Fréttablaðið - 20.03.2021, Síða 78

Fréttablaðið - 20.03.2021, Síða 78
„Við þurfum auðvitað ekkert að leysa þessa eldspýtnaþraut,“ sagði Kata. „Róbert er örugglega löngu búinn að því.“ Róbert varð hálf kindarlegur á svipinn við þessi orð. „Skrifaðir þú ekki líka bók um eldspýtnaþrautir þarna um árið,“ bætti hún við glottandi. „Svona nú,“ sagði Lísaloppa. „Hættu að stríða Róberti, hann getur reynt að leysa þessa þraut eins og við.“ „Er það ekki Róbert?“ bætti hún við. „Jú, jú,“ sagði Róbert. „Getum við ekki bara öll reynt að leysa hana?“ Það var langt síðan það hafði verið svona mikill sáttatónn í rödd Róberts. Konráð á ferð og flugi og félagar 446 Getur þú leyst þessa eldspýtna- þraut? ? ? ? „Jæja,“ sagði Lísaloppa. „Svona er þrautin.“ „Getur þú tekið burtu tvær eldspýtur svo eftir verði bara tveir ferningar?“ Lausn á gátunni Ef tekin er burtu eldspýtan í miðjunni í efri röðinni og eldspýtan í miðjunni í röðinni hægra megin, verða til tveir rétthyrndir ferhyrningar. Allar ytri eldspýturnar mynda einn og í horninu niðri vinstra megin verður til annar minni.? Af hverju fór Mikki mús út í geiminn? Hann var að leita að Plútó. Hvað sagði veggurinn við hinn vegginn? Hittumst á horninu! Getur kengúra hoppað hærra en Hallgrímskirkja? Auðvitað, Hallgrímskirkja getur ekki hoppað. Hvernig segir maður þúsundkall í fleirtölu? Þið sundkallar. Hvað gerði kúrekinn þegar hann datt af baki? Hann fór aftur-á-bak. Hvert er uppáhalds- súkkulaði geimfara? Mars. Í suðurhlíðum Himalajafjalla býr lítið, rauðbrúnt dýr sem kallað er rauða panda eða litla panda. Latneskt heiti þess er: ailurus fulg ens. Þó að það sé kallað panda þá er það ekkert skylt svarthvítu pöndunni sem við köllum panda- björn. En hún á það sameiginlegt með henni að vera í útrýmingar- hættu, enda er feldur hennar eftirsóttur og skottið ekki síður. Það er mikið notað í húfur. Rauða pandan er ekki einu sinni bjarndýr, heldur af sinni eigin ætt- kvísl sem er skyld þvottabjörnum, skunkum og hreysiköttum. Pönduheitið má rekja til nepalska orðsins poonya, sem þýðir einfaldlega bambus- æta því talið er að tveir þriðju af fæðu rauðu pöndu séu bambussprotar. Hún gæðir sér líka á ávöxtum, eggjum, fuglum, skordýrum og litlum spendýrum. Rauða panda getur orðið 1,2 m að lengd, með skottinu, og þrjú til fimm kíló að þyngd. Hún er flokkuð með svokölluðum lifandi steingervingum, í þann hóp falla þau dýr sem hafa lítið eða ekkert breyst í milljónir ára. Heimild/Íslenska alfræðiorða- bókin o.fl. Rauða pandan Elín Magna innan um uppáhaldsleikföngin, bangsa og dýr. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Elín Magna Skúladóttir er átta ára. Skólastjórinn hennar býr rétt hjá henni. Hvernig finnst henni það? Það er ágætt. Einu sinni vorum við Ásta vinkona á trampólíni í garð­ inum og hnéð á mér fór í vörina og aðra framtönnina, ég meiddi mig og mér varð rosa kalt. Mamma og pabbi voru ekki heima, þau voru að kaupa í matinn, en Sigga skóla­ stjóri heyrði öskrin í mér og kom og huggaði mig, hún fann klaka og setti við sárið. Hver finnst þér skemmtilegasta námsgreinin í skólanum? Eigin­ lega stærðfræðin. Lærið þið ljóð í skólanum? Við skrifum ljóð og svo syngjum við ljóð og vísur í morgunsöngnum. Núna geta bara nokkrir bekkir í einu sungið á sal þar sem píanóið er, þeir skiptast á og hinir syngja í skólastofunum, þá er ljóðið skrifað á töfluna. Hvað langar þig að gera þegar þú verður stór? Veit ekki. Kannski langar mig að verða skautakennari því ég æfi á skautum og finnst það skemmtilegt. Á laugardögum þarf ég að vakna kortér í sjö því æfing byrjar hálf átta. Áttu f leiri áhugamál? Ég æfi líka á trommur. Ef ég held áfram fæ ég örugglega trommur næsta vetur og þá fæ ég kannski að spila í Skóla­ hljómsveit Austurbæjar. Sumir æfa körfubolta í skólanum, ég var líka í honum en hætti. Kanntu að prjóna? Bara að putta­ prjóna. Leikur þú þér með dúkkur? Ég er ekki mjög mikið fyrir dúkkur en ég á marga bangsa og líka dýr sem mér finnst gaman að leika með. Ég er stundum kölluð hundahvíslari því ég elska hunda. Svo eigum við stóra kisu sem heitir Ronja. Hún er ekki mikið fyrir að leika en stundum er hún í stuði. Hefurðu farið til útlanda? Ég hef komið til Danmerkur, Þýskalands og Svíþjóðar. Við bjuggum í tvö ár í Danmörku. Fluttum út þegar ég var að verða fjögurra ára og komum til baka þegar ég var að verða sjö. Áttu þá vini í Danmörku? Já, við förum á hverju sumri til Dan­ merkur að heilsa upp á þá, síðast þegar ég fór var skóli þar enn þá og ég fór í heimsókn í bekkinn minn. Við förum örugglega í sumar ef það verður leyft út af COVID. Er stundum kölluð hundahvíslari DýriðGlettur ÉG ER EKKI MJÖG MIKIÐ FYRIR DÚKKUR EN ÉG Á MARGA BANGSA OG LÍKA DÝR SEM MÉR FINNST GAMAN AÐ LEIKA MEÐ. 2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.