Rit Mógilsár - 2019, Síða 16

Rit Mógilsár - 2019, Síða 16
16 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Skógrækt – möguleikar, úttekt, vottun Arnór Snorrason Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar arnor@skogur.is Útdráttur (ágrip) Fjallað er um hvernig skógrækt og skógar hafa verið í bókhaldi gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi og hvernig nettóbinding þeirra hefur nýst í skuldbindandi hlutum bókhaldsins. Nýtt skeið er að hefjast 2021-2030 með Parísarsamkomulaginu og þátttöku Íslands og Noregs í loftslagsáætlun Evrópusambandsins (ESB). Í áætlun ESB er landnotkun, landnotkunar-breytingar og skógrækt (LALABS) í fyrsta sinn tekið með í skuldbindandi hluta bókhalds GHL. Ísland er því að fara frá því að einungis telja fram skógrækt og landgræðslu yfir í að telja fram allar landgerðir í skuldbindandi bókhaldi GHL. Áhrif LALABS eru þó mjög takmörkuð en ýtt er á Evrópuþjóðir að haga málum þannig að aukning í losun eða minnkun í bindingu verði ekki frá LALABS miðað við fyrsta áratug þessarar aldar. Slíku verður að mæta með meiri samdrætti á losun frá öðrum þáttum. Aftur á móti mun aukin nettóbinding LALABS fást að mjög litlu leyti viðurkennd. Lýst er hvaða áhrif það hefur á vægi skógræktar í loftslagsmálum. Þó að skógrækt og skógur hafi lítil áhrif á heildarbókhald GHL á Íslandi er þessu öfugt farið í flestum ríkjum ESB. Mikil áhersla er því lögð á nákvæmni bókhalds GHL fyrir skógrækt og flóknar reglur gilda um hvernig telja eigi fram losun eða bindingu frá skógrækt. Sérstaklega eru reglurnar flóknar fyrir eldri skóga en þar þarf að meta sérstakt „skógarviðmið“ losunar eða bindingar. Farið er yfir ástæðu þessa og hvaða áhrif þetta hefur á úttektir á flæði GHL vegna skógræktar. Margir þættir í ferlinu eru í ágætu lagi hér á landi en bæta þarf úr á mörgum sviðum. Vottun á bókhaldi GHL fer fram á nokkrum þrepum hjá mismunandi alþjóðastofnun- um. Eftir 15. janúar ár hvert tekur ESB við töflugögnum og drögum að ársskýrslu Íslands um bókhald GHL fyrir það ár. Sérfræðinganefnd á þeirra vegum rýnir töflur og skýrslu. Nefndin spyr spurninga sem hún vill fá svör við og skýringar á. Hún sendir líka ábendingar um það sem þarf að laga. Hverri spurningu þarf að svara og ef bent er á að viðkomandi atriði þurfi að betrumbæta er beðið um skýringar á hvenær standi til að bæta úr. Töflum og skýrslu er síðan skilað aftur 15. mars og búast má við ábendingum fyrir lokaskil 15. apríl til skrifstofu Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Í september fer síðan „rýnisvika“ Rammasamningsins fram þar sem rýnisnefnd tekur íslensku skýrsluna og gögnin fyrir á fundi með íslenskum sérfræðingum sem bera ábyrgð á mati á losun og bindingu GHL. Að lokum er farið yfir möguleika skógræktar til skemmri og lengri framtíðar til að minnka nettólosun GHL. Allt frá 2005 hafa verið gerðar spár um þróun bindingar með skógrækt og settar fram sviðsmyndir með mismikilli nýskógrækt. Síðast var þetta gert í byrjun síðasta árs þar sem bornar voru saman sviðsmyndir um óbreytta og fjórfaldaða nýskógrækt. Spár af þessu tagi eru núna orðnar hluti af skilum Íslands en í ár skilar Umhverfisstofnun í fyrsta sinn spá og aðgerðarstefnu til ESB fram til ársins 2035. Í þeirri spá eru áhrif fjórföldunar nýskógræktar sett inn sem aðgerðarstefna til minnkunar nettólosunar GHL frá Íslandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.