Rit Mógilsár - 2019, Side 64

Rit Mógilsár - 2019, Side 64
64 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Lifun í birkinu var það góð að ekki reyndist unnt að reikna 95% vikmörk en vísbending er um að enginn áburður gefi lakastan árangur og miðað við lélegt útlit birkiplantna án áburðargjafar er líklegt að þar verði afföll á næstu árum umfram aðrar meðferðir. Ekki var hægt að greina marktækan mun á lifun milli meðferða í lerkinu. Lifunin heilt yfir í lerkinu var lakari en hjá birkinu. Veiklulegar og ungar plöntur til gróðursetningar kunna þar að hafa áhrif. Samkvæmt athugunum Bergsveins Þórssonar (2008) er algeng lifun í skógrækt á bilinu 65%-75%. Lakasta meðferðin í tilrauninni var lerki án áburðar með 80% lifun eftir 4 vaxtarsumur á sandinum sem er betra en almennt gerist í skógrækt. Þessi samanburður undirstrikar að lifun lerki- og birkigróðursetninga á Hólasandi getur verið afbragðsgóð. Lifunin segir þó ekki alla söguna því breytileiki í hæð og útliti eftir meðferðum var mjög áberandi (3. og 4. mynd). 2. mynd. Lifun lerkis 2018 eftir 4 vaxtarsumur með 95% vikmörkum. 60% 65% 70% 75% 80% 85% 90% 95% 100% Enginn áburður Molta ofaná Molta blandað Kjötmjöl Tilbúinn áburður 3. mynd. Hæð birkis haustið 2018 með 95% vikmörkum. Marktækur munur (p<0,05) táknaður með mismunandi bókstöfum. a b bc c d 5 10 15 20 25 30 Enginn áburður Kjötmjöl Tilbúinn áburður Molta ofaná Molta blandað H æ ð í c m

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.