Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 5

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 5
Kveðja forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar í tilefni af 20 ára afmæli Gleðigöngunnar Ég trúi á frelsi fólks. Ég trúi á frelsi fólks til að njóta virðingar og réttinda til jafns við alla aðra. Ég trúi á tjáningarfrelsi og trúfrelsi og það frelsi sem er öllu dýrmætara, frelsið að mega draga andann. En ég trúi líka á ástfrelsi. Ég trúi á það frelsi sem felst í því að mega segja við aðra manneskju: „Ég elska þig.“ Ég er ekki einn um þetta sjónarmið. Saman viljum við Íslendingar upp til hópa verja algild mannréttindi, jafnrétti á öllum sviðum, jöfn tækifæri til að sýna hvað í okkur býr, okkur sjálfum og öðrum til heilla. En öll þurfum við líka að virða okkar eigin skyldur í samfélaginu. Frelsi og rétti hljóta að fylgja skyldur og ábyrgð. Í ár eru liðnir tveir áratugir frá því að gleðigangan var fyrst haldin hér á landi. Gangan er í senn sigurhátíð og kröfuganga hinsegin fólks á Íslandi, fagnaðarstund vegna þess sem hefur áunnist á jafnréttisbraut en líka áminning um það að enn er verk að vinna. Aðrir landsmenn fylgjast með, heiðra göngufólk og vita að barátta þeirra er barátta okkar allra. Því gleðiganga ykkar er frelsisganga okkar allra. Margan heiður hef ég hlotið á forsetastóli. Einna vænst þykir mér um þá vegtyllu að vera verndari Samtakanna ´78. Á þessum tímamótum óska ég félögum þeirra, öllu hinsegin fólki og öllum landsmönnum alls velfarnaðar. I believe in people’s freedom. I believe in people’s freedom to enjoy respect and rights on equal terms with everybody else. I believe in freedom of expression and freedom of religion, and the freedom that is the most precious of all, the freedom to breathe. And I also believe in freedom of love. I believe in the freedom to say to another person: “Ég elska þig”, “I love you.” I am not alone in this view. We Icelanders are united in our desire to safeguard universal human rights, equality in all fields, equal opportunities to show our worth – for our own benefit and that of others. But we must all also honour our own duty in society. Freedoms and rights inevitably entail obligations and responsibilities. This year marks two decades since the first Pride parade was held in Iceland. The parade is a festive triumph. At the same time, it is a march for recognition, for LGBTQ+ people in Iceland: a celebration of all that has been achieved towards equality, yet also a reminder that more remains to be done. And the population in general look on and applaud the participants, in the knowledge that their campaign is our campaign too. For the Pride parade is a march of freedom for us all. I have been privileged to receive many honours during my time as president. One of those that means most to me is the accolade of being patron of Samtökin ’78, the National Queer Organisation of Iceland. At this landmark in LGBTQ+ history, I send my sincere good wishes to the members of the organisation, all LGBTQ+ people, and all the people of Iceland. 5

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.