Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 32
Verkið, eða samstarfsgjörningur- inn, var fyrst flutt í porti Listasafns Reykjavíkur yfir heilan dag þann 3. október á síðasta ári. Að gjörn- ingnum kom einnig „Töfrateymið“ og Myndlistar- og tónlistarhátíðin Cycle en Libia og Ólafur hafa frá árinu 2017 átt í góðu samstarfi við Guðnýju Guðmundsdóttur, stjórn- anda Cycle. Þau hafa frá upphafi viljað undirstrika og leggja áherslu að skapa samtal á milli sín, tón- skáldanna og flytjendanna. Lýðveldi ekki konungsríki Libia og Ólafur hafa starfað saman í nærri 25 ár en þau kynntust við nám í Hollandi árið 1997. Þau segja verkið hafa átt sér langan aðdrag- anda. „Við byrjuðum að kafa ofan í stjórnarskrána árið 2007, fyrst þá sem nú er fyrir hendi og síðan þá sem var skrifuð þegar Íslendingar fengu sjálfstæði frá Dönum. Við vildum skilja sögulega samhengið á þeim tíma og við hvaða aðstæður hún var skrifuð. Þá áttuðum við okkur á hve mikið af því sem er í, ég kalla hana núna gömlu, stjórnarskránni er byggt á laga- ramma 19. aldar og út frá konungs- ríki. Þið eruð ekki konungsríki, þið eruð lýðveldi,“ segir Libia sposk. „Sá hluti gerðist ekki alveg á þeirri stundu, það að túlka hana inn í samtímann þar sem þið eruð orðin sjálfstætt lýðveldi. Ekki vegna þess að ég vildi það ekki, ef þú skoðar söguna þá sérðu að það var vilji til að endurskrifa hana en svo varð tíminn að vandamáli, grunar mig. Þá var þetta bara: Við gerum þetta svona núna og á allra næstu árum skrifum við hana almennilega – en það gerðist aldrei. Núna eruð þið með gamla stjórnarskrá þar sem 25 prósent af byrjun hennar eru um táknræna fígúru, forsetann, en ekki fólkið í landinu. Þetta er 19. aldar stjórnar- skrá, ekki 21. aldar stjórnarskrá lýðveldis,“ segir Libia. „Þetta fyrsta verk, „Stjórnar- skrá lýðveldisins Íslands“, var f lutt árið 2008. Við fengum Karólínu Eiríksdóttur tónskáld til að vinna með okkur tón- og myndlistar- verk þar sem hún samdi tónlist við núverandi stjórnarskrá. Sú hug- mynd kviknaði, eins og Libia segir, seinnihluta 2007 í framhaldi af öðrum verkum okkar sem tengjast samfélaginu og hvernig samfélög eru mótuð, og á hverju þau eru byggð,“ greinir Ólafur frá. „Við höfðum líka gert verk sem heitir „Óheilaga tímanna þúsund“ árið 2005 þar sem við endurröð- uðum orðum þjóðsöngsins og í framhaldi af því fórum við að velta fyrir okkur stjórnarskránni og í raun af hverju við höfðum aldrei lesið hana og af hverju hún væri ekki meira í umræðunni.“ Hluti af áframhaldandi ferli Áhugi þeirra á stjórnarskránni átti svo eftir að f léttast saman við þá afdrifaríku og sögulegu atburða- rás sem fór af stað árið 2008. „Við vorum á þessum tíma að gera verk sem var „collective portrait“ af íslensku samfélagi, að vísu bundið við höfuðborgarsvæðið, sem sýnt var í Listasafni Reykja- víkur. Þetta var myndbandsverk þar sem við töluðum við fólk með ólík hlutverk og frá öllum sviðum samfélagsins, allt frá presti yfir í stöðumælavörð, sálfræðing og hljómsveitarmeðlim,“ greinir Libia frá. „Á meðan við vorum að vinna það kom hrunið. Það varð þá ósjálfrátt hluti af ferlinu rétt eins og núverandi sýning er hluti af ákveðnu ferli sem er ennþá að eiga sér stað. En á þessum tíma voru