Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 64
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@ frettabladid.is Heimsfaraldurinn hefur haft mjög ólík áhrif á líðan fólks. Sumir hafa notið þess að vera meira heima og liðið betur á meðan aðrir hafa farið á mis við margt af því sem gefur lífinu fyll- ingu og fundið aukin einkenni kvíða og þunglyndis. Nú er liðið ár síðan kórónaveiru­ faraldurinn hófst af fullum krafti um allan heim. Rannsakendur segja að fólk hafi brugðist á mjög ólíkan hátt við því að lifa í lokuðu samfélagi og að þessar óvenjulegu aðstæður bjóði upp á tækifæri til alls kyns rannsókna á áhrifum þeirra. Nokkrir þessara rannsak­ enda kynntu niðurstöður sínar á vísindaráðstefnu sem fór fram í Osló í febrúar. Jók mun milli fólks Margir rannsakendanna segja að munurinn á milli fólks hafi aukist í faraldrinum. Lífið í faraldrinum hefur verið grimmt fyrir marga en fyrir aðra hefur ný og betri veröld tekið við. Rannsakendur vísa til dæmis í orð eins þátttakanda sem sagði um líf sitt í faraldrinum: „Það er svo fínt að búa loks í samfélagi sem er lagað að okkur innhverfa fólkinu, í staðinn fyrir úthverf­ uhelvítið sem maður þarf annars að eiga við.“ Marte Blikstad­Balas er pró­ fessor við kennaradeild háskólans í Osló og hún hefur rannsakað hvað gerist þegar skólastofan er færð heim. Hún segir gögnin sýna að heimsfaraldurinn hafi haft gríðarlega ólík áhrif á fólk. Hún hefur talað við foreldra sem finnst heimaskólun og lokaðir leikskólar það besta sem hefur komið fyrir fjölskylduna og þau hafa upplifað minna álag og notið meiri tíma með fjölskyldunni. En flestum foreldrum finnst þetta hafa verið erfið breyting. Margir vilja vinna heima Arve Hansen, sem starfar hjá miðstöð þróunar og umhverfis­ mála við háskólann í Osló, hefur rannsakað hvernig venjur og siðir hafa breyst undanfarið ár. Hann segir marga hafa áttað sig á að lífið hafi verið mjög stressandi fyrir faraldurinn og að sumir hafi meiri orku til að stunda líkamsrækt, elda og stunda útivist þegar þau spara sér ferðalög til og frá vinnu. Þegar rannsakendur spurðu fólk hvaða venjur það langaði að halda í eftir faraldurinn töluðu margir um að halda áfram að vinna heima. Hansen segir að fólk vilji hafa meiri tíma og gera annað við líf sitt en að ferðast til og frá vinnu. Næstum allir sem upplifa að þeir hafi meiri frítíma hafa varið mun meiri tíma úti í náttúrunni á þessu ári. En það eru líka margar frásagnir af því að það hafi orðið erfiðara að komast út úr húsi til að stunda líkamsrækt og að það hafi leitt til þess að fólk sé í verra and­ legu og líkamlegu ástandi. Það eru líka frásagnir af fólki sem skilur milli vinnu­ og frítíma með því að opna vínflösku og sumir hafa borðað meira af rusl­ fæði en nokkru sinni fyrr. Margir áttu líka erfiðara með að einbeita sér þegar unnið var heima. Bitnar á ungmennum Mona Bekkhus er rannsakandi við sálfræðideild háskólans í Osló og hefur rannsakað áhrif sam­ komutakmarkana á ungt fólk á aldrinum 16­19 ára. Hún telur að ýmsir undirliggjandi þættir eins og erfðir, persónuleiki og aðstæður heima við móti viðbrögð fólks við þessum aðstæðum en bendir líka á að áhrif samkomutakmarkana hafi verið ólík í mismunandi bæjarfélögum. Bekkhus hefur fundið ung­ menni sem hafa notið þessa nýja lífs og finnst það jákvætt að hafa meiri tíma með fjölskyldunni og til að geta stunda annað en skipulagt tómstundastarf. Hún bendir líka á að ungt fólk er misfélagslynt og því líði sumum betur undir minni félagslegri pressu, þá geta þau unnið án truflana og hafa meiri tíma til að vera ein. En flestum ungmennanna líður ekki betur, segir Bekkhus. Rann­ sóknin sem hún vann að fór fram í byrjun faraldursins og þar kom fram að mörg ungmennanna voru ekki að hitta vini sína eða gerðu það að litlu leyti. Það að geta ekki hitt vini sína hefur verið tengt við aukinn einmanaleika og einkenni kvíða og þunglyndis. Langstærsti hluti þátttakenda sagðist sakna líkamlegrar snertingar við vini. Bekkhus telur að þegar sam­ félagið fer aftur í venjulegt horf gætu margir verið að glíma við geðræn vandamál. Ný rannsókn frá Bandaríkjunum gefur til kynna að yfir 60 prósent Bandaríkja­ manna á aldrinum 18­24 ára séu í hættu á að þróa með sér kvíða eða þunglyndi og fjórðungur sagðist hafa íhugað sjálfsvíg síðasta Áhrif faraldursins mjög ólík Sumum ung- mennum hefur liðið betur í faraldrinum en almennt hefur einangr- unin sem fylgir faraldrinum bitnað mikið á þeim. