Rit Mógilsár - 2019, Page 80

Rit Mógilsár - 2019, Page 80
80 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Efni og aðferðir Fengin voru fræ úr fimm frægörðum af kynbættri sænskri stafafuru til prófunar á Íslandi til samanburðar við fjögur kvæmi sem hafa verið notuð á Íslandi undanfarin ár (tafla 1). Finnvid Precher hjá Svenska Skogsplantor hafði milligöngu um að útvega fræið. Samanburðarkvæmin voru Tutshi Lake, Watson Lake og Carcross, sem voru ræktuð upp af innfluttu fræi, og síðan var notað fræ úr Þjórsárdal safnað í reit af Skagway-uppruna. Framleiðsla plantnanna fór fram í gróðrarstöðinni Sólskógum. Plönturnar voru ræktaðar í eitt ár í fp40-fjölpottabökkum (100 cm3 pottar, 1. mynd). Öllum efniviðnum var sáð á sama tíma nema Skagway sem var sáð viku síðar. Tilraunin var gróðursett á alls 12 stöðum í öllum landshlutum (2. mynd). Gróðursetningin fór fram í júní og júlí 2014. Hafnarsandur í Ölfusi er undanskilinn í uppgjöri en sú tilraun var afskrifuð vegna mikill affalla fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Allar aðrar tilraunir voru mældar eftir fimm vaxtarsumur til að fá fyrstu vísbendingar um lifun og vaxtarþrótt mismunandi efniviðar. Einnig var skráð hvort plönturnar væru með sviðið barr eða ekki. Einungis Grund, Stóru-Hámundarstaðir og Óseyri sýndu sviðnun af umfangi sem hentaði til greiningar. Tölfræðiforritið R var notað við úrvinnslu gagna en Excel-töflureiknir við framsetningu niðurstaðna. 1. mynd. Ársgamlar plöntur tilbúnar til gróðursetningar. (Mynd: Pétur Halldórsson)

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.