Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 66

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 66
Tíminn breytist og mennirnir með ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur Guðrún Mobus Bernharðs, hún, 40 ára. Hvenær fórstu fyrst í gleðigöngu? Jeiminn, held ég hafi verið tuttugu ára gömul? (Það hefur sennilega verið fyrsta gangan árið 2000). Gangan var einhvern veginn bæði minni og stærri en maður ætlaði. En góð minning þó. Hefur þú farið í gleðigöngu annars staðar en á Íslandi? Já, ég hef verið hér og þar í Evrópu, núna síðast tók ég þátt í FYRSTU göngunni í Norður-Makedoníu. Það var ansi spennandi og allt saman friðsamlegt. En maður tók eftir öllum sérlögreglumönnunum sem voru rétt hjá að fá sér sígó með brynju, hjálm og riot gear. Sem betur fer varð þetta rólegur dagur hjá þeim. Hver er þín uppáhaldsminning tengd Gleðigöngunni og hvaða ár var það? Ég á mér nokkrar glæstar minningar en það sem mér stendur næst er gleðin og LÉTTIRINN sem réði ríkjum á pride-tónleikunum sem voru haldnir eftir gleðigönguna sem ég var viðstödd 2019 í Norður-Makedoníu. Fólkið fékk þarna frelsi og frið og þrátt fyrir að við værum hávær og glöð þann dag, þá er það ekki eitthvað sem er daglegt brauð, því miður. Maður … gekk varlega heim, með fánann í vasanum. Þetta er skuggi sem undirstrikar gleðigráturinn sem ég sá þarna á meðal fólks. Miklar tilfinningar á pride-svæðinu þann dag. Hvers vegna gengur þú? Ég geng vegna þess að við verðum að muna hvað var, hvað er, hvernig má bæta, og jafnvel til að kæta. Höfundur: Guðjón Ragnar Jónasson Tuttugu ár virðast sem heil eilífð og í hugum yngra fólks eru Hinsegin dagar jafn sjálfsagðir og sautjándi júní. Hátíðina bar jafnan upp á sama dag og Fiskidaginn mikla á Dalvík. Í upphafi höfðu fjölmiðlar mun meiri áhuga á svarfdælskri fiskisúpu en hátíð hinsegin fólks. Þegar á leið varð hér breyting á og Hinsegin dagar styrktu sig í sessi eftir því sem árin liðu. Þess var heldur ekki langt að bíða að sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík tæki að spígspora á peysufötum á götum borgarinnar. Fyrsta verk Guðna Th. Jóhannessonar forseta eftir að hann tók við embætti árið 2016 var að ávarpa hátíðina. Svona breytist nú tíminn og mennirnir með. Upphaf Hinsegin daga má rekja til vel heppnaðra útitónleika á Ingólfstorgi í ágúst 1999. Ný öld var að renna upp sem ekki gat annað en orðið betri en sú gamla, altént hvað varðaði málefni hinsegin fólks. Kannski má segja að hinir ágætu Hinsegin dagar hafi verið merkasti boðberi nýrrar aldar á áþekkan hátt og framfarahugur og aldamótaljóð Einars Ben römmuðu inn öldina sem þarna var að renna sitt skeið á enda. Nýir tímar voru greinilega að renna upp. Gleðin sem alla tíð hefur einkennt Hinsegin daga skipti hér mestu. Það var eins og hópurinn hefði gert samkomulag við þjóðina um að hætta að líta á sig sem jaðarsett hjábörn þessa heims. Sjálfsvirðingin hafði eflst og segja má að jaðarinn hafi ákveðið að færa sig inn á miðjuna og sammælst um að hætta að biðjast afsökunar á tilveru sinni. 66

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.