Rit Mógilsár - 2019, Page 34

Rit Mógilsár - 2019, Page 34
34 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Meðal óbeinna áhrifa loftslagsbreytinga er að hærri styrkur CO2 getur aukið át skordýra (Cannon et al 2002) og eins getur samspil meindýra og náttúrlegra óvina raskast, þannig að dragi úr áhrifum náttúrlegra óvina á stofna meindýra (Nouhuys & Lei 2004). Á Íslandi hefur verið veruleg hækkun á hita frá því um 1990 (Halldór Björnsson o.fl. 2018). Á sama tíma hefur orðið mikil aukning á landnámi nýrra skógarmeindýra og breytingar á faröldrum skordýra í skógum (Halldórsson et al 2013). 1. mynd/Fig. 1. Ný meindýr á trjám á runnum á Íslandi frá 1900 / new arthropod herbivores on trees and shrubs in Iceland since 1900. =Tegundir sem valda miklu tjóni / species which cause severe damage, = tegundir sem valda töluverðu eða litlu tjóni / species which cause moderate or little damage, = tegundir sem hafa numið land en hefur tekist að útrýma / species which were successfully eradicated after establishment. Ný skógarmeindýr 1900-2018 Í nýlegri yfirlitsgrein (Guðmundur Halldórsson et al. 2013) er listi yfir 27 skógarmeindýr sem hér hafa sest að eftir 1900. Eftir að sú grein birtist hafa bæst við þann lista tvær tegundir sem hafa numið hér land (eða verið tegundagreindar). Það er seljuvespa, Pontania bridgmanii, sem fannst 2012, en var tegundagreind síðar, og birkiþéla, Scolioneura betuleti, sem fannst 2016. Þar að auki eru þrjár tegundir sem hafa numið land en virðist hafa tekist að útrýma. Það er lindifurulús, Pineus sp., sem fannst um 1995, risavíðilús, Tuberolachnus salignus, sem fannst árið 2007 og þinlús, Adelges piceae, sem fannst árið 2017 (1. mynd). Við þetta má bæta rótarlúsum á furu og greni sem hafa fundist á trjáplöntum í uppeldi. Sennilega var þar um að ræða tegundirnar fururótarlús, Stagona pini, og grenirótarlús, Pachypappa tremulae. Óvíst er hvort tekist hafi að útrýma þeim. Hlýnun og ný skógarmeindýr Á árunum 1980–2015 hefur að meðaltali hlýnað á landinu um 0,5°C á áratug. Gert er ráð fyrir því að sú þróun haldi áfram, þannig að um miðja öldina verði meðalhiti á landinu 0 5 10 15 20 25 30 35 1900 1920 1940 1960 1980 2000 2020 Fj öl di n ýr ra te gu nd a / N o of n ew sp ec ie s Ár / year

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.