Rit Mógilsár - 2019, Page 8

Rit Mógilsár - 2019, Page 8
8 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum – Áherslur Skógræktarinnar Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri Skógræktin throstur@skogur.is Útdráttur Í ljósi nýrra markmiða um aukna bindingu CO2 með skógrækt á Íslandi er tilefni til að endurskoða ýmsa þætti skógræktarstarfsins. Þar á meðal er val á verkefnum, trjá- tegundum og aðferðum auk þess að tryggja uppbyggingu innviða skógræktarstarfsins og að land verði tiltækt. Þetta kallar á aukna vinnu við skipulagningu, rannsóknir, kynningu, fræðslu og margt fleira. Þetta kallar einnig á endurmat á verklagi og áherslum hvað varðar meðferð skóga, úrvinnslu og sölu afurða, útivist almennings og mannaflaþörf Skógræktarinnar. Inngangur Þegar landgræðslustjóra og skógræktarstjóra var tilkynnt um það í júní 2018 að stofn- anir þeirra myndu eiga stóran þátt í loftslagsaðgerðum komandi ára hóf undirritaður strax að íhuga hvað það myndi þýða. Á haustmánuðum 2018 voru síðan haldnir fundir sviðstjóra stofnananna og unnið með drög ráðuneytisins að aðgerðaáætlun. Fundir voru einnig haldnir með skógareigendum og öllum starfsmönnum Skógræktarinnar þar sem þessi mál voru rædd. Í þeirri vinnu allri er að skapast mynd af áherslum sem Skógræktin mun hafa að leiðarljósi. Mergur málsins Með ákvörðun stjórnvalda 2018 var mörkuð ný stefna í skógrækt og landgræðslu. Héð- an í frá er það sérstakt markmið að binda kolefni úr andrúmsloftinu og að vernda kolefnisforða í skógum, öðrum gróðri og jarðvegi. Síðan er það hlutverk Skógræktar- innar og Landgræðslunnar að sjá til þess að stefnan nái fram að ganga. Með auknum framlögum á komandi árum verður kolefnisbinding helsta markmiðið með skógrækt á Íslandi. Hvaða áhrif hefur þessi staðreynd þá á skógræktarstarfið og hvað þurfum við að gera til að bregðast við? Verkefni Þau núverandi verkefni í skógrækt sem munu eflast á komandi árum samkvæmt þeirri áætlun sem unnið er með eru skógrækt á lögbýlum, stóru samstarfsverkefnin Hekluskógar, Þorláksskógar og Hólasandur og gróðursetning í þjóðskógunum. Land- græðsluskógaverkefnið mun einnig eflast með nýgerðum samningi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við Skógræktarfélag Íslands. Vilji er til að efla skógrækt með þátttöku almennings, félagasamtaka og fyrirtækja. Stóru samstarfsverkefnin og þjóðskógarnir eru kjörinn vettvangur til þess fyrir land- lausa aðila og er góð reynsla af því hjá Hekluskógum og í þjóðskógunum. Aðkoma fyrirtækja að fjármögnun skógræktar er ekki síst áhugaverð og mikilvæg. Þau leggja gjarnan áherslu á öryggi og varanleika og hafa því oft frekar áhuga á að semja um framkvæmdir á landi í ríkiseigu en á einkalandi. Því er mikilvægt að slíkt land sé tiltækt. Einnig eru ýmsar leiðir færar til að styrkja þá aðila sem eiga land eða hafa

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.