Rit Mógilsár - 2019, Síða 47

Rit Mógilsár - 2019, Síða 47
R i t M ó g i l s á r | 47 Í framtíðarsýn Kolviðar kemur m.a. fram að Kolviður vill vera fyrsti valkostur sam- félagsábyrgra fyrirtækja og stofnana sem samstarfsaðili við að kolefnisjafna óhjá- kvæmilega losun þeirra á viðskipta- og samkeppnislegum forsendum. Kolviður vill vinna með fagaðilum og kosta að hluta rannsóknir á möguleikum til kolefnisbindingar jafnframt því að stunda rannsóknir á gróðursetningar- og land- bótaverkefnum sjóðsins. Stefnt er að því að sérstakur rannsóknarsjóður verði stofn- aður. Kolviður hefur samið við Íslenska skógarúttekt á Mógilsá og annast hún mæl- ingar á kolefnisbindingu í Kolviðarskógum. Fyrsta verkefnið þar sem unnið verður að rannsóknum með fagaðilum er Tilraunaverkefni vegna Loftslagsskógar á Mosfellsheiði sem unnið verður í samvinnu við Rannsóknarstofnun Skógræktarinnar á Mógilsá, Mosfellsbæ, Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Skógræktarfélag Reykjavíkur. Það eru ekki áform um að Kolviður ráði yfir verktakastarfsemi, fremur að stuðla að því að til verði áreiðanlegir aðilar sem geti annast gróðursetningu og umsjón ræktunarsvæða með ábyrgum hætti. Í upphafi starfsemi Kolviðar var samið við Skógræktarfélag Rangæinga og sá félagið um gróðursetningu á Geitasandi en það land er leigt af Landgræðslu ríkisins. Á Úlfljótsvatni hefur verið samið við Skógræktar- félag Íslands, sem jafnframt er landeigandi, um gróðursetningu þar sl. tvö ár og mun félagið annast gróðursetningu næstu tvö árin. Við leigu á landi verður áfram miðað við að ekki sé greidd leiga en að landeigandi eignist þá ræktun og landbætur sem unnið hefur verið að þegar fullri bindingu er náð. Hafa ber í huga að þeir sem eru að kolefnisjafna losun sína vilja gjarnan að gróðursetningin fari fram í heimabyggð þeirra eða þannig að fyrirtækið eigi möguleika á að fara með starfsmönnum og skoða svæðið og njóta þar útivistar. Nú er það svo að fram að þessu hafa það aðallega verið fyrirtæki á suðvesturhorninu sem hafa verið að kolefnisjafna starfsemi sína og gróðursetningin því beinst að Suðurlandinu, fyrst á Geitasandi, nú á Úlfljótsvatni og horft er til Skálholts í framhaldinu. Kolviður hefur gert samninga við um 50 fyrirtæki um kolefnisbindingu og með sam- starfi við Klappir grænar lausnir hf. er líklegt að þeim fjölgi allnokkuð. Klappir grænar lausnir eru með hugbúnað sem safnar upplýsingum um kolefnislosandi starfsemi fyrirtækja, m.a. frá brennslu jarðeldsneytis í flutningum og akstri, vegna flugferða starfsmanna, orkunotkunar og úrgangs. Þetta er gert í rauntíma með tengingum við birgja fyrirtækjanna og reiknivélar þeirra. Klappir taka saman heildarlosun ársfjórð- ungslega, en fyrirtækin ákveða hve mikinn hluta losunarinnar þau vilja kolefnisjafna með Kolviði, Klappir innheimta bindigjaldið og skila til Kolviðar. Tvö fyrirtæki bjóða starfsmönnum sínum að kolefnisjafna ferðir sínar til og frá vinnu og önnur tvö eru á leiðinni. Við hjá Kolviði söknum þess að opinberar stofnanir sýni kolefnisjöfnun starf- semi sinnar sama áhuga og fyrirtækin. Í sumar er fyrirséð að planta þurfi 150 þúsund plöntum í um 60 hektara og á næsta ári gerum við ráð fyrir að planta um 200 þúsund plöntum og þannig mun þetta væntanlega vaxa enn um sinn. Hafi skógræktarfélög land til umráða þar sem hægt er að þinglýsa kvöð um friðun næstu 60 árin þá vill Kolviður gjarnan vita af því og ef skógræktarfélögin hafa getu til að taka að sér gróðursetningu, áburðargjöf og umhirðu gegn greiðslu þá viljum við sömuleiðis gjarnan komast í samband við þau. Það væri einnig áhugavert að fá skógræktarfélögin með í að hvetja bæjarfélagið, fyrirtæki og einstaklinga í sinni heimabyggð til að kolefnisjafna starfsemi sína. Kolviður getur aðstoðað við samn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.