Rit Mógilsár - 2019, Page 82

Rit Mógilsár - 2019, Page 82
82 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 hæsta meðallifun af sænska frægarðaefninu eða upp á 71% og var mjög áþekkt Watson Lake. Dæmið snerist hins vegar við þegar hæðin var skoðuð. Þá raðaðist sænski frægarða- efniviðurinn í efstu sætin að Rumhult undanskildu. Oppala er hér hæst með meðalhæð upp á 48,7 cm en Rumhult næstlægst með meðalhæð upp á 44,2 cm. Tutshi Lake rekur lestina með 42,7 cm (4. mynd). Barrsviðnun var mest áberandi á tilraunastöðum sem voru nálægt sjó og á lítt skýldu landi. Einungis 3 tilraunastaðir hentuðu til að meta mun á kvæmum með tilliti til sviðn- unar þar sem hlutfall sviðinna plantna var nálægt 50% (5. mynd). Skagway er með lægsta hlutfall sviðinna plantna og marktækt betri en frægarða- efniviðurinn og kvæmið Watson Lake. Umræður og ályktanir Þessar fyrstu niðurstöður fyrir lifun benda til að það borgi sig að nota áfram þau kvæmi sem hingað til hafa verið mest í notkun á Íslandi. Sérstaklega á það við um kvæmið Skagway sem er í nokkrum sérflokki hvað varðar lifun og litla sviðnun þó svo að það sé ekki marktækt betra en Tutshi Lake og Carcross fyrir þessa eiginleika. Skagway er almennt þekkt fyrir góða aðlögun hérlendis (Aðalsteinn Sigurgeirsson 1988) og í þessu tilviki er fræið tínt í reit í Þjórsárdal af Skagway-uppruna og má vera að eitthvert úrval hafi átt sér stað í gegnum eina kynslóð hér á landi. Munurinn í lifun á Watson Lake og Närlinge er afar lítill og ekki marktækur munur við annað af sænska efniviðnum að undanskildu Rumhult sem virðist vera of suðlægt fyrir 4. mynd. Meðalhæð kvæma/frægarðaefnis fyrir 11 tilraunir ásamt 95% skekkjumörkum. Efniviður með mis- munandi bókstafi er marktækt ólíkur (p<0,05). a ab abc abc abc bc bc bc c 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 Tutshi Lake Rumhult Skagway Carcross Watson Lake Larslund Sköserum Närlinge Oppala Hæð í % Kvæmi / Frægarður rserum í cm

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.