Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2020, Side 13

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2020, Side 13
Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ’78 og Tjarnarinnar er fyrir hinsegin ungmenni á aldrinum 13–17 ára. Félagsmiðstöðin hefur verið starfrækt í núverandi mynd frá árinu 2016 þegar Hrefna Þórarinsdóttir var ráðin forstöðukona hennar. Fram að því hafði hópurinn verið ungliðahreyfing Samtakanna ’78 og alltaf tóku nokkrir fullorðnir sjálfboðaliðar að sér að halda utan um hópinn. Í dag hefur félagsmiðstöðin sprengt utan af sér húsnæði Samtakanna vegna stærð hópsins sem mætir og er Hinsegin félagsmiðstöð Lengi taldi ég mér trú um að það að koma út úr skápnum skipti engu máli, að enginn þyrfti að vita. Svo var það einn daginn að ég vildi mæta á Hinsegin daga og fylgjast með gleðigöngunni. Og þá fékk ég spurningar sem ég gat ómögulega svarað þó ég vissi alveg svarið. En það var þá sem ég komst að því að ég hafði rangt fyrir mér, að ég hefði verið að ljúga að mér sjálfum; ég var ekki sáttur með mig, ég var að þagga niður í mér, ég var fölsk manneskja. Og ég vildi breyta því. Ég hafði áður séð að það var til félagsmiðstöð en ég þorði aldrei að fara, en eftir gleðigönguna ákvað ég að fara. Ég vildi ekki segja neitt um þetta við foreldri mitt þar sem ég var nýkominn úr skápnum og það hafði tekið því illa vegna það hafði aldrei búist við því að ég væri „hommi“ og vildi ekki sætta sig við það. Það tókst þó ekki og foreldrið tók því ekki svo vel, en ég endaði með að fá leyfi. Þetta var fyrsta skiptið sem ég var innan fólk á mínum aldri eftir erfiðleika með andlega heilsu og skóla. Ég hafði kynnst nýjum vinum sem voru hinsegin í nýja skólanum sem ég hafði fært mig yfir í vegna vanda við nám. Og ég komst að því að þau fóru í þessa félagsmiðstöð og fékk að koma með þeim. Það var rosalega yfirþyrmandi að koma þangað inn og hitta fullt af fólki sem ég vissi ekkert um. En ég ýtti mér áfram sama hversu lítið ég treysti á að vera innan hópsins. Það var eitt af því erfiðasta sem ég hafði gert en fallegu sjálfboðaliðarnir og æðislegu vinirnir sem ég kynntist gerðu þetta allt þess virði. Og mest af öllu get ég þakkað þeim fyrir að aðstoða mig við að treysta. Treysta öðrum og aðallega mér sjálfum. Áður fyrr hefði mig ekki dreymt um að standa uppi á sviði, í dag er ég orðin stjarnan. Ég get hóað út í heiminn hversu mikill hommi ég er og vil að allir sjái hver ég er. Ég heiti Stefán Örn Andersen og ég er hommi. því með aðstöðu í Spennistöðinni við Austurbæjarskóla. Þrátt fyrir að vera ein best sótta félagsmiðstöð landins, þar sem hátt í hundrað ungmenni mæta á hverja opnun, þá er aðeins einn launaður starfsmaður starfandi við félagsmiðstöðina í dag. Hér eru greinar eftir nokkur hinsegin ungmenni sem hafa stundað Hinsegin félagsmiðstöðina undanfarin ár en þau lýsa hvernig félagsmiðstöðvarstarfið hafði áhrif á þau. 13

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.