þessir tveir hlutir að koma saman, við vorum að varpa ljósi á það sem var að gerast í gegnum fólkið og það sem það var að ganga í gegnum. Það leið svo ekki á löngu þar til Stjórnarskrárfélagið byrjaði að endurskrifa stjórnarskrána,“ segir Libia. Þessi þróun hafi haft mikil áhrif á það hvernig þau ákváðu að útfæra núverandi verk. „Þetta nýja stjórnarskrárferli var sérstaklega opið, þar sem gerðar voru tilraunir með opið lýðræði og aðgang almennings og þá var greinilegt að við gætum ekki aftur endurtekið það að hafa samband við eitt tón- skáld eða einn listamann til sam- starfs. Okkar ferli yrði á einhvern hátt, þó ekki nema af veikum mætti, að endurspegla þetta mikla hópferli,“ segir Ólafur. „Það var náttúrulega gríðarlega spennandi en það var líka ögrandi og mikil áskorun fyrir okkur. Við spurðum okkur: Getum við gert það? Er það hægt? Að skapa verkið í svona stóru samstarfi? Það hefur alltaf verið ein af megináskorun- unum okkar við að gera þetta verk en við sáum það skýrt frá upphafi að það að ná sem flestum inn í ferlið yrði að vera algjört leiðar- stef.“ Tenging milli norðurs og suðurs Aktívismi er sem fyrr segir áberandi í verkum listateymisins svo að nafnið Libia Castro vekur óneitanlega eftirtekt. „Það er nú bara nafnið mitt,“ svarar Libia hlæjandi. „Libia er nafnið sem for- eldrar mínir gáfu mér og er nafnið á norður-afríska landinu. For- eldrum mínum fannst það hljóma vel og voru líka með það í huga að Libia er eldra nafn yfir Afríku. Þau voru bæði listafólk og við erum frá Málaga á Suður-Spáni sem er bæði nálægt Norður-Afríku og Miðjarðarhafinu. Seinna nafnið er fjölskyldunafn móður minnar en á Spáni bera börn fjölskyldunöfn beggja foreldra sinna. Ég ákvað að hafa bara Castro sem kemur frá móður minni, það er styttra og einfaldara að nota sem lista- mannsnafn.“ Þrátt fyrir að þetta sé einfaldlega hennar rétta nafn segir Libia for- eldra sína engu að síður hafa alist upp í pólitísku unhverfi. „Foreldrar mínir komu úr sósíalískum og anarkískum fjölskyldum á tímum einræðisstjórnarinnar á Spáni. Mér fannst þetta koma vel út þegar ég stytti nafnið en þegar þessi nöfn koma saman þá myndast vissulega ákveðnar hugtengingar, eins og Fidel Castro og á milli Evrópu og Afríku,“ segir hún. „Það passaði líka vel sem hluti af heiti teymisins. Stundum notum við bara „Castro & Olafsson“ sem tengir saman Norður- og Suður- Evrópu. Við erum í raun frá jaðri Vestur-Evrópu, í norðri og suðri.“ Myndast þá eins konar jafnvægi? „Kannski frekar ójafnvægi, ég veit það ekki,“ svarar Libia og hlær. Ólafur segir áhuga þeirra á stjórnarskránni meðal annars stafa af ólíkum bakgrunni þeirra og þeirri staðreynd að þau starfi sem teymi. „Við erum maður og kona að vinna saman frá tveimur löndum, Norður- og Suður-Evrópu og þá verða þeir hlutir áberandi. Ef þú ert einn að starfa í því landi sem þú fæðist og elst upp í og ert ekki stöðugt að færa þig fram og til baka yfir landamæri eða á milli mismunandi heimsálfa þá kannski koma þessar spurningar ekki upp á sama hátt. Þessi áhugi á að vinna í nálægð við samfélagið og velta fyrir sér hvernig samfélag mótast er áhugi sem við bæði deilum og er hluti af því af hverju við erum að vinna saman,“ útskýrir hann. Hvorki