Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2020, Síða 20
Árið 2012 ákvað 16 ára
strákur að læra íslensku. Þessi
strákur var augljóslega ég.
Mig langaði að læra þessa
einstöku tungu vegna þess
að ég taldi landið vera góðan
valkost fyrir háskólanám
(bandarískir unglingar
verða að ákveða slíka hluti
á þessum aldri). Ég trúði því
af því að, meðal annars, ég
heyrði að Íslendingar væru
frjálslyndir andrasistar sem
byggju í landi þar sem engir
fordómar ríktu. Sem ungur,
svartur, samkynhneigður
Bandaríkjamaður gat ég ekki
ímyndað mér betri þjóð.
Það hefur ekki farið framhjá
neinum að heimalandið mitt
er ekki beint vingjarnlegt
við fólk eins og mig og þar
af leiðandi gat ég ekki beðið
eftir að fá loksins tækifæri til
að flytja hingað.
Þann 12. ágúst 2016 steig
ég fæti á nýja heimalandið.
Þegar þarna var komið sögu
hafði ég hitt íslenskan strák,
kíkt á Frónið sem ferðamaður
og fengið inngöngu í
Háskóla Íslands til að læra
íslensku á faglegri hátt. Ég
var æsispenntur að kynnast
hommunum hér á landi
því þeir sem voru heima í
Washington-fylki voru svo
flottir. Ég hafði ekki mikið
Ég er að tjá mig um það
sem ég hef orðið fyrir og átt
aðild að á einn eða annan
hátt. Sumir hommar sem
eru hvítir viðurkenna að það
grasserar rasismi meðal okkar
og það hegða ekki allir hvítir
hommar sér eins og ég lýsi
hér. Eins og við segjum á
móðurmálinu mínu: Don’t
shoot the messenger. Ef þér
líkar ekki eitthvað sem þú
lest hér í þessum pistli væri
betra fyrir þig að endurskoða
hvernig þú hegðar þér fremur
en dæma mig fyrir að segja
hvað ég og margir aðrir
höfum þurft að upplifa.
Að því sögðu fylgja
hér lýsingar á nokkrum
birtingarmyndum rasisma
meðal samkynhneigðra:
Blætisgerving
Sem svartur maður á Íslandi
hef ég mest orðið fyrir
blætisgervingu, þekkt sem
fetishization á enskri tungu.
Fyrir þau sem eru mögulega
ókunnug þessu hugtaki
á blætisgerving við það
þegar einhver er með blæti
fyrir ákveðnum hópi eða
athöfnum, þ.e. laðast sterkt
og jafnvel kynferðislega að
þeim. Blætisgervingin vísar
þá til þess að hópurinn eða
athöfnin er gerð að blæti.
Blæti gagnvart svörtu fólki
er stundum kallað jungle
fever á mínu móðurmáli.
Þessi frumskógarveiki gerir
að verkum að svart fólk
er hlutgert og lítið gert úr
mennsku þess. Nokkur dæmi
um þetta eru:
rekist á aðra homma hér á
landi fyrr en ég og íslenski
strákurinn sem áður var
nefndur ákváðum að opna
sambandið okkar þegar
ég hafði búið hér á landi í
tæpt ár. Það var þá sem hinn
saklausi Derek sá allt annan
hommaheim en hann hafði
búist við.
Í hnotskurn má segja að ég
hafi séð, heyrt, heyrt um og
orðið fyrir viðbjóðslegum
rasisma af höndum manna
sem eru sífellt að hvetja
aðra til að taka betur á
móti þeim sjálfum. Ekki
láta regnbogafánana
plata þig; við fögnum ekki
fjölbreytileikanum eins
mikið og þú myndir halda.
Jafnvel í rýmum þar sem
maður er einfaldlega að
reyna að skemmta sér, slaka
á o.s.frv. er maður dæmdur
út frá líkamsbyggingu sinni,
kyntjáningu og, eins og nefnt
hefur verið í þessum texta,
kynþætti. Þar sem ég hef
orðið fyrir mestum leiðindum
vegna minna afrísku róta ætla
ég að ræða rasismann innan
hommasamfélagsins og
birtingarmyndir hans.
Áður en ég held áfram langar
mig að benda á að ég tala
út frá minni eigin upplifun.
Mynd af 18 ára gömlum Derek þegar hann kom til Íslands sem
ferðamaður í febrúar 2015. Hann var ekki undir það búinn.
Þetta er bara eitt dæmi af
blætisgervingu sem ég hef orðið
fyrir.
En fólk hefur spurt mig um
typpastærð mína!
Það er örugglega algengt
á öppum eins og Grindr
að spyrja um typpastærð
annars manns en það
átta sig ekki allir á hversu
gildishlaðin þessi spurning
er. Þegar svartur maður
er spurður að þessu er
mennskur eiginleiki hans
tekinn frá honum og honum
er sagt að viðkomandi langi
einungis í það sem hangir
í nærbuxunum hans. Slíkt
viðhorf gagnvart öðrum er
augljóslega einnig algengt
á öppum og börum en í
þessu tilfelli ýtir það undir
samfélagslegt mynstur þar
sem svartir menn hafa verið
hlutgerðir í nokkrar aldir og
mennska þeirra dregin í efa.
En sumir svartir menn nota
hugtakið sjálfir!
Það er rétt en þetta má ekki
skilja á þann hátt að allir
svartir menn vilji að aðrir
menn tali svoleiðis við þá.
Það verður að aðgreina það
sem maður sér í klámi og
alvöru manneskju sem þarf
að lesa BBC á skjánum sínum
í tuttugasta skiptið í sama
mánuðinum.
– Almennar staðalímyndir
sem tengjast svörtum
karlmönnum eru
líka áberandi í
hommasamfélaginu á Íslandi.
Margir virðast hugsa sem
svo að svartir menn séu
ofurkarlmannlegir glæponar
sem klæðast keðjum og
buxum sem eru nokkrum
númerum of stórar. Gert
hefur verið ráð fyrir því að ég
sé einn af þeim og þó að það
sé ekkert að slíkum mönnum
er augljóst við fyrstu kynni að
ég er ekki þannig.
Þrátt fyrir að þessar
staðalímyndir séu ekki
endilega neikvæðar hafa
þær samt skaðleg áhrif. Það
er særandi þegar maður er
dæmdur á slíkan hátt en ekki
leyft að tjá sig eins og maður
er í raun og veru. Í staðinn
finnur maður fyrir pressu að
tjá hugmyndir annarra um
hver maður sé. Sem dæmi
má nefna að margir telja að
– Spurningar um BBC. Við
erum því miður ekki að tala
um breskar sjónvarpsstöðvar
heldur big black c*ck (stórt
svart typpi). Ég hef verið
spurður mörgum sinnum, oft
í byrjun samtals, hvort ég sé
með BBC.
20