Rit Mógilsár - 2019, Side 10

Rit Mógilsár - 2019, Side 10
10 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 framvindu. Nú er ákveðið að Leiðvallargirðing í Meðallandi bætist í hópinn. Land sem hægt er að rækta skóg á innan Hekluskógasvæðisins nemur tugum þúsunda hektara og þúsundum hektara á hverju af hinum svæðunum. Kostnaður við að gróðursetja í þúsund hektara lands er á bilinu 300-500 milljónir króna. Jafnvel með aukningunni sem fyrirhuguð er mun það því taka marga áratugi að gróðursetja í þessi svæði. Fyrstu gróðursetningarnar verða því löngu vaxnar og farnar að sá sér út áður en gróðursetningu lýkur. Mikilvægt markmið er að sjálfsáning hjálpi til við að koma skógi í stór svæði sem þessi og miðast verklag við það. Þess vegna eru notaðar tegundir sem sá sér snemma og vel, ekki er gróðursett mjög þétt og gróðursetningu er dreift sem víðast innan svæðisins í upphafi. Þannig fylla trén sjálf í eyðurnar þegar fram líða stundir. Þess vegna er einnig mikilvægt að bæta fleiri svæðum við fljótlega frekar en að bíða þar til lengra er komið með svæðin sem fyrir eru. Má þar nefna landgræðslusvæði í framanverðum Bárðardal, Hólsfjöll, Ássand og allmörg smærri svæði. Auk eignarhalds og aðgengis að landi eru skipulagsmál snar þáttur í að tryggja land til skógræktar. Sátt þarf að ríkja í samfélaginu um auknar aðgerðir í skógrækt. Á hverju tilvonandi skógræktarsvæði, óháð eignarhaldi, þarf að gera góða ræktunaráætlun, bæði til að auka líkurnar á góðum árangri og til þess að fólk geti séð hvað standi til að gera. Taka þarf tillit til opinbers skipulags og er þar samstarf við sveitarfélög lykil- atriði auk Skipulagsstofnunar. Í því ferli þarf að huga að verndarsvæðum og bæði náttúrufarslegum og manngerðum þáttum sem eiga að njóta verndar, s.s. fornleifum, votlendi, mikilvægum fuglasvæðum o.fl. Auka bindingu Heildarbinding CO2 (H) með skógrækt fæst með því að margfalda árlega bindingu á hvern hektara lands (b) með fjölda hektara (ha): H = b x ha Hægt er að vinna með báðar breyturnar. Augljóslega er hægt að fjölga hekturum skóga með því að gróðursetja tré og þá er hægt að velja trjátegundirnar. Í þeim efnum verður lögð mikil áhersla á að takmarka gróðursettan trjáfjölda á hvern hektara við 2.500 plöntur, eða eftir atvikum færri. Þannig fást sem flestir hektarar skógar fyrir takmarkaða peninga og plöntufjölda. Önnur leið til að fjölga hekturum er að stóla á náttúrlega útbreiðslu með sjálfsáningu, sem tekur lengri tíma og gerist einkum hjá birki og víði og í minna mæli hjá stafafuru. Þessi leið er seinvirkari og CO2-binding á hektara verður minni en gerist með gróður- setningu vaxtarmeiri tegunda, en kostnaður er jafnframt mun minni og möguleiki er á að ná mjög stórum landsvæðum til skóglendis þegar horft er nokkra áratugi fram í tímann. Þegar upp er staðið gæti skilvirkni því verið umtalsverð. Þessi leið er hluti ætlunarinnar í stórum verkefnum á borð við Hekluskóga en að öðru leyti er hún háð vinnu með sveitarfélögum og bændum að breyttu fyrirkomulagi beitar. Á hina breytuna er einnig hægt að hafa áhrif, annars vegar með vali á þeim tegundum, kvæmum og kynbættum efniviði sem notaður er í skógrækt og hins vegar með að- gerðum til að örva vöxt trjánna og til lengri tíma litið með því að stjórna grisjun, fellingu og endurnýjun skógarins á þann hátt að CO2-binding sé sem mest.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.