvarpsþætti þess síðarnefnda, hafi hvatt hann til þess að gefa út vínilplötu á sama tíma. „Það er engin pæling á bak við þetta. Ekkert: Ah! Nú ertu 65 ára þá verðum við að gera þetta … Sko, ég veit ekki hvað það er. Hlutirnir gerast bara. Þetta er ekkert ákveðið. Hver planleggur einhvern feril? Eða kannski gerir fólk það. Ég veit það ekki,“ segir KK hugsi. „Hlutir bara ske og í þessu til- felli þá kom Andri Freyr með þessa hugmynd, að ég ætti að koma með vínilplötu. Ég hef aldrei gefið út vínil plötu áður.“ Ha? Hvað ertu að segja? „Nei, ég byrjaði svo seint. Ég vildi gefa út vínil. Ég ólst upp með vínil en ég er 35 ára þegar ég kem með Lucky One, fyrstu plötuna mína 1991, og þá er geisladiskurinn mættur big time. „Það verður að vera vínill,“ segi ég við Steinar og Pétur Kristjáns sem gáfu þetta út. „Nei, nei, nei,“ sögðu þeir. „Það er algjörlega búið dæmi. Þú getur gleymt því sko. Það er bara geisla- diskur og kassetta.“ Kassettan lifði síðan næstu fimm árin til þess að hafa í bílnum. Þannig að ég varð að lúffa fyrir því og það er ekki fyrr en núna sem ég kem með fyrstu breiðskífuna og það er tvöfalt albúm með lögum sem Andri er búinn að velja. Safn- platan heitir einfaldlega Árin 1985– 2000 sem segir allt sem segja þarf um lagavalið. Ferillinn byrjar hjá mér ’85. Þá fer ég í fyrsta skipti í stúdíó og fyrsta lagið sem ég tek upp í stúdíói á ævinni er á þessari plötu. Þetta er lag eftir J.J. Cale sem heitir The Breeze,“ segir KK, sem er með meiri vínil í eldinum. „Þetta ár verður svolítið magnað sko af því ég hugsa að það verði þrjú albúm sem ég kem út með á þessu ári. Safnplatan kemur fyrst og svo 16. júní kemur Lucky One út aftur og það verða tónleikar í Háskólabíói. Vegna þess að það eru 30 ár síðan hún var gefin út. Þetta er platan sem ég vildi fá á vínil og ég fæ hana þannig núna. Síðan er ég byrjaður að taka upp fyrir nýja plötu sem kemur í haust og verður líka á vínil.“ Hvað er eftir ósagt? KK er búinn að vera í sviðsljósinu í þrjá áratugi og hefur farið í slíkan aragrúa viðtala að fátt er ósagt, sem setur bæði blaðamann og viðmæl- anda í ákveðna klemmu. Um hvað eigum við eiginlega að tala? „Akkúrat. Þess vegna reyni ég að vera sem minnst í viðtölum. Ég meina, hvað er hægt að segja meira? En svo er þetta bara vinna, sko. Andri Freyr og strákarnir eru búnir að hafa svolítið fyrir þessu og vilja selja plötuna svo þetta fari ekki í mínus. Og ég er bara með. Þetta er partur af því, að plögga. Við reynum náttúrlega bara að gera skemmtilegt viðtal. Mér hefur bara alltaf fundist það vera svolítið hlægilegt að ætla sér að vera frægur á Íslandi,“ segir KK og bætir við að hann telji sig ekki heimsfrægan á Íslandi en er með- vitaður um að hann er þekktur. Eftirsótt, annarlegt ástand „Ég er mjög gæfusamur að vera þar og það eru allir voða góðir við mig. Kannski væru þeir ekki svona góðir við mig ef ég væri ekki frægur, svo ég fæ ábyggilega að njóta þess að ég sé frægur án þess að vita af því. Konan mín segir það allaveganna og að ég haldi að það séu bara allir svona almennilegir alltaf. Það er víst tóm vitleysa,“ segir KK og hlær sínum milda hlátri. Lögin á safnplötunni eru frá ára- bilinu 1985 til 2000 