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY mánuðinn. Hún bendir á að þetta sé viðkvæmur hópur því á þessum aldri upplifi fólk miklar breytingar og margir geðsjúkdómar byrji að þróast á þessu aldursbili. Rannsakendurnir beina nú sjónum sínum að því hvort hægt sé að bæta upp fyrir skort á manna­ mótum með því að spila leiki eða vera í stafrænu sambandi. Niður­ stöðurnar benda til þess að það sé eitthvað sérstakt við að hittast í eigin persónu, en það er ekki vitað nákvæmlega hvers vegna. Hugsan­ lega veitir það meiri nánd og þá er líka auðveldara að skynja tilfinn­ ingar hvert annars og bregðast strax við þeim. Flestir hafa það verra Sálfræðingurinn og rann­ sakandinn Omid V. Ebrahimi hjá háskólanum í Osló hefur rann­ sakað andleg áhrif einangrunar í faraldrinum á fullorðna. Hann er ekki hissa á ólíkum viðbrögðum fólks og segir að þetta endurspegl­ ist í rannsóknum á Norðmönnum og í alþjóðlegum samantektar­ rannsóknum. Hann segir að fólk sem var áður að vinna of mikið og hafi nú aukinn tíma með fjölskyldunni og smá frið frá vinnunni sé að upplifa minna álag en áður. Þetta fólk fékk loks tækifæri til að slaka aðeins á. Hann segir að það sé mikilvægt að gera frekari rannsóknir á þeim sem hafa haft það betra í faraldr­ inum til að skilja hvað skilur þau frá þeim sem líður verr. En í bili liggur meira á að rannsaka þá sem hafa haft það verra í faraldrinum, því að það er meirihlutinn. Annar faraldur á leiðinni? Í samkomubönnunum hafa einkenni kvíða hjá almenningi tvöfaldast og einkenni þunglyndis þrefaldast. Þetta er niðurstaða rannsókna í mörgum löndum, þar á meðal í Noregi. Rannsakendur segja líklegt að flestir nái aftur geðheilsunni, sem þeir höfðu fyrir faraldurinn, eftir hann og byggja það á rannsóknum á fyrri faröldrum. En hjá sumum eiga þessi nýju einkenni eftir að koma af stað langvarandi geð­ rænum vandamálum. Ebrahimi segir mikilvægt að finna út úr því hverjir séu í þeim hópi svo hægt sé að reyna að fyrirbyggja alvarleg vandamál. Ebrahimi bendir líka á að einangrun faraldursins geri marga einmana, sem geti meðal annars valdið þunglyndi. Hann segir að mannfólk hafi þróað sterka löngun til að vera með öðrum því það auki lífslíkur okkar og því skynjum við einmanaleika eins og sársauka. Þegar við höfum verið einangruð gegn vilja okkar og getum ekki farið aftur í hópinn finnum við til. Ef fólk vill minnka einmanaleikann en faraldurinn kemur í veg fyrir það lendir það í ómögulegri stöðu sem getur valdið miklum andlegum erfið­ leikum. Þetta er talið skýra þá skörpu aukningu sem hefur orðið á geðrænum vandamálum meðal almennings. Ebrahimi og aðrir rannsakendur hafa áhyggjur af því að það verði faraldur geðrænna vandamála eftir kórónaveirufar­ aldurinn. Í bili liggur meira á að rannsaka þá sem hafa haft það verra í faraldrinum, því það er meirihlutinn. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við Jóhann Waage markaðsfulltrúa johannwaage@frettabladid.is eða 550-5656 ÖPP Föstudaginn 26. mars gefur Fréttablaðið út sérblaðið Öpp. Öll notumst við við öpp af einhverju tagi dagsdaglega í símunum okkar. Mörg fyrirtæki vilja líklega kynna öppin sín sem og þeir sem eru að hanna og búa til ný öpp. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 6 kynningarblað A L LT 20. mars 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.