óeðlileg né sjálfsögð tenging milli listar og aktívisma „Við höfum frá upphafi haft áhuga á að vinna myndlist á þeim for- sendum að hún sé „inclusive“, það er að segja við höfum áhuga á að fjalla um samfélagið en líka eiga í samtali við sem flesta. Það hefur áhrif á hvernig við mótum okkar myndlist og þá líka hver viðfangs- efnin eru,“ segir Ólafur. „Staða og réttindi eru hlutir sem við veltum fyrir okkur. Eitt af Libia og Ólafur deila meðal annars áhuga á því hvernig samfélög eru mótuð og byggð upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Á sýningunni er lögð áhersla á samtal milli ólíkra listforma og listafólks. Sýningin varpar meðal annars ljósi á tenginguna á milli listar og aktívisma. Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergs- dóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. verkunum sem við höfum gert er „Avant garde citizens“ þar sem við gerðum vídeóportrett af f lóttafólki sem hafði dvalist í eiginlega hælis- leitendafangelsum eða „detention centers“ í Hollandi.“ Ólafur segir tenginguna við aktívisma ekki óvenjulega enda eigi hann sögulega margt sameig- inlegt með myndlist. „Við veltum fyrir okkur frá upphafi formi listaverks. Við eigum ákveðnar rætur í okkar myndlist á sjötta og sjöunda áratugnum þegar „live art“ var fyrirferðarmikil þar sem listamenn voru að vinna, ekki bara að vinna inni í stúdíói, heldur úti og inni í samfélagi. Það er í sjálfu sér ekki aktivísmi, en að spyrja sig um form myndlistar er ekkert ótengt því að spyrja sig spurninga um form samfélags. Það er ekkert óeðlilegt en heldur ekkert sjálfsagt en í okkar tifelli leiðir hvort að öðru og tengist.“ Skapa orku sem umbreytir Þessi tengingu milli listar og aktívisma má einnig greina í nafn- gift „Töfrateymisins“. „Heitið varð til út frá því hversu stór hópurinn er sem kemur að verkinu og hvernig við komum úr ólíkum list- geirum, mismunandi löndum og erum á breiðu aldursbili. Þá koma líka aktívistar að verkinu, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá og umhverfisverndarsamtökin Land- vernd sem vinna bæði með okkur og á götunni,“ segir Libia. „Við áttuðum okkur á því hvernig þetta „collective“ verk varð að eins konar teygjanleika sem myndaðist út frá þessum ólíku hópum. Þetta varð innblásturinn að heitinu og lýsir því hvernig hópurinn breytist, vex og minnkar út frá aðgerðum og sýningu,“ útskýrir hún. „Töfrar standa fyrir umbreyt- ingu, rétt eins og aktívismi og list eiga sameiginlegt. Þetta skapandi ferli er töfrandi vegna þess að þú ert að upplifa og uppgötva leiðir til að skapa nýja hluti og aktívistar gera það í samfélaginu. Bæði listin og aktívisminn búa yfir þessari orku sem getur umbreytt því hvernig við hugsum um hluti og breytum þeim.“ Libia hvetur sem flest til að mæta á sýninguna og segist von- góð þrátt fyrir að kröfur almenn- ings um nýja stjórnarskrá hafi ekki enn verið virtar. „Þessi hreyfing er orðin stór, kraftmikil og full af von. Hún dó aldrei, það eru svo margir sem hafa haldið henni á lífi.“ Bæði listin og aktívisminn búa yfir þessari orku sem getur umbreytt því hvernig við hugsum um hluti og breytum þeim. 2 kynningarblað A L LT 20. mars 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.