Fréttablaðið - 20.03.2021, Side 42
Sérfræðingur á skrifstofu landgæða
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu landgæða.
Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða fullt starf á skrifstofu landgæða. Málefni skrifstofunnar
snúa m.a. að vernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda á landi,
náttúruvernd, landgræðslu, skógrækt, umsjón lands og veiðistjórnun.
Skrifstofan sinnir alþjóðastarfi á málefnasviði skrifstofunnar. Starfsvið
sérfræðingsins felur í sér ábyrgð á verkefnum á sviði sjálfbærrar
landnýtingar í tengslum við landgræðslu, skógrækt, loftslagsmál,
líffræðilega fjölbreytni, landbúnað og skipulagsmál.
Starfið felur í sér mikið samstarf við stofnanir ráðuneytisins, önnur
ráðuneyti og hagaðila. Aukinheldur er um að ræða stefnumótun
á málefnasviði umhverfismála.
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun með meistaragráðu á sviði umhverfis- og auðlindamála
eða sambærilegu sviði
• Góð þekking á sviði sjálfbærrar landnýtingar
• Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar er kostur
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti
• Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
• Reynsla af samráði og stefnumótun í umhverfis- og auðlindamálum er kostur
• Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar
• Góð almenn tölvukunnátta og þekking á Office 365
Í ráðuneytinu starfar um 45 manna samhentur hópur á sex skrifstofum. Ráðuneytið leggur
áherslu á öfluga liðsheild og góðan starfsanda. Ráðuneytið hefur hlotið gæðavottun
umhverfisstjórnunarkerfis og jafnlaunavottun.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem umsækjandi
gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Nánari upplýsingar veitir Björn Helgi Barkarson skrifstofustjóri á skrifstofu landgæða
í síma 545 8600 eða bjorn.helgi.barkarson@uar.is
Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl nk. Sótt er um starfið á Starfatorgi – starfatorg.is
Stafræn framtíð
Við leitum að reyndum stjórnanda sem býr yfir:
• Framsýni, metnaði, samskipta- og skipulagsfærni
• Árangursríkri reynslu af stjórnun
• Færni í að skapa liðsheild ásamt jákvæðu
og lausnamiðuðu hugarfari
• Þekking og reynsla af fjarskipta-
og netöryggismálum æskileg
• Reynsla á sviði nýsköpunar og tækni æskileg
• Árangursríkri reynslu af stefnumótun og áætlanagerð
• Háskólapróf sem nýtist í starfi ásamt meistaraprófi
eða mikilli reynslu sem nýtist í starfi
• Góðri færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið leitar að stjórnanda
sem hefur brennandi áhuga, þekkingu og/eða reynslu
af stafrænni þróun til að stjórna skrifstofu stafrænna
samskipta hjá ráðuneytinu.
Hlutverk skrifstofunnar er að leiða og styðja við stafræna
þróun í samfélaginu m.a. með mótun og eftirfylgni stefnu
á sviði fjarskipta- og upplýsingatækni þar með töldum
netöryggismálum. Þá krefjast verkefni skrifstofunnar
töluverðra alþjóðasamskipta.
Við leitum að einstaklingi sem vill ná árangri fyrir samfélagið
með því að mæta áskorunum og nýta tækifæri sem fylgja
stafrænum samskiptum og fjarskiptatækni.
Skipað verður í embætti skrifstofustjóra til fimm ára frá og með 1. júní nk.
Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 9. apríl. Einstaklingar óháð kyni eru hvattir
til að sækja um. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi með
upplýsingum um ástæðu umsóknar og þann árangur sem viðkomandi hefur náð í starfi
og telur að nýtist embættinu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Hjaltadóttir
ráðuneytisstjóri, ragnhildur.hjaltadottir@srn.is eða 545-8200.
Umsóknum skal skila rafrænt á starfatorg.is