Rit Mógilsár - 2019, Page 6

Rit Mógilsár - 2019, Page 6
6 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Kolefnispólitíkin: Lífríki á landi og mannfólkið Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs halldor.thorgeirsson@gmail.com Útdráttur Mannkynið hefur þegar gripið inn í kolefnishringrás jarðarinnar með svo afgerandi hætti að meiri háttar breytingar eru að verða á orkubúskap jarðar- innar og jarðkerfinu öllu. Eina færa leiðin til að hemja þá röskun á veðra- kerfunum sem komin er af stað er að koma aftur á hnattrænu jafnvægi milli losunar og bindingar gróðurhúsalofttegunda. Parísarsamkomulagið hefur það markmið að slíku jafnvægi í kolefnisbúskap jarðarinnar verði náð upp úr miðri öldinni. Sviðsmyndir Milliríkjanefndar S.þ. um loftslagsbreytingar (IPCC), sem samræmast því markmiði að halda hnatt- rænni hlýnun á öldinni við 1,5 °C, gera allar ráð fyrir gífurlegri aukningu í bind- ingu á næstu áratugum. Lífríkið og vistkerfi á landi gengna því lykilhlutverki í kolefnispólitíkinni og velferð mannkyns þar sem mannfólkið er hluti af vistkerfinu og háð því á margvíslegan hátt. Farið verður yfir hnattræna samhengið til að setja bætta umgengni um landið og aðgerðir til að endurheimta vistkerfi jarðvegs, votlendis, skóglendis og annars þurrlendis hér á landi í samhengi. Þetta verður tengt við alþjóðlegar skuldbindingar bæði vegna uppgjörs 2030 og vegferðina að kolefnishlutleysi 2040. Einnig verður vikið að álitamálum í mótun á alþjóðlegum uppgjörsreglum bæði fyrir ríki og aðgerðir til að jafna út losun.

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.