Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2020, Qupperneq 62

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2020, Qupperneq 62
segir Ragnhildur og Hildur skýtur inn í: „Það er mjög heitur texti. Svo er það lagið um trukkalessuna, trukka- bæði og traktorslessa var hún, eins og segir í laginu.“ „Við nýtum okkur þessar staðalmyndir til hins ýtrasta,“ segir Ragnhildur sposk. „Svo þurftum við auðvitað að semja um ást okkar á ukulele og ást ukulele á okkur, það gagnkvæma ástarsamband. Og hvernig við heillum konur með ukulelespili. Eins og blasir við,“ segir Ragnhildur, sjálfsöryggið uppmálað. „Já, ég hef heyrt að það sé mikill tryllingur á tónleikum hjá ykkur. Konur kasti sér nánast upp á svið. Er það rétt?“ Spyr ég si svona. „Það verður bara að viðurkennast, þannig er það. Bera okkur bjóra upp á svið til að mýkja okkur upp,“ svarar Ragnhildur og Hildur tekur í sama streng: „Þetta er allt satt og rétt.“ Ukulellur héldu tónleika til þess að fagna árs afmæli sínu í október 2019. Tónleikarnir voru haldnir fyrir húsfylli á Hard Rock Cafe og stemmningin var vægast sagt góð. Til upplýsingar fyrir áhugasama hefur heyrst að stefnt sé á tónleika til að fagna tveggja ára afmæli hljómsveitarinnar í október næstkomandi. Ragnhildur minnist tónleikanna angurvær á svip: „Svo er líka bara svo gaman að skella bara í tónleika, á Hard Rock, fyrir troðfullu húsi af einhverjum kellingum á okkar aldri sem eru alveg jafn hamingjusamar með breytingaskeiðið og lesgleraugu og upprifjun á 22.“ „Það var rosalega skemmtilegt. Það voru náttúrulega konur á öllum aldri,“ segir Hildur og Ragnhildur bætir við: „Já, okkar aldri, sú okkar sem er yngst, er hvað, þrítug og sú elsta er 72 ára.“ „Við dekkum alveg 40 ár,“ segir Hildur, nokkuð ánægð með sig. Leiðarvísar lesbía Textar Ukulella geta jafnvel haft fræðslugildi, eins og Hildur bendir á: „Svo höfum við líka svolítið þurft að semja um leiðir kvenna til að veiða konur, eða nálgast aðrar konur, eða komast í ástarsamband við konur, ég meina þessi lög eru bara leiðarvísir getum við sagt.“ Ragnhildur bætir við: „Það er auðvitað auðveldara núna þannig að yngsti textahöfundurinn, Elísabet (Thoroddsen), hefur nú verið dálítið dugleg að skrifa um Tinder.“ Hildur segist að vísu stundum þurfa orðskýringar með textum Elísabetar. „Það er allt í lagi, við þolum það, en við kannski skiljum ekki alveg að „svæpa“ og svona,“ segir hún og hristir höfuðið. „Textarnir hennar Elísabetar eru allir um að komast á séns meðan okkar eru allir um löngu liðnar ástir. Það skilur algjörlega þar á milli, við hinar erum fullkomlega sestar í helgan stein,“ segir Ragnhildur og að því er mikið hlegið. „Oft er það einhver okkar sem í miðri ást sinni á ukulele rekst á lag sem hana langar að spila. Þá er sá texti gjarnan á einhverri útlensku og fjallar jafnvel um ástir gagnkynhneigðs fólks …“ segir Hildur og Ragnhildur skýtur inn í: „Jafnvel? Eða bara alltaf!