Fréttablaðið - 20.03.2021, Page 37

Fréttablaðið - 20.03.2021, Page 37
Meðal verkefna velferðarsviðs eru almenn félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, húsnæðismál, málefni aldraðra, félagsleg heimaþjónusta, málefni fatlaðs fólks og málefni barna og ungmenna, þar með talin vinnsla mála samkvæmt barnaverndarlögum. Sviðsstjóri velferðarsviðs er ráðinn af bæjarstjórn og er bæjarstjóri hans yfirmaður. Sviðsstjóri er hluti af stjórnendateymi bæjarins. SVIÐSSTJÓRI VELFERÐARSVIÐS KÓPAVOGSBÆR LEITAR AÐ LEIÐTOGA Helstu verkefni • Dagleg yfirstjórn og samhæfing þjónustu og starfskrafta velferðarsviðs • Ábyrgð á stjórnun og framkvæmd velferðarþjónustu í umboði bæjarstjórnar og velferðarráðs • Undirbúningur mála fyrir velferðarráð og ábyrgð og eftirfylgni með ákvörðunum ráðsins • Forysta við þróun og innleiðingu nýrra tækifæra og úrræða í velferðarþjónustu, ásamt mati á árangri og eftirliti • Ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlun ásamt annarri áætlanagerð fyrir velferðarsvið • Ábyrgð á rekstri og stjórnsýslu sviðsins, þ.m.t. fjármálum og starfsmannamálum • Samráð við félagasamtök og aðra hagsmunaaðila um velferðarmál • Samstarf við opinbera aðila í velferðarmálum innanlands og utan Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf á meistarastigi sem nýtist í starfi • Leiðtogahæfileikar og farsæl stjórnunarreynsla, ásamt reynslu af því að leiða breytingar • Þekking og reynsla af rekstri, þjónustustarfsemi og opinberri stjórnsýslu • Víðtæk þekking og reynsla af velferðarmálum • Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum • Framsýni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku, kunnátta í norðurlandatungumáli kostur Umsóknarfrestur er til og með 29. mars 2021. Nánari upplýsingar á hagvangur.is Í stefnu Kópavogsbæjar segir að hlutverk sveitarfélagsins sé að tryggja lífsgæði íbúanna með góðri og fjölbreyttri þjónustu. Með það að markmiði samþykkti bæjarstjórn nýverið breytingar á skipuriti bæjarins svo að rekstur og stjórnsýsla sveitarfélagsins verði enn skilvirkari. Skipurit Kópavogs telur því fimm svið. Tvö stoðsvið; stjórnsýslusvið og fjármálasvið og þrjú fagsvið; menntasvið, velferðarsvið og umhverfissvið. Við leitum að öflugum forritara til starfa í hópi reyndra sérfræðinga í Hugbúnaðarlausnum á Upplýsingatæknisviði. Þetta er spennandi tækifæri fyrir þá sem hafa brennandi áhuga á að taka þátt í breytingum og takast á við krefjandi þróunarverkefni. „Mér finnst mikilvægt að verkefnin séu krefjandi – þannig lærir maður mest“ Starf forritara í Hugbúnaðarlausnum Nánari upplýsingar atvinna.landsbankinn.is Inga Dögg – Lánaumsjón

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.