þannig að þú verður þá væntanlega edrú einhvers staðar á þessu tímabili? „Mér hefur alveg gjörsamlega mistekist að vera edrú. Þetta verður fyrirsögnin,“ segir KK og hlær. „Mér hefur gjörsamlega mistekist að vera edrú, en ég hef ekki drukkið brenni- vín eða notað nein efni til þess að breyta hugarástandi mínu í 25 ár,“ segir KK og bætir við að vitaskuld verði breyting á honum sem tónlist- armanni þegar hann hætti að nota. „Já, sem betur fer er maður í alls konar lægðum og hæðum, sem kemur fram í tónlistinni. Hvort sem maður er í neyslu eða ekki. Ég hélt sko áður en þetta neysluástand hætti hjá mér að ég gæti ekki verið án þess til þess að lyfta mér upp. Þú veist, til þess að komast í annarlegt ástand sem ég sóttist svo- lítið eftir. En síðan hef ég komist að því, eftir að ég hætti að nota, að ég er alltaf í þessu annarlega ástandi. Og þetta annarlega ástand sem við erum að leita að er eitthvað sem heitir gleði. Ekki satt?“ Þrúgur reiðinnar „Og með því að beita ákveðnum aðferðum sem mér var kennt að gera, þá hefur mér tekist að vera í þessu annarlega ástandi. Ef ég er ekki í þessu gleðiástandi þá hef ég bara sjálfum mér um að kenna. Sem eru góðar fréttir vegna þess að þá er það ég sem get lagað það. En ef það er einhverjum öðrum að kenna þá get ég ekki lagað það.“ Það er samt rosalega alkóhól- íserað að kenna alltaf einhverjum öðrum um. Það er ferlega auðvelt þegar maður er að nota. Minnir mig. „Já. Það er þægilegt ef það er öðrum að kenna, en það hefur ekk- ert bara með alkóhólisma að gera. Heldur bara allt,“ segir KK og hættir sér út á slóðir stjórnlausu reiðinnar á samfélagsmiðlum. „Þú getur bara tekið pólitíkina sem við erum að tala um í dag. Hvað það er auðvelt fyrir okkur að gagn- rýna hægri og vinstri á Facebook eða þessum netvettvangi. Þá er hægt að deila á fólk en eftir stendur spurningin: Hvað er ég að gera? Ef ég er að hella mér yfir aðra og draga fram það neikvæða í fari þeirra, er ég þá ekki bara að hefja sjálfan mig upp? Er það ekki tilgang- urinn? Kannski. Stundum. Vil ég gera það? Viljum við vera egóistar? Sjálfumglaðir? Við viljum kannski fara í búning sem lætur okkur líta vel út. En er það þá ekki óþægileg tilfinning að vera í þessum búningi og vita að þú eigir það ekki skilið? Og maður þarf ekkert að vera fullur til þess sko.“ Vítahringur óheiðarleikans „Og erum við þá ekki orðnir óheið- arlegir? Og ef við erum óheiðar- legir þá fer okkur að líða illa og svo viljum við ekki viðurkenna að við séum óheiðarlegir og þá þurfum KK siglir glaður á Æðruleysinu KK er að verða 65 ára. Hann er löngu hættur að nota hugbreytandi efni en segist þó aldrei hafa tekist að vera edrú. Hans annarlega ástand er gleðin sem hann finnur þegar hann siglir Æðruleysinu og fiskarnir brosa til hans. „Það er engin pæling á bak við þetta. Ekkert: Ah! Nú ertu 65 ára, þá við verðum að gera þetta…,“ segir KK um fyrstu vínilplötuna sína, sem kemur út í kringum afmælið hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞAÐ ER ENGIN PÆLING Á BAK VIÐ ÞETTA. EKKERT: AH! NÚ ERTU 65 ÁRA ÞÁ VERÐUM VIÐ AÐ GERA ÞETTA … Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is 2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.