Rit Mógilsár - 2019, Page 11

Rit Mógilsár - 2019, Page 11
R i t M ó g i l s á r | 11 Þegar hafa verið stigin ákveðin skref í tegundavali til að auka kolefnisbindingu. Í út- boði Skógræktarinnar á plöntuframleiðslu sl. haust var tegundum fækkað umtalsvert og flestum hægvaxta og smávöxnum tegundum sleppt. Birki er enn með þótt það sé hvorki hraðvaxta né stórvaxið, en gjöfulleiki þess felst einkum í því hversu duglegt það getur verið við að breiðast út með sjálfsáningu. Það er regla að nota ávallt bestu fáanlegu kvæmi þeirra tegunda sem við notum og helst kynbættan efnivið ef mögulegt er. Í þeim efnum er áhersla lögð á: • að efla fræframleiðslu á birkinu Emblu og lerkinu Hrym svo hlutfall kynbætts efnis geti aukist í gróðursetningu þeirra tegunda. Ef að líkum lætur verður sáð til framleiðslu á 100.000 Hrymtrjám vorið 2019 • að magna upp græðlingaefni af nýjum asparklónum sem eru ryðþolnir, beinvaxnir og hraðvaxta og munu þeir að miklu leyti koma í stað núverandi klónasafns á næstu árum • að rækta sitkagrenifrægarð með völdum trjám og er hann þegar farinn að gefa svolítið fræ • að prófa kynbætta stafafuru frá Svíþjóð í þeirri von að eitthvað af henni geti gefið góða raun hérlendis, auk þess sem stofnun stafafurufrægarða með völdu innlendu efni er í undirbúningi Meðal ræktunaraðferða sem máli skipta er fyrst að nefna þær sem stuðla að bættri lifun ungplantna. Meðal aðgerða er að vanda betur til samvals landgerðar og tegund- ar, að jarðvinna alls staðar þar sem þörf er á og að bera áburð á allar plöntur við gróðursetningu (nema lerki í sumum landgerðum). Augljóslega þarf einnig að tryggja plöntugæði úr gróðrarstöð, góða meðferð plantna á leið að gróðursetningarstað og góða gróðursetningu, allt atriði sem sífellt þarf að hamra á því það er alltaf að koma nýtt fólk að þeirri vinnu. Meðal annarra aðgerða gæti verið endurtekin áburðargjöf á fyrstu árum vaxtar, t.d. með lífrænum áburði. Þá mætti beina gróðursetningu í auknum mæli í lúpínubreiður eða svæði þar sem séð er að lúpína muni breiðast út. Þar og undir öðrum hentugum kringumstæðum ætti að leggja áherslu á alaskaösp, sem er sú tegund sem bindur mestan koltvísýring á skemmstum tíma. Almennt ætti að skoða tegundaval með CO2- bindingu í huga, ásamt öðrum þáttum, með því markmiði að auka hlutfall gjöfulla tegunda í heildargróðursetningu á landinu. Ein aðgerð í viðbót sem vert er að nefna felur í sér að auka beina stungu aspargræð- linga og sleppa þar með gróðrarstöðvastiginu í asparrækt að einhverju leyti. Þar þarf að þróa aðferðir, bæði við jarðvinnslu og stungu, auk þess sem vanda þarf til geymslu græðlinga og setja stungunni ströng tímamörk. Takist það ættu að sparast umtals- verðir peningar við plöntuframleiðslu sem nota má til að fjölga ræktuðum hekturum skóga. Meðferð skóga Meðferð skóga á seinni stigum er atriði sem einnig þarf að skoða. Setja þarf viðmið um styrk grisjunar svo kolefnisforði skógarins minnki ekki um of. Einnig þarf að horfa gagnrýnið á það í hvaða tilvikum rétt sé að grisja yfirleitt. Á þetta bæði við um snemm- grisjun og grisjun á seinni stigum. Setja þarf þessi viðmið miðað við núverandi stöðu þekkingar, en um leið þarf að hefja rannsóknir sem miða að því að bæta stöðu þekk- ingar á þessu sviði.

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.