Rit Mógilsár - 2019, Síða 35

Rit Mógilsár - 2019, Síða 35
R i t M ó g i l s á r | 35 1,3–2,3°C hærri en árin 1986–2005 (Halldór Björnsson o.fl. 2018). Hærri meðalhiti auðveldar landnám skordýra og gerir suðlægari tegundum kleift að nema hér land. Á síðustu þremur áratugum, eða þar um bil, hefur að meðaltali numið hér land ný tegund skógarmeindýra annað hvert ár og sýnt hefur verið fram á að hraði landnáms hefur aukist með hækkandi hita (Halldórsson et al 2013). Hækki hiti um 1,3°C-2,3°C fram að miðbiki aldarinnar er trúlegt að hraði landnáms aukist einnig. 2. mynd sýnir spá um fjölda nýrra skógarmeindýra fram til ársins 2050. Þar er gert ráð fyrir því að fjölgun nýrra meindýrategunda verði með sama hraða og á undanförnum árum. Jafnframt er gert ráð fyrir því að hlutfall meindýra sem flokkist sem lítið, töluvert eða mikið skaðlegar verði það sama og fram til þessa. Í spánni er gert ráð fyrir því að fimm nýjar tegundir skógarmeindýra nemi hér land fram til 2030, sem er tæplega 20% aukning frá því sem nú er, þar af tvær tegundir sem geti valdið alvarlegu tjóni og trjádauða. Hér er ekki gert ráð fyrir auknum landnámshraða vegna hlýnunar á tímabilinu eða annarra þátta svo sem aukinna flutninga til landsins og stóraukins fjölda ferðamanna. Árið 2050 hefur fjöldi nýrra tegunda aukist um allt að 50% ef svo heldur fram sem horfir. Sú spá er þó auðvitað mikilli óvissu háð. 2. mynd / Fig. 2. Ætluð fjölgun nýrra skógarmeindýra fram til ársins 2050. Gult sýnir tegundir sem valda litlu eða engu tjóni, gulbrúnt tegundir sem valda verulegu tjóni og rautt tegundir sem valda miklu tjóni og trjá- dauða. Expected increase in new arthropod herbivores on trees and shrubs in Iceland until year 2050. Yellow shows species which cause little or no damage, ochre species which cause significant damage and red species which cause severe damage and tree mortality. Erfitt er að geta sér til um hvaða tegundir sé líklegast að setjist hér að. Til að gera slíkt þarf að meta hættu á landnámi einstakra tegunda og ekkert slíkt liggur fyrir. Á Norðurlöndum hafa ýmsar tegundir fiðrilda sem lifa á birkiskógum verið að færast norðar og faraldrar þeirra magnast, þar á meðal eru haustfeti Operophtera brumata og fetategundin Epirrita autumnata (Jepsen et al 2008). Jafnframt hafa faraldrar færst efst í skógarjaðarinn í fjallshlíðum (Hagen et al 2007). Haustfeti hefur verið hér lengi en virðist vera mest bundinn við þéttbýli (Helgi Hallgrímsson o.fl. 2006). E. autumnata hefur ekki fundist hér, en útbreiðsla þeirrar tegundar nær það langt norður í Skandi- navíu að telja verður líklegt að hún gæti sest hér að. 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 2018 2025 2030 2050 Fj öl di te gu nd a / no o f s pe ci es Ár /year
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.