Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 39

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 39
Gleðigangan mín Auglýsingar bannaðar Hinsegin dagar eru stoltir af því að Gleðigangan, og í ár gleðigöngurnar, í Reykjavík er ein af fáum sambærilegum göngum í heiminum þar sem auglýsingar fyrirtækja og þjónustu eru óheimilar. Með auglýsingabanninu er undirstrikað að gangan er grasrótarviðburður og þátttakendur taka þátt til að styðja baráttuna og málstaðinn en ekki til að styrkja eða auglýsa fyrirtæki. Gleðiganga Hinsegin daga, hvar sem þú vilt ganga, 8. ágúst kl. 14:00 Gleðigöngupotturinn Með samstarfssamningi Hinsegin daga og Landsbankans varð til sérstakur styrktarpottur Gleðigöngunnar. Pottinum er ætlað að styrkja einstaklinga og hópa til þátttöku í og þannig m.a. aðstoða þátttakendur við að standa straum af kostnaði við hönnun atriða, efniskaup og fleira. Dómnefnd velur styrkþega úr innsendum umsóknum og úthlutar styrkjum með það að markmiði að styðja framúrskarandi hugmyndir til framkvæmda. Miðað er við að fjárhæðir styrkja úr Gleðigöngupottinum séu á bilinu 100.000–500.000 kr. Dómnefndin hefur heimild til að halda eftir að hámarki 200.000 kr. til veitingar hvatningarverðlauna að hátíð lokinni. Þar með hafa allir styrkir og verðlaun Hinsegin daga verið færð undir einn hatt og því er ekki hægt að sækja um aðra styrki eða endurgreiðslu kostnaðar vegna þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga. Auglýst var eftir umsóknum í júní og umsóknarfrestur rann út í júlí. Áhugasamir þátttakendur eru hvattir til að fylgjast með og sækja um á næsta ári. Sjá nánar á hinsegindagar.is/gledigongupottur. 39

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.