Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 88
AUKATÓNLEIKAR 22. mars kl. 20.00 Eldborg Hörpu GESTASÖNGVARAR Ellen Kristjánsdóttir Jón Jónsson Sigríður Thorlacius Sigurður Guðmundsson STJÓRNANDI & KYNNIR Sigurður FlosasonMIÐASALA Á HARPA.IS OG Í SÍMA 528 5050 UPPSELT 21. MARS! ÖRFÁ SÆTI LAUS Leikstjórinn Marteinn Þ ór s s on f r u m s ý nd i kvikmynd sína Þorpið í bakgarðinum undir lok vikunnar. Óhætt er að segja að myndin standi undir titlinum því Marteinn tók hana að mestu upp í bakgarðinum heima hjá sér í Hveragerði, þar sem hann og Guðrún Eva Mínervudóttir, eiginkona hans, eru með nokkuð sérstæða ferðaþjónustu í tveimur huggulegum kofum. Breski leikarinn Tim Plester leik- ur annað aðalhlutverkið í myndinni á móti Laufeyju Elíasdóttur. „Það var virkilega ánægjulegt að gera þessa mynd og ég hefði viljað koma á frumsýninguna en COVID kom í veg fyrir það, en við fáum vonandi tækifæri til að sýna hana einhvern tímann á Englandi,“ segir Tim. Elskar Ísland „Þarna var í raun draumur að rætast hjá mér vegna þess að ég fékk ekki aðeins að vera í myndinni heldur fékk ég líka frábært frí á Íslandi. Það var það frábæra við þetta allt saman. Ekki bara að gera myndina heldur að vera kominn aftur til Íslands og njóta menningarinnar, landslagsins og fólksins aftur, en ég kom í frí til Íslands um áramót 2011 með kærustunni minni sem nú er eiginkonan mín.“ „Þetta voru mjög eftirminnileg áramót og frí. Ég elska Ísland. Í alvöru. Ég hef allar götur síðan verið að leita leiða til þess að koma aftur.“ Ólafs þáttur Darra Tim kynntist Marteini í þessari ferð eftir krókaleiðum í gegnum sam- eiginlegan vin, eins og hann orðar það. „Ég hafði aðeins áður leikið í bresku sjónvarpsþáttunum 1066: The Battle for Middle Earth, með tveimur íslenskum leikur- um, Birni Thors og Ólafi Darra Ólafssyni og ég hafði samband við þá báða áður en ég kom til Íslands. Óla f u r Da r r i benti Tim á að hann ætti að hitta vin sinn sem væri k v i k my nd a lei k- stjóri. „Ísland er lítið og Reykjavík er enn þá minni. Allir þekkja alla. Segðu bara að ég hafi sagt að hann ætti að vera almennilegur við þig á meðan þú ert í bænum,“ segir Tim um skilaboðin sem hann átti að bera Marteini frá Ólafi Darra. „Matti bauð mér og kærustunni í mat eitt kvöldið og við náðum vel saman. Eins og ég held að Darri hafi vitað að við myndum gera.“ Tim segir þá eiginlega hafa haldið stöðugu sambandi síðan. „Það var mikið um pósta á milli okkar þegar Íslandi gekk vel í heimsmeistara- keppninni og ég man eftir vin- gjarnlegum bréfaskriftum þegar Ísland sigraði England á EM.“ Tim segir þá Martein einnig deila áhuga á svipuðum kvik- myndum og sama kvikmynda- gerðarfólkinu. „Við töluðum um að það væri gaman að fá tækifæri til þess að vinna saman. Ég vonaði að það myndi gerast en ég held að ég hafi aldrei búist við því að það myndi gerast.“ Heillandi verkefni Marteinn sá þó til þess og hafði samband við Tim haustið 2019 og spurði hvort hann mætti senda honum handrit. „Auðvitað. Mér fannst þetta hljóma frábærlega og varð strax yfir mig hrifinn af hlut- verki Marks, sem ég held að hafi að hluta til verið skrifað með mig í huga,“ segir Tim og bætir við að hann hafi verið nokkuð upp með sér. Tim er líklega þekktastur fyrir að hafa leikið ófétið Black Walder Rivers í Game of Thrones, en þar bar sótrafturinn sá og skyldmenni ábyrgð á níðingsverkinu sem kennt er við rauða brúðkaupið. Hann er alkunnur stórum verkefnum en kann ekki síður við sig í minni myndum eins og Þorpinu í bak- garðinum. „Það er það sem var svo sjarmerandi og heillandi við þetta. Ég er líka mjög hrifinn af því hvernig Marteinn vinnur með það sem hann hefur, en myndin var tekin í garðinum heima hjá honum og ég svaf bókstaf lega á settinu. Þetta var mjög heimilislegt og þetta varð sameiginleg upplifun. Ég held það fylgi svona lítilli fram- leiðslu að allir eru þarna vegna þess að þá langar til þess. Þetta var eins og vinahópur að skemmta sér og þá snýst þetta ekki um að græða peninga eða öðlast frægð og frama. Ég held að þetta minni mann svo- lítið á hvers vegna maður fór út á þessa braut til að byrja með.“ Sunnan við vegginn „Þegar ég fékk hlutverk í Game of Thrones hugsaði ég strax: „Frá- bært, ég fæ að fara til Íslands.“ En allar senurnar mínar voru sunnan við vegginn og voru teknar á Norð- ur-Írlandi þannig að ég fékk því miður ekki að koma til Íslands.“ Tim segist aðspurður ek k i ha f a f u nd ið f y r i r n e i n u m eftirköstum eða andúð fyrir að h a f a l e i k i ð ei n n þei r r a sem slátruðu heilli br úð- kaupsveislu í hinum magn- a ð a þ æ t t i R au t t b r ú ð - kaup. „Ég held að þar sem þeir voru allir drepnir og enduðu í böku hafi fólk dálítið fyrirgefið þeim mis- gjörðir þeirra. Fólk er líka stundum svolítið hrifið af vondu köllunum. Er það ekki? Ég rekst oft á fólk sem biður mig um að stilla mér upp á mynd með hníf upp að hálsinum á því.“ Gengur aldrei einn Þar sem Tim lét sig varða leik Íslands og Englands á EM verður ekki hjá því komist að spyrja hann nánar út í enska boltann. „Ég er Liverpool- aðdáandi.“ Nú, já. Þá hefurðu verið vel sett- ur á Íslandi. „Nákvæmlega. Ég held að eitt af því sem tengdi okkur Darra saman þegar við vorum að leika saman sé að hann er líka Púllari. Þannig að það var mikið talað um fótbolta og Liverpool þegar við urðum vinir.“ toti@frettabladid.is Úr blóðbrúðkaupi í Þorpið í garðinum Breski leikarinn Tim Plester heillaðist af Íslandi við fyrstu kynni fyrir nokkrum árum. Þar sem Game of Thrones skilaði honum ekki til landsins tók hann fagnandi boði Marteins Þórssonar um hlutverk í Þorpinu í bakgarðinum. Ólafur Darri kom Tim í samband við Martein sem skrifaði Þorpið í bakgarðinum með hann í huga. MYND/AÐSEND Hnífslög Tims eru eftir- sótt eftir níðingsverkið í blóðuga brúðkaupinu. 2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.