“ Því verður ekki neitað að ekki er um auðugan garð að gresja í tónlist þar sem hinsegin ástum er gert hátt undir höfði og kannski er stundum nauðsynlegt að geta sungið með og lifað sig inn í texta sem fjallar um konu sem elskar konu. Þær eru komnar á flug og ég á fullt í fangi með að halda í við þær. Ég bara hlæ og hríftst með og reyni að smokra inn einhverjum spurningum. En til hvers? Svona eru Ukulellur bara, svona vinna þær, einhvern veginn bara í augnablikinu og flæðinu en samt alveg með á hreinu hvað það er sem þær vilja. „Við erum reyndar ekki búnar að skrifa um skilnað,“ stingur Ragnhildur upp á, „svona lessuskilnað þar sem þær eru svo vinkonur …“ „... já! Daginn eftir,“ stingur Hildur inn í og Ragnhildur heldur hlæjandi áfram: „... og fara svo í tjaldútilegu með nýju konunum …“ „... og öllum hinum fyrrverandi konunum,“ botnar Hildur að lokum. „Svo er viðlagið alltaf svona „hún var mín“ og mismunandi hver segir það. ÞETTA ER KOMIÐ! Svona verða textarnir til bara í beinni,“ segir Hildur. „Þessi hugmynd er alveg náskyld textanum við 22.“ „Nú finnum við bara lag sem passar við. Þetta er nú heldur betur reynsluheimur lesbíunnar. Þú losnar aldrei við þessar fyrrverandi, þær eru bara alltaf í halarófum sem vinkonur manns,“ segir Ragnhildur ákveðin en spyr svo: „En er búið að skrifa um þessa sem þú hittir á 22, og fór svo aldrei heim? Svo bara allt í einu vaknarðu upp og ert komin í sambúð? Það kom alveg oftar en einu sinni fyrir! Ef maður ætlaði ekki að festast í sambúð þá varð maður að fara heim með henni til þess að geta farið, annars var maður bara komin á fast án þess að vita af,“ hlær Ragnhildur en bætir við: „Nei, nú erum við bara að bulla.“ „En við eigum samt eftir að dekka alls konar hluti,“ segir Hildur að lokum, „og við vitum bara svo vel, í gegnum hinsegin lífið, hvað það er mikilvægt að segja hlutina upphátt og hafa fyrirmyndir. Til dæmis bara að segja upphátt að breytingaskeiðið sé eitthvað atriði gerir það minna skelfilegt. Það er bara þannig.“ Hún bætir svo glettin við: „Lífið skánar við söng.“ Þess má geta að frá því að viðtalið var tekið hefur textinn um fyrrverandi kærusturnar fæðst og verður án efa fluttur á afmælistónleikunum hljómsveitarinnar í október næstkomandi. Um textann: 22 Höfundur: Hildur Heimisdóttir/Ragnhildur Sverrisdóttir Textinn segir frá því hvernig skemmtistaðurinn 22, á Laugavegi 22, er bundinn sögu lesbía órjúfanlegum böndum. Sú sem söguna segir rifjar upp hvernig stemmningin var á 22, þar sem fastagestir áttu sinn samastað og konur jafnt og karlar komu í leit að ástinni. Í þá daga var hópurinn svo fámennur að sú sem fór heim með þér í gær er komin aftur en situr nú á nýjum stað með annarri konu. Á 22 voru ágætir gluggar, svo ungar stúlkur sem langaði inn en þorðu ekki gátu gengið hjá gluggunum og gjóað augunum inn á þær sem þegar höfðu stigið skrefið yfir þröskuldinn. Þegar þær svo loksins þorðu inn, og fengu jafnvel gin í glas, og Je t'aime hljómaði í hátölurunum, var þeim ljóst að þær voru á réttum stað og gátu sagt: „Já, ég er ein af þeim.“ Frásögnin er í afturliti og konan sem hana segir upplifði gamla tímann á 22. Hún horfir nú í forundran á ungu stúlkurnar, sem eru á Tinder, fara milli kvenna á skjánum í símanum sínum og fá jafnvel ný tilboð daglega. Hún lætur það ekki trufla sig því hún kann sannarlega enn að heilla konur augliti til auglitis eins og hún gerði á 22 í gamla daga og margar eflaust gera enn á sama stað, þótt staðurinn heiti í dag Kíkí og fleiri konur séu komnar yfir þröskuldinn. 62
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.