Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 18

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 18
18 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 kolefnisbinding ofanjarðar, því hluti þessa lífmassa deyr innan sama árs og byrjar að rotna. Niðurstöður og umræða Kolefnishringrás jarðar 2000-2009 Á 1. mynd er einfölduð skýringarmynd sem við höfum búið til af kolefnishringrás jarðar á síðasta áratug eins og hún er sett fram í síðustu úttektarskýrslu IPCC og flæði CO2 milli andrúmslofts, hafs og lands á hverju ári (sjá: Ciais o.fl., 2013; Halldór Björnsson o.fl., 2018). Það sem hún sýnir okkur er í stuttu máli að þrátt fyrir að manngerð losun CO2 til andrúmslofts með bruna jarðefnaeldsneytis og sementsgerð (dökkgrá píla upp) og með skógar- og jarðvegseyðingu (punktalína upp) hafi verið samtals um 8,9 milljarðar tonna C árlega á tímabilinu 2000-2009, þá hækkaði styrkur CO2 í andrúmslofti aðeins um 45% af því, eða um 4,0 milljarða tonna af C árlega. Mismunurinn, um 4,9 milljarðar tonna af CO2, var árleg nettókolefnisbinding í vistkerfum hafs og lands á jörðinni. Þetta var og er vistþjónusta sem náttúran veitir okkur, og án hjálpar hennar værum við komin enn lengra á braut breytts loftslags. 1. mynd. Einfölduð mynd af kolefnishringrás jarðar á árunum 2000-2009 í milljörðum tonna CO2-C (umreiknað í hreint kolefni). Náttúruleg hringrás CO2 milli andrúmslofts og lands/hafs er sýnd með hringferlum. Lóðrétt píla upp sýnir árlega manngerða losun með bruna á jarðefnaeldsneyti og sementsgerð og punktapíla upp sýnir losun vegna skógareyðingar. Árleg aukning í andrúmslofti er sýnd innan sviga (45% losunar) og hluti losunar sem bundinn er sama ár á landi og í hafi (samtals 55%). Myndin er byggð á Ciais o.fl. (2013) og Halldóri Björnssyni o.fl. (2018). Á 1. mynd sést einnig ljóslega að það CO2 sem við erum að taka úr langtímaforða sem ekki hefur verið í kolefnishringrásinni í milljónir ára (jarðefnaeldsneyti og sement) eða árþúsundir (lífmassi skóga og lífrænt efni í jarðvegi) og bæta aftur inn í hringrásina er umtalsvert í samhengi við hina náttúrulegu kolefnishringrás. Til dæmis samsvaraði árleg losun með bruna jarðefnaeldsneytis og sementsgerð til 10% af öllu CO2 sem er í náttúrulegri hringrás milli hafs og andrúmslofts í kringum 2005, en 71% af yfirborði jarðar er haf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.