Rit Mógilsár - 2019, Page 37

Rit Mógilsár - 2019, Page 37
R i t M ó g i l s á r | 37 íslenskum aðstæðum. Má þar nefna sem dæmi tegundir eins og birkikembu, birkiþélu og asparglyttu sem allar eru enn að breiðast út. Þá hefur barrvefari enn ekki valdið neinu umtalsverðu tjóni, þrátt fyrir að erlendis hafi hann víða gert mikinn usla. Mikið landnám skógarmeindýra á undanförnum þremur áratugum er áhyggjuefni, einkum þar sem þar á meðal eru tegundir sem þegar hafa valdið verulegu tjóni í skóg- og garðrækt og aðrar sem full ástæða er til að óttast að verði vaxandi vandamál. Hlýnandi loftslag, aukinn innflutningur á ýmsum varningi og mikil fjölgun ferða- manna eykur hættu á að landnám meindýra fari enn vaxandi og gæti haft veruleg áhrif á skógrækt, landgræðslu og landbúnað hér á landi, að ónefndri hættunni sem íslenska birkivistkerfið gæti staðið frammi fyrir. Mikilvægt er að ræktendur geri sér grein fyrir þessari hættu og leiti leiða til að bregðast við henni. Að okkar mati þarf að greina helstu áhættuþætti á innflutningi nýrra skaðvalda og leita leiða til að hindra slíkan innflutning. Jafnframt þarf að gera viðbragðsáætlanir til að útrýma nýjum skaðvöldum á fyrstu stigum landnáms. Sú staðreynd að það hefur tekist að stöðva þrjár tegundir á þessu stigi sýnir mikilvægi þess að efla slíkar varnir. Að lokum þarf að greina hvernig er unnt að efla mótstöðu- þrótt skóga og trjágróðurs yfirleitt gagnvart skaðvöldum. Heimildir/references Ayers, M.P. & Lombardero, M.J., 2000. Assessing the consequences of global change for forest disturbance from herbivores and pathogens. The Science of the total environment 262 (3) :263- 286. Bale, J.S., Masters, G.J., Hodkinson, I.D., Awmack, C., Bezemer, T.M., Brown, V.K., Butterfield, J., Buse, A., Coulson, J.C., Farrar, J., Good, J.E.G., Harrington, R., Hartley, S., Jones, T.H., Lindroth, R.L., Press, M.C., Symrnioudis, I., Watt, A.D. & Whittaker, J.B., 2002. Herbivory in global climate change research: direct effects of rising temperature on insect herbivores. Global Change Biology, 8(1): 1-16. Bentz, B.J., Régnière, J., Fettig, C.J., Hansen, E.M., Hayes, J.L., Hicke, J.A., Kelsey, R.G., Negrón, J.F. & Seybold, S.J., 2010. Climate change and bark beetles of the western United States and Canada: direct and indirect effects. BioScience, 60(8): 602-613. Brynja Hrafnkelsdóttir og Edda Sigurdís Oddsdóttir, 2018. Rannsóknir á birkikembu og birkiþélu. Ársrit Skógræktarinnar 2017: 22-24. Cannon, R.J., 1998. The implications of predicted climate change for insect pests in the UK, with emphasis on non-indigenous species. Global Change Biology, 4: 785–796 Erling Ólafsson 1991. Íslenskt skordýratal. Fjölrit Náttúrfræðistofnunar 17: 69 bls. Hagen, S.B., Jepsen, J.U., Ims, R.A. & Yoccoz N.G., 2007. Shifting altitudinal distribution of out- break zones of winter moth Operophtera brumata in sub-arctic birch forest: a response to recent climate warming? Ecography 30: 299-307. Halldór Björnsson, Bjarni D. Sigurðsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Jón Ólafsson, Ólafur S. Ástþórsson, Snjólaug Ólafsdóttir, Trausti Baldursson og Trausti Jónsson, 2018. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi. Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Veðurstofa Íslands, Reykjavík: 238 bls. Halldórsson, G., Benedikz, T., Eggertsson, Ó., Oddsdóttir, E.S. & Óskarsson, H., 2003. The impact of the green spruce aphid (Elatobium abietinum Walker) on long-term growth of Sitka spruce in Iceland. Forest Ecology and Management, 181: 281-287.

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.